Byggðarráð Borgarbyggðar
1.Framkvæmdir í Brákarey sumarið 2012
1205084
2.Akstur í Menntaskóla Borgarfjarðar
1205070
Framlagðar niðurstöður úr könnun varðandi akstur úr dreifbýli Borgarbyggðar í Menntaskóla Borgarfjarðar.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við skólameistara Menntaskóla Borgarfjarðar um málið.
3.Erindi frá formanni fjallskilanefndar Borgarhrepps, Stafholtstungna og Norðurárdals vegna Bjarnadals.
1205078
Framlagt bréf formanns fjallskilanefndar BSN dags. 10.05.´12 varðandi nýtingu á afréttarlandi á Bjarnadal.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við formenn viðkomandi fjallskilanefnda.
4.Gæludýraeftirlit Borgarbyggðar - Staða mála í maí 2012
1205057
Sveitarstjóri greindi frá stöðu mála varðandi gæludýraeftirlit í Borgarbyggð.
Byggðarráð óskar eftir tillögu að hvernig staðið skuli að gæludýraeftirliti í Borgarbyggð ásamt kostnaðarmati.
5.Umsögn um tillögu Finnboga Leifssonar að breytingu á gjaldskrá Búfjáreftirlitsnefndar á starfssvæði 5.
1205056
Tekin fyrir tillaga Finnboga Leifssonar um breytingu á gjaldskrá Búfjáreftirlitsnefndar á starfssvæði 5.
Framlögð var umsögn umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa um tillöguna.
Byggðarráð samþykkti tillögu Finnboga.
6.Ágangur búfjár úr Borgarbyggð á Skógarströndinni
1205077
Framlagt bréf Landgræðslu- og skógræktarfélags Skógarstrandar dags. 12.04."12 varðandi ágang búfjár úr Borgarbyggð á Skógarströnd.
Vísað til fjallskilanefndar Borgarbyggðar.
7.Verkefnið Eyðibýli á Íslandi
1205081
Framlagt bréf frá félaginu Eyðibýli dags. 18.05."12 varðandi styrk við verkefnið Eyðibýli á Íslandi.
Vísað til Borgarfjarðarstofu.
8.Tilnefning í vinnuhóp um málefni fatlaðra á Vesturlandi.
1205085
Framlagt erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi þar sem óskað er eftir tilnefningu í vinnuhóp um málefni fatlaðra á Vesturlandi.
Samþykkt að Ingibjörg Daníelsdóttir verði fulltrúi Borgarbyggðar í vinnuhópnum.
9.Reglur um styrki vegna náms- og kynnisferða
1205083
Framlögð drög að reglum um styrki vegna náms- og kynnisferða starfsmanna Borgarbyggðar.
Byggðarráð samþykkti drögin með þeim breytingum að styrkirnir séu bæði fyrir ferðir erlendis og innanlands.
10.Niðurfelling vega af vegaskrá
1205073
Framlagt bréf frá Vegagerðinni dags. 16.05."12 þar sem tilkynnt er um niðurfellingu vega af vegaskrá innan þéttbýlismarka í samræmi við ný vegalög.
Samþykkt að óska eftir fundi með svæðisstjóra norð-vestur svæðis Vegagerðarinnar um málið.
11.Fundarboð á aðalfund Háskólans á Bifröst
1205039
Samþykkt að tilnefna Bjarka Þorsteinsson í stjórn Háskólans á Bifröst og Sigríði G. Bjarnadóttur til vara.
Samþykkt að tilnefna Jónínu Ernu Arnardóttur, Ragnar Frank Kristjánsson og Erlu Stefánsdóttur í fulltrúaráð og Jóhannes F. Stefánsson til vara.
12.Skipulagsskrá fyrir minningarsjóð hjónanna Jóns Guðmanns Geirssonar og Gróu Gísladóttur.
1205087
Framlögð skipulagsskrá fyrir Minningarsjóð Jóns Guðmanns Geirssonar og Gróu Gísladóttur.
Samþykkt var að leggja sjóðinn niður og þeir fjármunir sem til eru í sjóðnum skuli renna til byggingar hesthúss við gangnamannaskála Þverhlíðinga.
13.Skipulagsskrá fyrir Minningarsjóð Björns Ólafssonar
1205088
Framlögð skipulagsskrá Minningarsjóðs Björn Ólafssonar bónda á Stafholtsveggjum í Stafholtstungum.
Samþykkt var að leggja sjóðinn niður og þeir fjármunir sem til eru í sjóðnum skuli renna til Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi.
14.Gangstétt við Arnarflöt á Hvanneyri
1205089
Framlagt bréf frá Hildi Traustadóttur og Ara Ingimundarsyni dags. 30.04."12 vegna frágangs á gangstétt við Arnarflöt á Hvanneyri.
Samþykkt að óska eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs um erindið og mat á kostnaði.
15.Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi - beiðni um kaup á brautarlínum
1205061
Framlagt erindi forstöðumanns íþróttamannvirkja um kaup á brautarlínum í sundlaugina í Borgarnesi.
Samþykkt að heimila kaup á brautarlínum.
16.Stofnun 7,24 ha lóðar úr landi Munaðarness.
1205090
Framlögð beiðni Guðrúnar Soffíu Karlsdóttur um stofnun 7,24 ha lóðar út úr landi Munaðarness landnr. 134915. Heiti nýrrar lóðar er Orlofsheimili BSRB.
Byggðarráð samþykkti að lóðin verði stofnuð.
17.Stofnun 1,34 ha lóðar úr landi Munaðarness
1205091
Framlögð beiðni Guðrúnar Soffíu Karlsdóttur um stofnun 1,34 ha lóðar úr landi Munaðarness landnr. 134915. Heiti nýrrar lóðar er Orlofsheimili BSRB.
Byggðarráð samþykkti að lóðin verði stofnuð.
18.Yfirlit yfir rekstur Borgarbyggðar fyrstu fjóra mánuði ársins 2012
1205086
Á fundinn mætti Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi og lagði fram yfirlit yfir rekstur Borgarbyggðar fyrstu fjóra mánuði ársins 2012.
Samþykkt að óska eftir frekari skýringum frá forstöðumönnum stofnana varðandi frávik frá áætlun.
19.Ársskýrsla Menningarráðs 2011
1205071
20.Fundargerð 6. aðalfundar MV 2012
1205072
Framlögð fundargerð aðalfundar Menningarráðs Vesturlands ásamt fundargerðum frá stjórnarfundum.
21.Aðalfundur Landskerfis bókasafna 2012
1205044
Framlagt fundarboð á aðalfund Landskerfis bókasafna 2012.
22.Dómur Héraðsdóms varðandi lán
1205119
Framlagður dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli Borgarbyggðar gegn Arion-banka hf varðandi útreikning á eftirstöðvum láns.
23.Fundargerð stjórnar 11. maí
1205069
Framlögð fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi frá 11. maí 2012.
24.98.fundur 11.maí fundargerð.
1205063
Framlögð fundargerð frá 98. fundi stjórnar Faxaflóahafna sem haldinn var 11. maí 2012.
Fundi slitið - kl. 08:00.
Á fundinn mætti Guðmundur Eiríksson frá Faxaflóahöfnum og kynnti fyrirhugaðar framkvæmdir félagsins í Brákarey í sumar.
Byggðarráð samþykkti að fela umhverfis- og skipulagssviði að gera fyrir næsta fund byggðarráðs tillögu að aðgerðaráætlun fyrir umhverfisátak í Brákarey.