Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Afmörkun miðsvæðis Borgarness vegna deiliskipulags
1209073
Á fundi sveitarstjórnar 13. sept var þessu máli vísað til byggðarráðs.
2.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2012
1209067
Framlagt fundarboð á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin verður í Reykjavík 27. og 28. september n.k.
Framlagt fundarboð á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin verður í Reykjavík 27. og 28. september n.k.
Samþykkt að fjórir fulltrúar úr sveitarstjórn fari á ráðstefnuna af hálfu Borgarbyggðar auk embættismanna.
Samþykkt að fjórir fulltrúar úr sveitarstjórn fari á ráðstefnuna af hálfu Borgarbyggðar auk embættismanna.
3.Jafnréttismál
1209074
Á fundi sveitarstjórnar 13. september var vísað til byggðarráðs skýrslu félagsmálastjóra um stöðu og þróun jafnréttismála í Borgarbyggð.
Framlögð ný skýrsla félagsmálastjóra um stöðu og þróun jafnréttismála og skýrsla um launamun kynjanna hjá Borgarbyggð frá árinu 2011.
Samþykkt að óska eftir að velferðarnefnd og félagsmálastjóri taki saman nýjar upplýsingar um stöðu mála varðandi mismun á launakjörum kynjanna hjá Borgarbyggð.
Samþykkt að óska eftir að velferðarnefnd og félagsmálastjóri taki saman nýjar upplýsingar um stöðu mála varðandi mismun á launakjörum kynjanna hjá Borgarbyggð.
4.Markaðsstofa Vesturlands
1209048
Á fundi sveitarstjórnar 13. september var vísað til byggðarráðs erindi Markaðsstofu Vesturalnds um hækkað framlag.
Framlögð var beiðni Markaðsstofu Vesturlands um hækkun á framlagi sveitarfélaga til stofunnar.
Beiðnin er til umfjöllunar í Borgarfjarðarstofu.
Beiðnin er til umfjöllunar í Borgarfjarðarstofu.
5.Menningarráð Vesturlands - fjárhagsáætlun 2013 og fundargerðir.
1209053
Framlögð tillaga að fjárhagsáætlun Menningarráðs Vesturlands 2013 ásamt fundargerðum Menningarráðsins
Framlögð tillaga að fjárhagsáætlun Menningarráðs Vesturlands 2013 ásamt fundargerðum Menningarráðsins frá 28. mars, 25. júní og 03. sept 2012.
Samþykkt að óska eftir að formaður og framkvæmdastjóri komi á fund byggðarráðs til að ræða fjárhagsáætlunina.
Samþykkt að óska eftir að formaður og framkvæmdastjóri komi á fund byggðarráðs til að ræða fjárhagsáætlunina.
6.Orkuveita Reykjavíkur - framvinduskýrsla
1209071
Framlögð stöðuskýrsla um Planið - aðgerðaráætlun Orkuveitu Reykjavíkur - fyrir fyrri helming ársins 2012.
Framlögð stöðuskýrsla Orkuveitu Reykjavíkur um aðgerðaráætlun fyrirtækisins sem hófst snemma árs 2011.
7.Framlag til fjallskilanefndar Kolbeinsstaðahrepps
1209065
Framlagt erindi frá Fjallskilsnefnd Kolbeinsstaðarhrepps þar sem óskað er eftir fjárveitingu til nefndarinnar vegna viðhalds á Mýradalsrétt.
Framlagt erindi frá Fjallskilsnefnd Kolbeinsstaðarhrepps þar sem óskað er eftir fjárveitingu til nefndarinnar.
Byggðarráð samþykkti að veita kr. 180.000 til fjallskilasjóðsins.
Byggðarráð samþykkti að veita kr. 180.000 til fjallskilasjóðsins.
8.Skólaakstur við Grunnskólann í Borgarnesi
1209078
Framlagt minnisblað frá skólastjóra Grunnskólans í Borgarnesi um skólaakstur í Borgarnesi, en nemendum sem nýta sér skólaakstur hefur fjölgað nokkuð á milli skólaára.
Framlagt minnisblað frá skólastjóra Grunnskólans í Borgarnesi um skólaakstur í Borgarnesi, en nemendum sem nýta sér skólaakstur hefur fjölgað nokkuð á milli skólaára.
Byggðarráð óskar eftir tillögu frá skólastjóra um úrlausn málsins.
Byggðarráð óskar eftir tillögu frá skólastjóra um úrlausn málsins.
9.Jarðvangur
1205046
Framlagt bréf frá Guðrún Jónsdóttur arkitekt f.h. vinnuhóps um stofnun jarðvangs á Snæfellsnesi og í Borgarbyggð.
Framlagt bréf frá Guðrún Jónsdóttur arkitekt f.h. vinnuhóps um stofnun jarðvangs á Snæfellsnesi og í Borgarbyggð.
Boðað er til undirbúningsfundar 3. október n.k.
Boðað er til undirbúningsfundar 3. október n.k.
10.Saga jarðvangur
1209079
Framlagt erindi frá Saga-jarðvangi í Húsafelli, en óskað er eftir fjárstuðningi frá Borgarbyggð til að hefja undirbúningsvinnu að stofnun jarðvagnsins.
Framlagt erindi frá Saga-jarðvangi í uppsveitum Borgarfjarðar, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi frá Borgarbyggð til að hefja undirbúningsvinnu að stofnun jarðvangsins.
Vísað til umfjöllunar í umhverfis- og skipulagsnefnd og Borgarfjarðarstofu.
Vísað til umfjöllunar í umhverfis- og skipulagsnefnd og Borgarfjarðarstofu.
11.Fjárhagsáætlun 2013
1209010
Rætt um vinnu við fjárhagsáætlun 2013
Rætt um vinnu við fjárhagsáætlun 2013.
Lögð var fram tímaáætlun um vinnuna.
Farið var yfir tímasetningar fyrir heimsóknir byggðarráðs í stofnanir sveitarfélagsins og stefnt á að fyrsta heimsókn verði 2. október n.k.
Lögð var fram tímaáætlun um vinnuna.
Farið var yfir tímasetningar fyrir heimsóknir byggðarráðs í stofnanir sveitarfélagsins og stefnt á að fyrsta heimsókn verði 2. október n.k.
12.Breytingar á framkvæmaáætlun 2012
1209081
Framlögð tillaga frá umhverfis- og skipulagssviði um breytingar á framkvæmdaáætlun Borgarbyggðar. Breytingin felur í sér tilfærslu á fjármangi úr nýframkvæmdum í viðhald gatna.
Framlögð tillaga frá umhverfis- og skipulagssviði um breytingar á framkvæmdaáætlun Borgarbyggðar. Breytingin felur í sér tilfærslu á fjármangi að upphæð 2 millj kr. frá nýframkvæmdum í viðhald gatna.
Byggðarráð samþykkti tillöguna.
Byggðarráð samþykkti tillöguna.
13.Skipan fulltrúa í byggingarnefnd Brákarhlíðar
1209080
Framlagt erindi frá Brákarhlíð þar sem óskað er eftir að Borgarbyggð skipi áheyrnarfulltrúa í byggarnefnd vegna endurbóta á eldra húsnæði heimilisins.
Framlagt erindi frá byggingarnefnd vegna endurbóta á húsakosti Brákarhlíðar, hjúkrunar- og dvalarheimilis, þar sem óskað er eftir að Borgarbyggð skipi áheyrnarfulltrúa í byggingarnefnd meðan að á endurbótum stendur.
Samþykkt að Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs verði fulltrúi Borgarbyggðar í nefndinni.
Samþykkt að Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs verði fulltrúi Borgarbyggðar í nefndinni.
14.Fundargerðir bygginganefndar Brákarhlíðar
1209037
Framlagðar fundargerðir byggingarnefndar Brákarhlíðar frá 11. júlí, 18. júlí, 22. ágúst, 29. ágúst og 05. september.
Framlagðar fundargerðir byggingarnefndar Brákarhlíðar frá 11. júlí, 18. júlí, 22. ágúst, 29. ágúst og 05. september 2012.
15.Samband íslenskra sveitarfélaga - 799. stjórnarfundur
1209068
Framlögð fundargerð 799. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 07.09."12
Framlögð fundargerð 799. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 07.09. 2012
Fundi slitið - kl. 08:00.
Byggðarráð fagnar að umhverfis- og skipulagsnefnd sé farin af stað með vinnu við deiliskipulag miðsvæðisins og fer fram á að nefndin vinni áfram með skipulagið og óskar eftir tillögum um frekari útfærslu og verklag til afgreiðslu í byggðarráði.