Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

238. fundur 19. júlí 2012 kl. 13:00 - 13:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ingibjörg Daníelsdóttir varaformaður
  • Finnbogi Leifsson aðalmaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
  • Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Kærunefnd útboðsmála - kæra á útboði á skólaakstri

1207016

Niðurstaða Kærunefndar útboðsmála á kröfu Davíðs Ólafssonar og Einar S. Traustasonar á að samningsgerð vegna skólaakstursútboðs verði stöðvuð.
Nefnin hafnar kröfunni m.a. vegna þess að kærufrestur var liðinn.
Framlögð niðurstaða Kærunefndar útboðsmála dags. 09.07.12 á kröfu Davíðs Ólafssonar og Einars S. Traustasonar á samningsgerð vegna útboðs Borgarbyggðar á skólaakstri og akstri í tómstundastarf verði stöðvuð.
Nefndin hafnar kröfunni m.a. vegna þess að kærufrestur var liðinn.

2.Kærunefnd útboðsmála - kæra á útboði á skólaakstri

1207021

Framlagt bréf Kærunefndar útboðsmála vegna kæru Sturlu Stefánssonar á útboði á skólaakstri.
Framlögð kæra Lex lögmannsstofu f.h. Sturlu Stefánssonar til Kærunefndar útboðsmála dags. 16.07.12 þar sem kærð er ákvörðun Borgarbyggðar að ganga til samninga við Jónas Þorkelsson um leið nr. 1 í framhaldi af útboði á skólaakstri og akstri í tómstundastarf í Borgarbyggð.
Einnig er þess krafist að samningsgerð verði stöðvuð þar til endanlega hefur verið leyst úr kærunni.

Byggðarráð samþykkti að stöðva vinnu um stundarsakir við samningsgerð í tengslum við útboðið þar til ákvörðun Kærunefndar útboðsmála varðandi stöðvunarkröfuna liggur fyrir.
Byggðarráð leggur hins vegar mikla áherslu á að afgreiðslu nefndarinnar verði hraðað svo sem kostur er.

Samþykkt að fela Juris lögfræðistofu að taka saman greinargerð vegna málsins.

3.Kærunefnd útboðsmála - kæra á útboði á skólaakstri

1207022

Framlagt bréf Kærunefndar útboðsmála vegna kæru Sigurðar Inga Þorsteinssonar á útboði á skólaakstri.
Framlagt bréf Kærunefndar útboðsmála dags. 16.07.12 ásamt kæru Sigurðar Inga Þorsteinssonar á útboði á skólaakstri og akstri í tómstundastarf í Borgarbyggð.
Kærandi krefst stöðvunar útboðs/samningsgerðar á meðan unnið er úr kærunni.

Byggðarráð samþykkti að stöðva vinnu um stundarsakir við samningsgerð í tengslum við útboðið þar til ákvörðun Kærunefndar útboðsmála varðandi stöðvunarkröfuna liggur fyrir.
Byggðarráð leggur hins vegar mikla áherslu á að afgreiðslu nefndarinnar verði hraðað svo sem kostur er.

Samþykkt að fela Juris lögfræðistofu að taka saman greinargerð vegna málsins.

4.Kvörtun um ólögmætt samráð í tengslum við skólaakstursútboð

1207018

Framlögð kvörtun sem Samkeppnisstofnun barst um ólögmætt samráð í tengslum við útboð á skólaakstri og akstri í tómstundastarf.
Framlagt bréf Samkeppnisstofnunar dags. 11.07.12 þar sem farið er fram á umsögn Borgarbyggðar vegna kvörtunar um ólögmætt samráð í tengslum við útboð á skólaakstri og akstri í tómstundastarf.

Samþykkt að fela Juris lögfræðistofu að taka saman greinargerð vegna málsins.

5.Stefnumótun í íþrótta- og tómstundastarfi.

1205008

Skipa þarf fulltrúa í nefnd til að vinna með UMSB að stefnumótun í íþrótta- og æskulýðsmálum.
Samþykkt var að skipa Sigríði G. Bjarnadóttur, Jónínu Ernu Arnardóttur og Pál S. Brynjarsson fulltrúa Borgarbyggðar í nefnd til að vinna með Ungmennasambandi Borgarfjarðar að stefnumótun í íþrótta- og æskulýðsmálum.

Ásthildur vék af fundi.
Björn Bjarki vék af fundi og tók Dagbjartur Arilíusson sæti hans á fundinum.

6.Rétt í Skorradal

1207009

Framlagt erindi frá Skorradalshreppi þar sem farið er fram á að Borgarbyggð tilnefni fulltrúa í framkvæmdanefnd vegna byggingar Hreppsréttar
Framlagt bréf Skorradalshrepps dags. 05.07.12 varðandi byggingu nýrrar réttar að Horni í Skorradal. Farið er fram á að Borgarbyggð skipi fulltrúa í nefnd til að sjá um framkvæmdir við réttina.

Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við oddvita Skorradalshrepps um erindið.

7.Hesthús við Lónaborg

1207001

Kristján F. Axelsson formaður afréttarnefndar Þverárréttarupprekstrar mun ekki koma á fundinn eins og til stóð en upplýsingar frá honum verða líklega komnar fyrir fundinn.
Rætt um hesthúsbyggingu við Lónaborg.

Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við formann afréttarnefndar Þverárréttarupprekstrar um málið.

8.Yfirlit yfir kostnað sveitarfélagsins vegna refa- og minkaveiða árið 2012

1207020

Framlagt bréf Bjargar Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa varðandi kostnað við refa- og minkaveiði á þessu ári.
Óskað var eftir þessu vegna beiðni Rúnars og Ingu á Þverfelli um aukafjárveitingu vegna refaveiði.
Framlagt bréf Bjargar Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa dags. 13.07.12 þar sem gerð er grein fyrir kostnaði Borgarbyggðar við refa- og minkaveiði það sem af er á árinu 2012.

Rætt um beiðni Rúnars Hálfdánarsonar og Ingu Helgu Björnsdóttur á Þverfelli um aukafjárveitingu til refaveiði.
Byggðarráð getur ekki orðið við beiðninni.

9.Gæludýraeftirlit á Íslandi.

1207019

Framlögð gögn frá Björg Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa varðandi gæludýraeftirlit.
Á fundi byggðarráðs var m.a. óskað eftir þessum upplýsingum.
Ítrekuð er beiðni um ráðningu eftirlitsmanns.
Framlagt bréf Bjargar Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa dags. 13.07.12 með upplýsingum um kostnað og tekjur sveitarfélaga vegna gæludýraeftirlits.

Samþykkt að sameina störf gæludýraeftirlitsmanna í Borgarbyggð í eitt starf og var umhverfis- og skipulagssviði heimilað að ráða í 50% starf gæludýraeftirlitsmanns.

10.Flutningur á fé í afrétt Andkílinga og Lunddælinga

1206068

Bréf Óskars Halldórssonar vegna flutnings fjár á Oddsstaðaafrétt.
Framlagt bréf Óskars Halldórssonar dags. 09.07.12 varðandi flutning fjár í afrétt Andkílinga og Lunddælinga

11.Umsókn um stofnun lóðar

1207024

Umsókn um stofnun lóðar úr landi Stóru-Grafar skv. teikningu Landlína. Lóin er 1,16 ha að stærð.
Framlögð umsókn Ásthildar Sigurðardóttur um stofnun 1,16 ha lóðar úr landi Stóru-Grafar í Borgarbyggð.

Byggðarráð samþykkti að lóðin verði stofnuð.

12.Fundargerðir bygginganefndar í júní-júlí

1207010

Framlagðar fundargerðir byggingarnefndar hjúkrunarálmu við DAB dags. 20.06., 27.06. og 04.07.
Framlagðar fundargerðir bygginganefndar hjúkrunarálmu við Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi dags. 20.06.12, 27.06.12 og 04.07.12.

Byggðarráð óskar heimilisfólki, starfsfólki og stjórn Brákarhlíðar til hamingju með nýja og glæsilega hjúkrunarálmu.

Byggðarráð leggur áherslu á að lokaúttekt á framkvæmdum fari fram sem fyrst.

13.Oddstaðarétt

1207025

Finnbogi ræddi um byggingu Oddstaðaréttar.
Samþykkt að óska eftir yfirliti um stöðu og frekari framkvæmdir.

14.Fundargerð 798. fundar 29. júní 2012

1207003

Framlögð fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29.06. 2012
Framlögð fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 29.06.12.

15.Fundargerð stjórnarfundar SSV 11.maí 2012

1206052

Framlögð fundargerð stjórnar SSV frá 11. maí 2012.
Framlögð fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi dags. 11.05.12.

Fundi slitið - kl. 13:00.