Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

239. fundur 02. ágúst 2012 kl. 08:00 - 08:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ingibjörg Daníelsdóttir varaformaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Finnbogi Leifsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
Dagskrá

1.Kærunefnd útboðsmála - kæra á útboði á skólaakstri

1207021

Framlögð niðurstaða kærunefndar útboðsmála vegna kæru Sturlu Stefánssonar á útboði á skólaakstri í Borgarbyggð
Framlögð niðurstaða kærunefndar útboðsmála vegna stöðvunarkröfu Sturlu Stefánssonar á innkauparferli Borgarbyggðar vegna útboðs á skólaakstri. Kærunefnd hafnaði stöðvunarkröfunni.

2.Kærunefnd útboðsmála - kæra á útboði á skólaakstri

1207022

Framlögð niðurstaða kærunefndar útboðsmála vegna stöðvunarkröfu Sigurður Inga Þorsteinssonar á innkaupaferli Borgarbyggðar vegna útboðs á skólaakstri.
Framlögð niðurstaða kærunefndar útboðsmála vegna stöðvunarkröfu Sigurðar Inga Þorsteinssonar á innkaupaferli Borgarbyggðar vegna útboðs á skólaakstri. Kærunefnd hafnaði stöðvunarkröfunni.

3.Kærunefnd útboðsmála - Grund

1207028

Framlagður úrskurður Kærunefndar útboðsmála vegna stöðvunarkröfu Grundar ehf. á innkaupaferli borgarbyggðar vegna útboðs á skólaakstri.
Framlagður úrskurður Kærunefndar útboðsmála vegna stöðvunarkröfu Grundar ehf. á innkaupaferli Borgarbyggðar vegna útboðs á skólaakstri. Kærunefnd hafnaði stöðvunarkröfunni.

4.Samningar um skólaakstur fyrir tímabilið 2012-2016.

1207037

Framlagðir samningar um skólaakstur við Grunnskólann í Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar fyrir tímabilið 1. ágúst 2012 til 1. júlí 2016.
Framlagðir samningar um skólaakstur við Grunnskólann í Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar fyrir tímabilið 1. ágúst 2012 til 1. júlí 2016. Samningar voru samþykktir með tveimur atvkæðum. Finnbogi Leifsson sat hjá.

5.Erindi vegna vöktunar á sorpurðunarstaðnum við Bjarnhóla.

1207027

Framlagt bréf frá Borgarverki vegna vöktunar á sorpurðunarstaðnum við Bjarnhóla í Borgarbyggð.
Framlagt bréf frá Borgarverki vegna vöktunar á sorpurðunarstaðnum við Bjarnhóla í Borgarbyggð. Byggðarráð samþykkti að á meðan svæðið er í skipulagsferli verði ekki samið við verktaka um vöktun. Sveitarstjóra falið að svara bréfritara.

6.Endurskoðuð tillaga mennta- og menningarráðuneytisins að húsnæðisframlagi fyrir MB.

1207032

Framlögð endurskoðuð tillaga mennta- og menningarráðuneytis vegna húsaleigu í Hjálmakletti
Framlögð endurskoðuð tillaga mennta- og menningarráðuneytis vegna húsnæðisframlags til Menntaskóla Borgarfjarðar. Sveitarstjóra falið að funda með fulltrúum mennta- og menningarráðuneytisins um tillöguna.

7.Hækkun á kennslukvóta fyrir skólaárið 2012-2013

1207033

Framlagt erindi frá skólastjóra Gunnskóla Borgarfjarðar þar sem óskað er eftir hækkun á kennslukvóta fyrir skólaárið 2012-2013 vegna fjölgunar nemenda.
Framlagt erindi frá skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar þar sem óskað er eftir hækkun á kennslukvóta fyrir skólaárið 2012-2013 vegna fjölgunar nemenda. Byggðarráð óskar eftir frekari gögnum varðandi máli.

8.Borgarbraut 57-59

1207034

Á fundinn koma Óli Jón Gunnarsson og Bergþór Ólason frá Loftorku til viðræðna um lóðina að Borgarbraut 59 og fasteignina að Borgarbraut 57.
Á fundinn komu Óli Jón Gunnarsson og Bergþór Ólason frá Loftorku til umræðna um lóðina að Borgarbraut 59 og fasteignina að Borgarbraut 57.

9.Tjaldsvæðið við Granastaði

1207035

Á fundinn mætir Gylfi Árnason til viðræðna um rekstur tjaldssvæðisins á Granastöðum.
Á fundinn mætti Gylfi Árnason frá Tourist online til viðræðna um rekstur tjaldsvæðisins á Granastöðum. Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að kynna málið fyrir umhverfis- og skipulagsnefnd Borgarbyggðar.

10.Athugsemdir við rotþróahreinsun

1207036

Framlagt bréf frá Stefáni Magnússyni þar sem gerðar eru athugasemdir við losun rotþróar við Melabyggð í Reykholtsdal
Framlagt bréf frá Stefáni Magnússyni þar sem gerðar eru athugasemdir við losun rotþróar við Melabyggð í Reykholtsdal. Sveitarstjóra falið að ræða við verktaka og svara bréfritara.

11.Beiðni um stofnun nýrrar lóðar úr landi Bjargs 2 í Borgarbyggð

1207038

Framlagt erindi frá Vegagerðinni þar sem óskað er eftir að stofnun 1600 fm lóðar úr landi Bjargs 2 í Borgarbyggð undir vegsvæði.
Framlagt erindi frá Vegagerðinni þar sem óskað er eftir að stofna 1600 fm lóð úr landi Bjargs 2 í Borgarbyggð undir vegsvæði. Byggðarráð samþykkti erindið.

12.Stofnun lóða úr landi Ánastaða-Miklagarðs.

1207039

Framlagt erindi frá Elísabetu Pálsdóttur þar sem hún óskar eftir að stofna tvær lóðir úr landi Ánastaða-Miklagarðs í Borgarbyggð. Önnur lóðin mun bera heitið Sel og er 12,6 ha, en hin lóðin ber heitið Ásgarður og er 33,5 ha.
Framlagt erindi frá Elísabetu Pálsdóttur þar sem hún óskar eftir að stofna tvær lóðir úr landi Ánastaða-Miklagarðs í Borgarbyggð. Önnur lóðin mun bera heitið Sel og er 12,6 ha, en hin lóðin ber heitið Ásgarður og er 33,5 ha.
Byggðarráð samþykkti að vísa erindinu til umhverfis- og skipulagsnefndar.

13.Sauðfjárveikivarnarlína í landi Gilsbakka í Borgarbyggð.

1206046

Rætt um girðingu á landamerkjum Gilsbakka og afréttarlands Borgarbyggð, sem áður þjónaði sem sauðfjárveikivarnarlína.
Rætt um girðingu á landamerkjum Gilsbakka og afréttarlands Borgarbyggðar sem áður þjónaði sem sauðfjárveikivarnarlína. Borgarbyggð hefur ekki borist svar frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu við kröfu um kostnaðarþátttöku ríkisins. Byggðarráð samþykkti að vísa erindi landeigenda til vinnu við fjárhagsáætlun.

14.Hesthús við Lónaborg

1207001

Rætt um byggingu hesthúss við Lónaborg á afrétti Þverhlíðinga.
Rætt um byggingu hesthúss við Lónaborg á afrétti Þverhlíðinga. Byggðarráð samþykkti að veita kr. 800.000 til byggingar hesthússins, til viðbótar við þau 1.200.000 sem voru í fjárhagsáætlun ársins. Fjárveitingin verður viðauki við framkvæmdakostnað sveitarfélagsins á árinu 2012.

15.Símaþjónusta og nettengingar

1207041

Rætt um símaþjónustu og nettengingar og mögulegar leiðir til að auka hagræði í þessum rekstarþáttum.
Rætt um símaþjónustu og nettengingar og mögulegar leiðir til að auka hagræði í þessum rekstrarþáttum. Byggðarráð samþykkti að óska eftir minnisblaði frá innkauparáði varðandi innkaup sveitarfélagsins á áðurnefndri þjónustu.

16.Undanþága frá reglugerð um sundlaugar

1207042

Rætt um rekstur sundlauga Borgarbyggðar á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi og möguleika á því að fá undanþágu frá þeim hluta 11.gr. reglugerðar um sundstaði er varðar fjölda starfsmanna við sundalaugarnar.
Rætt um rekstur sundlauga Borgarbyggðar á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi og möguleika á því að fá undanþágu frá þeim hluta 11.gr. reglugerðar um sundstaði er varðar fjölda starfsmanna við sundalaugarnar. Byggðarráði samþykkti að fela sveitarstjóra að óska eftir undanþágunni.

17.Takmarkanir á akstri um Uxahryggjaveg

1207043

Rætt um takmarkanir á akstri í gegnum þjóðgarðinni á Þingvöllum, sem er hluti af veginum um Uxahryggi, en nýverið var umferð stærri bíla en 10 tonn bönnuð á Uxahryggjaleið um Þingvelli.
Rætt um takmarkanir á akstri í gegnum þjóðgarðinni á Þingvöllum, sem er hluti af veginum um Uxahryggi, en nýverið var umferð stærri bíla en 10 tonn bönnuð á Uxahryggjaleið um Þingvelli. Sveitarstjóra falið að koma á framfæri athugasemdum við Vegagerðina varðandi þessar takmarkanir.

Fundi slitið - kl. 08:00.