Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

226. fundur 29. mars 2012 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 226 Dags : 29.03.2012
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Geirlaug Jóhannsdóttir
Áheyrnarfulltrúi: Sigríður G. Bjarnadóttir
Sveitarstjóri:Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Styrkbeiðni vegna útgáfu bókar um reiðhjólaleiðir á Vesturlandi
Framlagt bréf frá Ómari Smára Kristinssyni dags. 16.03.12 þar sem óskað er eftir styrk vegna útgáfu bókar um reiðhjólaleiðir á Vesturlandi.
Vísað til stjórnar Borgarfjarðarstofu.
2. Skólaakstur
Framlagt minnisblað um fyrirhugað útboð á skólaakstri í Borgarbyggð.
Samþykkt að óska eftir frekari upplýsingum.
3. Erindi frá Sýslumanninum í Borgarnesi
Framlagt bréf frá Sýslumanninum í Borgarnesi dagsett 22.03 2012 vegna búfjáreftirlits. Einnig er framlagt minnisblað frá sama aðila um 16. gr. búfjárlaga nr. 13/2002.
Byggðarráð tekur undir það sem fram kemur í minnisblaðinu að nánari útfærslu sé þörf á framkvæmd aðgerða í samræmi við 16. gr. búfjárlaga.
4. Búfjáreftirlit
Framlagður samningur á milli Búfjáreftirlitsnefndar á svæði 5 (Borgarbyggð og Skorradalshreppur) og Búnaðarsamtaka Vesturlands um búfjáreftirlit á starfssvæði nefndarinnar.
Samþykkt að óska eftir að Guðmundur Sigurðsson formaður nefndarinnar komi á fund byggðarráðs.
5. Umsókn um niðurfellingu fasteignaskatts
Framlagt bréf frá félagsmálastjóra þar sem sótt er um niðurfellingu fasteignaskatts fyrir hjón í Borgarbyggð.
Samþykkt að verða við beiðninni.
6. Erindi frá sóknarnefnd Reykholtskirkju
Framlagt erindi frá sóknarnefnd Reykholtskirkju vegna fráveitu- og vatnsgjalda árið 2012.
Samþykkt að óska eftir fundi með Orkuveitu Reykjavíkur um erindið.
7. Byggðaþróunarverkefnið Sveitavegurinn
Rætt um byggðaþróunarverkefnið „Sveitavegurinn“ sem kynnt var á síðasta fundi byggðarráðs.
Samþykkt að Borgarbyggð taki þátt í verkefninu með fyrirvara um nánari upplýsingar um kostnað.
8. Styrkvegir
Framlögð drög að umsókn til Vegagerðarinnar um fjárveitingu úr styrkvegasjóði.
Byggðarráð samþykkti umsóknina.
Rætt var um aðrar vegaframkvæmdir í Borgarbyggð.
Byggðarráð skorar á Vegagerðina að fullnýta það fjármagn sem fyrirhugað var í lagfæringu vegarins í Lundarareykjadal og lengja þar með þann vegarkafla sem lagður verður bundnu slitlagi.
Einnig skorar byggðarráð á Vegagerðina að samhliða vegaframkvæmdum við Reykjadalsá verði hugað að lagningu bundins slitlags að félagsheimilinu Logalandi.
9. Styrkbeiðni
Framlagt bréf frá Bókaútgáfunni Hólum þar sem óskað er eftir styrk vegna útgáfu á bók um hernámsárin á Vesturlandi.
Byggðarráð telur sér ekki fært að verða við beiðninni.
10. Frumvarp til laga um sýslumenn
Rætt um frumvarp Innanríkisráðuneytisins til laga um sýslumenn. Gert er ráð fyrir að lögin komi til framkvæmda 2015.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að afla frekari gagna um þetta mál og um breytingar á lögreglustjóraembættum.
11. Lagfæringar Hlíðartúnshúsanna.
Fyrirhugað er að gera lagfæringar á húsunum við Hlíðartún á árinu 2012.
Samþykkt að heimila umhverfis- og skipulagssviði að semja við verktaka um verkið.
12. Búmenn
Samþykkt að óska eftir fundi með stjórn Húsnæðissamvinnufélagsins Búmanna.
13. Framlögð mál
a. Bréf frá innanríkisráðuneytinu vegna verkefnisins „Efling sveitarstjórnarstigsins“.
b. Fundargerð nefndar um sameiningu fjallskilasamþykkta 22.03.’12.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 10,05.