Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

230. fundur 03. maí 2012 kl. 08:00 - 08:00 í stóra fundarsal í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ingibjörg Daníelsdóttir varaformaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Samningur um húsakönnun

1204065

Framlagður samningur við Blátt áfram ehf um húsakönnun í Borgarnesi

Framlagður var samningur við Blátt áfram ehf um húsakönnun í Borgarnesi.

Samningurinn var samþykktur.

2.Notendastýrð persónuleg aðstoð

1204079

Framlagt minnisblað frá félagsmálastjóra um Notendastýrð persónulega aðstoð.

Framlagt minnisblað frá Hjördísi Hjartardóttur félagsmálastjóra varðandi notendastýrða persónulega aðstoð sem gert er ráð fyrir að verði lögbundin þjónusta á árinu 2014. 

Félagsmálastjóri mætti á fundinn til viðræðna.

3.Útboð á skólaakstri 2012

1203058

Rætt um útboð á skólaakstri 2012

4.Þjónustukönnun Capacent

1204061

Framlögð minnisblöð frá fundi forstöðumanna hjá Borgarbyggð um þjónustu Borgarbyggðar, ímynd og upplýsingamiðlun.

Framlögð minnisblöð frá fundi forstöðumanna hjá Borgarbyggð um þjónustu Borgarbyggðar, ímynd og upplýsingamiðlun.

5.Erindi frá Veiðifélagi Arnarvatnsheiðar um viðbyggingu við skála

1204080

Framlagt erindi frá Veiðifélagi Arnarvatnsheiðar dags. 25.04."12 þar sem farið er fram á viðræður um viðbyggingu við Álftakróksskála.

Vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar.

6.Efni: Líkhús

1204076

Framlagt bréf lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum dags. 24.04."12 þar sem vakin er athygli á líkhúsmálum í sveitarfélaginu.

Samþykkt að fela sveitarstjóra að óska eftir viðræðum við Heilbrigðisstofnun Vesturlands varðandi úrbætur.  

7.Stuðningur v/verkefnið "Fjárfestum í flygli" fyrir Menningarsalinn Hjálmaklett

1204067

Framlagt erindi frá Jónínu E. Arnardóttur og Ásdísi H. Bjarnadóttur um verkefnið Fjárfestum í flygli fyrir Hjálmaklett

Framlagt erindi Jónínu E. Arnardóttur og Ásdísar H. Bjarnadóttur dags. 13.04."12 um verkefnið "Fjárfestum í flygli fyrir Hjálmaklett".

Vísað til umfjöllunar í Borgarfjarðarstofu.  

8.Netalagnir við Borgarnes

1204081

Framlögð endurskoðuð drög að samningum um netalagnir við Borgarnes.

Framlögð endurskoðuð drög að samningum um nýtingu netalagna við Borgarnes.

Byggðarráð samþykkti samninginn.

9.Sumarnámskeið fyrir börn 10 til 13 ára

1204083

Framlagt minnisblað um sumarstarf fyrir börn í 5. - 7. bekk grunnskóla.  Starfið verður í 3 - 4 vikur.

Byggðarráð tekur jákvætt í erindið en óskar eftir kostnaðaráætlun fyrir verkefnið.

Samþykkt var að fela tómstundanefnd að skoða sumarverkefni fyrir yngri nemendur.

10.Umsókn um leyfi v/rallýkeppni

1204082

Framlögð umsókn Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur dags. 30.04."12 um leyfi til að nota tvo vegi sveitarfélagsins til sérleiðaaksturs í rallýkeppni 19. maí n.k.

Vegirnir sem um ræðir eru frá Syðri-Hraundal yfir í Hítardal og inn Hítardalsveg.  

Byggðarráð óskar eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs um ástand umræddra vega og hvetur leyfisveitanda til að vera í fullu samráði við land- og búfjáreigendur á svæðinu.

11.Vinnuhópur um skipulag sorphirðu

1203084

Framlögð fundargerð vinnuhóps um skipulag sorphirðu frá 29.03."12

12.Sameining þriggja fjallskilasamþykkta

1203055

Framlögð fundargerð nefndar um sameiningu fjallskilareglugerða frá 18.04.

Framlögð fundargerð nefndar um sameiningu fjallskilareglugerða frá 18.04."12.

 

Byggðarráð leggur til að útgáfu markaskráa verði frestað þar til ný fjallskilareglugerð er tilbúin.

Byggðarráð samþykkti fyrir sitt leyti drög að samþykkt fyrir yfirnefnd fjallskilamála. 

13.Fundargerðir bygginganefndar DAB

1204073

Framlögð fundargerð bygginganefndar DAB frá 25.04."12.

14.97. fundur 13. apríl

1204035

Framlögð fundargerð stjórnar Faxaflóahafna 13.04."12.

Fundi slitið - kl. 08:00.