Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

229. fundur 26. apríl 2012 kl. 08:00 - 11:00 í stóra fundarsal í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ingibjörg Daníelsdóttir varaformaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Göngu og reiðvegir í Borgarbyggð skráðir sem akvegir á kortagrunni Landmælinga Íslands

1204015

Framlagt bréf frá Landmælingum Íslands um merkingu göngu- og reiðvega annars vegar og akvega hins vegar í kortagrunni Landmælinga Íslands fyrir Borgarbyggð

Framlagt bréf frá Landmælingum Íslands um merkingu göngu- og reiðvega annars vegar og akvega hins vegar í kortagrunni Landmælinga Íslands fyrir Borgarbyggð.

Vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar.

2.Aðalfundur í Valfelli 26. apríl kl.20:30

1204033

Framlagt fundarboð á aðalfund Veiifélagsins Hvítár sem haldinn verður í Valfelli 26. apríl 2012.

Framlagt fundarboð á aðalfund Veiðifélagsins Hvítár sem haldinn verður í Valfelli 26. apríl 2012.

Samþykkt að Ingibjörg Daníelsdóttir verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.

3.Aðalfundur Veiðifélagsins Gljúfurár

1204044

Framlagt fundarboð á aðalfund Veiðifélagsins Gljúfurár sem haldinn verður 29. apríl n.k.

Framlagt fundarboð á aðalfund Veiðifélags Gljúfurár sem haldinn verður 29. apríl n.k.

Samþykkt að Sigurjón Jóhannsson verið fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.

4.Rotþróarhreinsun

1204057

Framlögð gögn frá forstöðumanni umhverfis- og skipulagssviðs um rotþróarhreinsun en samningur um hana rennur út á þessu ári.

Framlögð gögn frá forstöðumanni umhverfis- og skipulagssviðs um rotþróarhreinsun en samningur um hana rennur út á þessu ári.

Samþykkt að fela forstöðumanni umhverfis- og skipulagssviðs að undirbúa útboð.

5.Útboð á skólaakstri 2012

1203058

Rætt um fyrirhugað útboð á skólaakstri í Borgarbyggð.

Rætt um fyrirhugað útboð á skólaakstri í Borgarbyggð.

 

6.Málefni nýbúa

1204058

Á fundinn mæta fulltrúar frá Rauðakrossdeildinni í Borgarfirði til viðræðna um möguleiga umsókn deildanna á Akranesi og Borgarnesi um IPA-styrk til að vinna að aðlögun innflytjenda á sunnanverðu Vesturlandi. Fyrir liggur að Akraneskaupstaður hyggst verða með í verkefninu og óskaer eftir þátttöku Borgarbyggðar í því.

Á fundinn mættu Margrét Vagnsdóttir og Ólöf María Brynjarsdóttir fulltrúar frá Rauðakrossdeildinni í Borgarfirði til viðræðna um mögulega umsókn deildanna á Akranesi og Borgarnesi um IPA-styrk til að vinna að aðlögun innflytjenda á sunnanverðu Vesturlandi. Fyrir liggur að Akraneskaupstaður hyggst verða með í verkefninu og óskað er eftir þátttöku Borgarbyggðar í því.

Byggðarráð tekur jákvætt í að Borgarbyggð taki þátt í þessu verkefni.

7.Sameining þriggja fjallskilasamþykkta

1203055

Framlagðar fundargerðir

Framlagt bréf frá Skorradalshreppi dags. 14.04."12 varðandi yfirstjórn fjallskilamála í Borgarfjarðarsýslu.

8.Húsin í Englendingavík

1204069

Rætt um húsin í Englendingavík en sveitarstjórn vísað því máli til umfjöllunar í byggðarráði

Rætt um húsin í Englendingavík en sveitarstjórn vísað því máli til umfjöllunar í byggðarráði.

Það er ósk byggðarráðs að hægt verði að nota húsin í sumar, sveitarstjóra var falið að ræða við skiptastjóra um málið.

 

9.Búfjáreftirlitsnefnd á svæði 5

1204001

Framlagðar fundargerðir búfjáreftirlitsnefndar á svæði 5 ásamt tillögu að gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit í Borgarbyggð og Skorradalshreppi en sveitarstjórn vísaði henni til byggðarráðs.

Framlagðar fundargerðir búfjáreftirlitsnefndar á svæði 5 frá 9. og 23. mars 2012 ásamt tillögu að gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit í Borgarbyggð og Skorradalshreppi.

Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskránni og var samþykkt að óska eftir umsögn umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa um tillgöuna.

10.Tillaga Jóhannesar Stefánssonar um skipulag fyrir miðsvæði Borgarness

1204070

Framlögð tillaga Jóhannesar Stefánssonar um skipulag fyrir miðsvæði Borgarness sem sveitarstjórn vísaði til byggðarráðs.

Framlögð tillaga Jóhannesar Stefánssonar um skipulag fyrir miðsvæði Borgarness sem sveitarstjórn vísaði til byggðarráðs.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsnefndar.

11.Tillaga Jóhannesar Stefánssonar um deiliskipulag á Fitjum við Engjaás

1204071

Framlögð tillaga Jóhannesar Stefánssonar um deilidskipulaga á Fitjum við Engjaás sem sveitarstjórn vísaði til byggðarráðs.

Framlögð tillaga Jóhannesar Stefánssonar um deilidskipulag á Fitjum við Engjaás sem sveitarstjórn vísaði til byggðarráðs.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsnefndar.

12.UMSB ætlar að sækja um að hald 50 mót, einnig unglingalandsmót 2015 og falast eftir stuðningi Borgarbyggðar.

1204046

Framlagt erindi Ungmennasambands Borgarfjarðar dags. 15.04."12  þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins við að halda Unglingalandsmót UMFÍ og landsmót fyrir 50+ í Borgarnesi.

Byggðarráð lýsir yfir stuðningi við umsóknir UMSB.

 

Ungmennasamband Borgarfjarðar á 100 ára afmæli í dag, 26. apríl. 

Byggðarráð sendir sambandinu hamingjuóskir í tilefni dagsins og var sveitarstjóra falið að mæta sem fulltrúi sveitarfélagsins á afmælisfagnað sambandsins og færa því afmælisgjöf frá sveitarfélaginu.

13.Samstarf um skipulagsmál

1204072

Rætt um samstarf við Skorradalshrepp um skipulagsmál

Rætt um samstarf við Skorradalshrepp um skipulagsmál.

Samþykkt að skipa þriggja manna nefnd til viðræðna við fulltrúa Skorradalshrepps.

14.Umsókn um stofnun lóðar

1204045

Framlagt erindi frá Sigurði Jóhannssyni um stofnun lóðar úr úr jörðinni Stóra-Kálfalæk. Lóðin sem er fyrir íbúðarhús er 1.759 fermetrar að stærð og fær heitið Stóri-Kálfalækur 3.

Framlagt erindi frá Sigurði Jóhannssyni um stofnun lóðar úr úr jörðinni Stóra-Kálfalæk.  Lóðin sem er fyrir íbúðarhús er 1.759 fermetrar að stærð og fær heitið Stóri-Kálfalækur 3.

Byggðarráð samþykkti að lóðin verði stofnuð.

15.Aðalfundur Faxaflóahafna verður haldinn 11. maí kl.15:00 í Sjóminjasafninu Grandagarði 8

1204036

Framlagt fundarboð á aðalfund Faxaflóahafna sem haldinn verður 11.05."12 í Reykjavík

Framlagt fundarboð á aðalfund Faxaflóahafna sem haldinn verður 11.05."12 í Sjóminjasafninu í Reykjavík.

Samþykkt að sveitarstjóri verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.

16.Framkvæmdir við endurbætur á dvalarrýmum

1204060

Rætt um endurbætur á dvalarrýmum á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Jafnframt rætt um framkvæmdir á lóð heimilisins.

Framlagt fundarboð á aðalfund Dvalarheimilis aldraðra sem fram fer 30. apríl n.k.

Rætt um endurbætur á dvalarrýmum á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi og framkvæmdir á lóð heimilisins.

Samþykkt að heimila að farið verði í lóðarframkvæmdir í samræmi við þau gögn sem kynnt voru á fundinum.

 

Bjarki vék af fundi meðan þessi liður var afgreiddur.

17.Skólavogin

1204068

Framlagt minnisblað frá fræðslustjóra um verkefnið Skólavogina.

Framlagt minnisblað frá fræðslustjóra um verkefnið Skólavogina.

Samþykkt að Borgarbyggð taki þátt í verkefninu.

18.Bréf lóðareigenda lóðar nr. 7 við Selás í landi Ánabrekku 19.05.2010, varðandi framkvæmd deiliskipulagsins á frístundasvæðinu Selási.

1009003

Framlagt bréf frá Jóni Nikolaisyni varðandi deiliskipulag í landi Ánabrekku í Borgarbyggð.

Framlagt bréf frá Jóni Nikolaisyni og Erlu Delbertsdóttur dags. 29.03."12 varðandi deiliskipulag í landi Ánabrekku í Borgarbyggð.

Byggðarráð ítrekar beiðni sína um að tillaga að deiliskipulagi verði kláruð.

19.Atvinnuátak 2012

1204062

Á fundinn mætir Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi og kynnir fyrirhugað atvinnuátak.

Á fundinn mætti Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi og kynnti fyrirhugað atvinnuátak.

Lagður var fram samningur við Skógræktarfélag Íslands um atvinnuátak og var hann samþykktur.

20.Sláttur á opnum svæðum

1204063

Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi kynnir tillögu að skipulagi að slætti á opnum svæðum sumarið 2012. Einnig verður rætt um hreinsunarátak í þéttbýli vorið 2012.

Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi kynnti tillögu að skipulagi að slætti á opnum svæðum sumarið 2012.

Samþykkt var að gera viðauka við fjárhagsáætlun ársins og hækka liðinn sláttur á opnum svæðum um kr. 1.500.000

 

Geirlaug lagði til að eldri borgurum verði boðinn garðsláttur í sumar með sama hætti og áður var þ.e. þrjú skipti á sumri.

Samþykkt að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að kostnaðarmeta tillöguna.

 

Einnig var rætt um hreinsunarátak í þéttbýli vorið 2012.

21.Sorphirða í Borgarbyggð

1204064

Á fundinn mæta fulltrúar frá Íslenska gámafélaginu til viðræðna um sorphirðu í Borgarbyggð.

Á fundinn mættu Birgir Kristinsson og Auðunn Pálsson fulltrúar frá Íslenska gámafélaginu til viðræðna um sorphirðu í Borgarbyggð.

Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi og Sigurður Guðmundsson, Þór Þorsteinsson og Þorsteinn Eyþórsson fulltrúar úr vinnuhópi um skipulag sorphirðu sátu fundinn meðan þessi liður var ræddur.

22.Þökulögn Digranesgötu - verðkönnun

1204066

Framlögð niðurstaða úr verðkönnun vegna þökulagnar við Digranesgötu. Þrír aðilar sendu inn verð.

Framlögð niðurstaða úr verðkönnun vegna þökulagnar við Digranesgötu.

Þrjú tilboð bárust og var samþykkt að taka tilboði Borgarverks sem var með lægsta tilboðið.

23.Fundargerðir bygginganefndar DAB

1204073

Fundargerð frá 18.04.2012

Framlagðar fundargerðir byggingarnefndar 07.03., 11.04. og 18.04.

Fundi slitið - kl. 11:00.