Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

221. fundur 09. febrúar 2012 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 221 Dags : 09.02.2012
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Geirlaug Jóhannsdóttir
Áheyrnarfulltrúi: Sigríður G. Bjarnadóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Faxaflóahafnir
Sveitarstjóri kynnti tilboð frá Reykjavíkurborg um kaup á hluta af eignarhluta Borgarbyggðar í Faxaflóahöfnum. Söluvirði hlutarins eru 75 milljónir og við það lækkar eignarhlutur Borgarbyggðar í fyrirtækinu um 0,7044%.
Byggðarráð samþykkti að taka tilboðinu.
2. Umsögn um samgönguáætlun
Framlögð erindi frá nefndarsviði Alþingis þar sem óskað er umsagnar um þingályktunar- tillögur um fjögurra ára samgönguáætlun sem og tólf ára samgönguáætlun.
Samþykkt að vísa tillögunum til umsagnar umhverfis- og skipulagsnefndar.
3. Þriggja ára áætlun
Rætt um þriggja ára áætlun Borgarbyggðar 2013 - 2015.
4. Húsaleigusamningar fyrir Slökkvilið Borgarbyggðar
Framlagður tölvupóstur frá forstöðumanni umhverfis- og skipulagssviðs þar sem óskað er eftir heimild til að framlengja húsaleigusamninga vegna slökkvistöðva á Hvanneyri og Bifröst.
Samþykkt að heimila framlengingu á samningunum.
5. Álagning fasteignaskatts á hesthús í þéttbýli
Á fundinn mætti Stefán Logi Haraldsson formaður hestamannafélagsins Skugga til viðræðna um breytingu á álagningu fasteignaskatta á hesthús í Borgarbyggð.
Stefán afhenti undirskriftalista frá hesthúseigendum í Borgarnesi þar sem hækkun fasteignaskattsins er mótmælt og skorað á sveitarstjórn að endurskoða þessa ákvörðun.
Framlagt var bréf frá Guðmundi Arasyni dags. 02.02.12 þar sem mótmælt er hækkun á álagningu fasteignaskatts á hesthús.
6. Vatnsveita Bæjarsveitar
Rætt um samninga við landeiganda um vatnstöku fyrir Vatnsveitu Bæjarsveitar.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að kynna drög að samning fyrir hlutaðeigandi aðilum.
7. Refaveiðar
Framlagt minnisblað frá skrifstofustjóra varðandi refaveiðar í Borgarbyggð.
Samþykkt að vísa málinu til umfjöllunar í landbúnaðarnefnd.
Sigríður vék af fundi.
8. Umsögn um stofnun lögbýlis
Framlögð beiðni eigenda jarðarinnar Stafholtsveggja dags. 29.01.12 um umsögn sveitarstjórnar á að stofna verði lögbýli á jörðinni.
Samþykkt að óska eftir umsögn Búnaðarsamtaka Vesturlands um erindið.
9. Menntaskóli Borgarfjarðar
Rætt um málefni Menntaskóla Borgarfjarðar.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að skrifa Menntamálaráðuneytinu varðandi greiðslur ráðuneytisins á húsnæðiskostnaði skólans.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,20.