Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

231. fundur 16. maí 2012 kl. 14:30 - 14:30 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ingibjörg Daníelsdóttir varaformaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Heimsókn formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga

1205065

Á fundinn mætti Halldór Halldórsson formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga til viðræðna um ýmis mál sem stjórn Sambandsins er með til umfjöllunar.

Ragnar Frank Kristjánsson forseti sveitarstjórnar sat fundinn meðan þessi liður var ræddur. 

2.Skilti fyrir Hjálmaklett

1204038

Framlögð tillaga að skiltum fyrir Hjálmaklett og Menntaskóla Borgarfjarðar

Framlögð tillaga að skiltum fyrir Hjálmaklett og Menntaskóla Borgarfjarðar ásamt kostnaðaráætlun.

Byggðarráð samþykkti tillöguna.  

3.Jarðvangur

1205046

Framlagt erindi frá Eyja- og Miklaholtshreppi þar sem óskað er eftir þátttöku Borgarbyggðar í verkefni um jarðvang frá Berserkjahrauni að Grábrók




Framlagt erindi frá Eyja- og Miklaholtshreppi dags. 11.04.´12 þar sem óskað er eftir þátttöku Borgarbyggðar í verkefni um jarðvang frá Berserkjahrauni að Grábrók.


Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsnefndar.

4.Bréf frá Samstarfshópi um forvarnir í Borgarbyggð.

1205040

Framlagt erindi frá Samstarfshópi um forvarnir í Borgarbyggð þar sem sveitarfélagið er hvatt til að setja skýrar reglur um útleigu félagsheimila fyrir dansleikjahald.




Framlagt erindi frá Samstarfshópi um forvarnir í Borgarbyggð þar sem sveitarfélagið er hvatt til að setja skýrar reglur um útleigu félagsheimila fyrir dansleikjahald.


Vísað til umsagnar stjórnar Borgarfjarðarstofu.

5.Fundarboð á aðalfund Háskólans á Bifröst

1205039

Framlagt fundarboð á aðalfund Háskólans á Bifröst, auk þess eru framlögð tillaga að breytingum á samþykktum skólans.

Framlagt fundarboð á aðalfund Háskólans á Bifröst sem haldinn verður 30. maí n.k., auk þess sem framlögð var tillaga að breytingum á samþykktum skólans.

Samþykkt að fresta til næsta fundar byggðarráðs að tilnefna í fulltrúaráð og stjórn skólans.

6.Bréf frá Velferðarnefnd til Byggðarráðs um skipul. öldrunrþj.

1205015

Framlagt bréf frá velferðarnefnd þar sem fram kemur umsögn nefndarinnar við skýrslu um öldrunarþjónustu í Borgarbyggð sem unnin var í tengslum við afmæli DAB.

Framlagt bréf frá velferðarnefnd Borgarbyggðar dags. 08.05.´12 þar sem fram kemur umsögn nefndarinnar við skýrslu um öldrunarþjónustu í Borgarbyggð sem unnin var í tengslum við afmæli DAB.

Samþykkt að óska eftir að fulltrúar úr velferðarnefnd ásamt félagsmálastjóra, sem hafa unnið umsögn nefndarinnar ræði mögulega samþættingu  öldrunarþjónustu við fulltrúa Dvalarheimilis aldraðra og Heilbrigðisstofnun Vesturlands.

Ákveðið að halda kynningarfund með fulltrúum úr sveitarstjórn, velferðarnefnd, eldri borgara ráði og félögum eldri borgara.

7.Ungmennahúsið Mímir

1205047

Framlagt minnisblað frá félagsmálastjóra um ungmennahúsið Mími.




Framlagt minnisblað frá félagsmálastjóra um ungmennahúsið Mími.


Samþykkt að ræða við húsráð Mímis, fulltrúa úr skólafélagi Menntaskóla Borgarfjarðar og skólameistara um málið.

8.Sumarstarf fyrir börn í 5. - 7. bekk

1205014

Framlögð kostnaðaráætlun frá fjölskyldusviði vegna sumarnámskeiða fyrir börn 10-13 ára




Framlögð kostnaðaráætlun frá fjölskyldusviði vegna sumarnámskeiða fyrir börn 10-13 ára.


Byggðarráð samþykkti kostnaðaráætlunina og verður gerður viðauki við fjárhagsáætlun ársins vegna kostnaðarins.

9.Verkefnisstjóri Borgarfjarðarstofu, drög að starfslýsingu.

1205010

Framlögð drög að starfslýsingu fyrir starf verkefnisstjóra Borgarfjarðarstofu

Framlögð drög að starfslýsingu fyrir starf verkefnisstjóra Borgarfjarðarstofu.

Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.

Geirlaug sat hjá við atkvæðagreiðslu.

10.Stefnumótun í íþrótta- og tómstundastarfi.

1205008

Framlagt erindi frá formanni UMSB þar sem óskað er eftir samstarfi um stefnumótun í íþrótta- og æskulýðsmálum

Framlagt bréf frá formanni Ungmennasambands Borgarfjarðar dags. 06.05.´12 þar sem óskað er eftir samstarfi um stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum.

Samþykkt að óska eftir upplýsingum og kynningu frá öðrum sem hafa farið svipaðar leiðir og hugmynd UMSB gengur út á.

11.Bókun frá starfsmannaf. Kleppjárnsreykjad. GB v/gamla læknisbúst.

1205006

Framlagt bréf frá starfsmannafundi Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum, en í bréfinu er sveitarstjórn hvött til að selja ekki gamla læknisbústaðinn á Kleppjárnsreykjum

Framlagt bréf frá starfsmannafundi Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum sem haldinn var 03. maí 2012, en í bréfinu er sveitarstjórn hvött til að skoða vel hvort gamli læknisbústaðurinn á Kleppjárnsreykjum nýtist ekki best í þágu skólastarfs.

Byggðarráð tók fram að búið er að afmarka 1000 fermetra lóð í kringum húsið og taka frá 3 ha af landi.

12.Afrit af bréfi til MB frá Menntamálaráðherra

1205005

Framlagt bréf frá Mennta- og menningarráðuneytinu varðandi húsleigu í Hjálmakletti.

Framlagt afrit af bréfi frá Mennta- og menningarráðuneytinu til Menntaskóla Borgarfjarðar dags. 02.05.´12 varðandi húsleigu í Hjálmakletti.

Samþykkt að óska eftir fundi með menntamálaráðherra um málið.

13.Tillaga Jóhannesar Stefánssonar um deiliskipulag á Fitjum við Engjaás

1204071

Framlögð umsögn umhverfis- og skipulagsnefndar um tillögu Jóhannesar Stefánssonar um deiliskipulag á Fitjum við Engjaás

Framlögð umsögn umhverfis- og skipulagsnefndar um tillögu Jóhannesar Stefánssonar um deiliskipulag á Fitjum við Engjaás en nefndin tekur vel í að hafist verði handa um deiliskipulag svæðisins.

Sjá bókun við lið 14 í fundargerðinni.

14.Tillaga Jóhannesar Stefánssonar um skipulag fyrir miðsvæði Borgarness

1204070

Framlögð umsögn umhverfis- og skipulagsnefndar um tillögu Jóhannesar Stefánssonar um skipulag fyrir miðsvæði Borgarness.




Framlögð umsögn umhverfis- og skipulagsnefndar um tillögu Jóhannesar Stefánssonar um skipulag fyrir miðsvæði Borgarness en nefndin tekur vel í að hafist verði handa um deiliskipulag svæðisins.


Samþykkt að vinna við skipulag miðsvæðisins verði í forgangi fram fyrir gerð skipulags á Fitjum. 


Samþykkt var að fela umhverfis- og skipulagssviði að hefjast handa við undirbúingsvinnu en kostnaður við skipulagið verður tekinn inn á fjárhagsáætlun 2013.


 

15.Reglur um náms- og kynnisferðir

1205055

Framlögð drög að reglum um náms- og kynnisferðir starfsmanna leik- og grunnskóla.

Framlögð drög að reglum um náms- og kynnisferðir starfsmanna leik- og grunnskóla.

Samþykkt að fela skrifstofustjóra að gera tillögur um breytingar á reglunum í takt við starfsmannastefnu sveitarfélagsins.

16.Hreinsunarátak 2012 - Tillaga að auglýsingu.

1205058




Framlagt erindi frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa varðandi hreinsunarátak 2012.


Samþykkt að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að auglýsa hreinsunarátak og hvetja íbúa til að taka þátt.  

17.Kostnaðarmat vegna sláttar fyrir eldri borgara

1205048

Framlagt kostnaðarmat umhverfis- og skipulagsfulltrúa á garðslætti fyrir eldri borgara, en matið er unnið með hliðsjón af því að þær reglur sem giltu fyrir árið 2010 yrðu teknar upp að nýju

Framlagt kostnaðarmat umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa á garðslætti fyrir eldri borgara, en matið er unnið með hliðsjón af því að þær reglur sem giltu fyrir árið 2009 yrðu teknar upp að nýju.  Skv kostnaðarmatinu er kostnaður ca 1,5 millj ef umfang er með svipuðu sniði og var 2009.

Tekin var fyrir tillaga Geirlaugar frá 26.04."12 um garðslátt fyrir eldri borgara.

Byggðarráð felldi tillöguna með 2 atk gegn 1 (GJ)

18.Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi - beiðni um kaup á brautarlínum

1205061

Framlagt erindi frá forstöðumanni íþróttamiðstöðva þar sem óskað er eftir aukafjárveitingu vegna kaupa á brautarlínum í sundlaugina í Borgarnesi.





Framlagt erindi frá forstöðumanni íþróttamiðstöðva þar sem óskað er eftir aukafjárveitingu vegna kaupa á brautarlínum í sundlaugina í Borgarnesi.


Samþykkt að óska eftir frekari upplýsingum um kostnað.

19.Lagfæringar á götu

1205060

Framlagt tilboð frá Borgarverki ehf. í lagfæringar á götu á Bifröst.

Framlagt tilboð frá Borgarverki ehf. í lagfæringar á götu á Bifröst.

Samþykkt að óska sem fyrst eftir fundi með Vegagerðinni til að útkljá hverjum beri að sjá um viðhald götunnar.  

20.Ályktun aðalfundar Búnaðarsamtaka Vesturlands um samræmingu á leitum og réttum.

1205002

Framlagt bréf frá Búnaðarsamtökum Vesturlands um samræmingu á leitum og réttum

Framlagt bréf frá Búnaðarsamtökum Vesturlands dags. 24.04."12 með ályktun frá aðalfundi samtakanna um samræmingu á leitum og réttum i Borgarbyggð og Dalabyggð.

Vísað til fjallskilanefndar.

21.Ályktun aðalfundar Búnaðarsamtaka Vesturlands um framlag til minka- og refaveiða

1205001

Framlagt bréf frá Búnaðarsamtökum Vesturlands þar sem skorað er á ríki og sveitarfélög að auka framlag til minka- og refaveiða.




Framlagt bréf frá Búnaðarsamtökum Vesturlands dags. 24.04.´12 með ályktun frá aðalfundi samtakanna þar sem skorað er á ríki og sveitarfélög að auka framlag til minka- og refaveiða.


Vísað til landbúnaðarnefndar.

22.Þakkir frá UMSB

1205038

Framlagt bréf frá UMSB þar sem þakkað er fyrir stuðning Borgarbyggðar við sambandið.

Framlagt bréf frá UMSB þar sem þakkað er fyrir stuðning Borgarbyggðar við sambandið.

23.Aðalfundur Veiðifélagsins Gljúfurár

1204044

Fundargerð aðalfundar Veiðifélags Gljúfurár sem haldinn var 29. apríl 2012.

Fundargerð aðalfundar Veiðifélags Gljúfurár sem haldinn var 29. apríl 2012.

Fundi slitið - kl. 14:30.