Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

237. fundur 12. júlí 2012 kl. 10:00 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ingibjörg Daníelsdóttir varaformaður
  • Finnbogi Leifsson aðalmaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
  • Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Útboð á skólaakstri og akstri í tómstundastarf

1207014

Rætt um tilboð í skólaakstur og tómstundastarf í Borgarbyggð 2012 - 2016.
Rætt um tilboð í skólaakstur og tómstundastarf í Borgarbyggð 2012 - 2016.

Finnbogi lagði fram svohljóðandi tillögu:
"Undirritaður leggur til að í ljósi stöðu mála vegna útboðs á skólaakstri verði öllum tilboðum hafnað.
Leitað verði samninga við þá skólabílstjóra sem ekið hafa skv. útboði 2010 til eins árs."

Tillagan var felld með 2 atkv (BBÞ, ID) gegn 1 (FL)

Bjarki lagði til að í ljósi framlagðra gagna og umsagna frá Juris lögfræðistofu verði tekið tilboði frá lægstbjóðendum.

Tillagan var samþykkt með 2 atkv (BBÞ, ID), FL sat hjá.

Samþykkt var með 2 atkv (FL sat hjá) að fela starfsmönnum að tilkynna lægstbjóðendum að Borgarbyggð hyggist ganga til samninga við þá á grundvelli tilboða þeirra. Endanlegt samþykki Borgarbyggðar á tilboðunum næst ekki á tilskyldum tíma vegna kæru á útboðinu og meðferðar kærunnar hjá Kærunefnd útboðsmála og verður því óskað eftir að lægstbjóðendur framlengi gildistíma tilboða sinna um 14 sólarhringa.

Fundi slitið - kl. 10:00.