Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

247. fundur 18. október 2012 kl. 08:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ingibjörg Daníelsdóttir varaformaður
  • Finnbogi Leifsson aðalmaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Oddstaðarétt

1210084

Framlagt erindi frá afréttarnefnd Oddstaðaafréttar þar sem óskað er eftir heimild til að rífa hluta af réttinni, auk þess sem farið er fram á fjárveitingu á árinu 2013 til þess að endurbæta réttina.
Framlagt erindi frá fjallskilanefnd Oddstaðaréttar þar sem óskað er eftir heimild til að rífa hluta af réttinni, auk þess sem farið er fram á fjárveitingu á árinu 2013 til þess að endurbæta réttina.
Byggðarráð samþykkti að óska eftir hugmyndum fjallskilanefndarinnar varðandi áframhaldandi uppbyggingu Oddsstaðaréttar.

2.Bréf til byggðarráðs v/Oddsstaðaréttar

1210063

Framlagt bréf Sigurðar og Guðbjargar á Oddsstöðum þar sem þau telja að hluti Oddstaðaréttar sé hættulegur og skuli rífa.
Framlagt bréf Sigurðar og Guðbjargar á Oddsstöðum dags. 11.10."12 þar sem þau benda á að hluti Oddstaðaréttar sé hættulegur og hann þurfi að rífa.

3.Ályktun frá starfsmannafundi Grunnskólans í Borgarnesi

1210066

Ályktun til byggðarráðs frá starfsmannafundi Grunnskólans í Borgarnesi
Framlögð ályktun starfsmannafundar Grunnskólans í Borgarnesi til byggðarráðs varðandi skólaakstur í Borgarnesi.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að kanna lögmæti þess að aldurstakmörk í starfsmannastefnu sveitarfélagsins gildi einnig um bílstjóra við skólaakstur.

4.Borgarnes 150 ára

1209013

Sveitarstjórn vísaði málinu til umfjöllunar í byggðarráði
Rætt um ritun sögu Borgarness í tengslum við 150 ára verslunarafmæli staðarins.
Samþykkt að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera tillögu að verkáætlun.

5.Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.

1210059

Framlagt bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga dags. 08.10."12 varðandi fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga.
Samþykkt að óska eftir fundi með starfsmanni nefndarinnar.

6.Erindi OpenStreetMap

1209070

Framlagt erindi frá OpenStreetMap dags. 06.09.´12 varðandi aðgang að gögnum sveitarfélagsins til að birta á heimasíðu félagsins.
Byggðarráð tók jákvætt í erindið og var umhverfis- og skipulagssviði falið að vera í sambandi við bréfritara.

Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs sat fundinn meðan að liðir 6 og 7 voru ræddir.

7.Flokkun vega þeirra sveitarfélaga sem land eiga innan miðhálendislínunnar

1105084

Bréf Umhverfisstofnunar þar sem sveitarfélög er minnt á skil vegna flokkunar vega á miðhálendinu.
Sveitarstjórn vísaði erindinu til byggðarráðs.
Rætt um bréf Umhverfisstofnunar þar sem sveitarfélög eru minnt á skil vegna flokkunar vega á miðhálendinu.
Sveitarstjórn vísaði erindinu til umfjöllunar í byggðarráði.
Byggðarráð samþykkti að óska eftir stuðningi Umhverfisráðuneytisins við þetta verkefni.

8.Fundargerð vinnuhóps um breytingar á skipulagi sorphirðu.

1210004

Framlögð skýrsla vinnuhóps um skipulag sorphirðu í Borgarbyggð.
Lögð fram fundargerð vinnuhóps um breytingar á skipulagi sorphirðu dags. 25.09."12 ásamt drögum að skýrslu nefndarinnar.
Samþykkt að óska eftir að vinnuhópurinn kynni skýrsluna fyrir sveitarstjórn og umhverfis- og skipulagsnefnd strax og hún er tilbúin.

9.Jafnréttismál

1209074

Sveitarstjórn vísað þessu máli aftur til umfjöllunar í byggðarráði eftir að það hafði verið rætt í velferðarnefnd.
Á fundi sveitarstjórnar var þessu erindi vísað til umfjöllunar í byggðarráði en það hafði áður verið rætt í velferðarnefnd.
Samþykkt að óska eftir að velferðarnefnd taki saman upplýsingar um þær aðgerðir sem sveitarfélög hafa gripið til, til að jafna launamun kynjanna.

10.Snorrastofa skipulagsskrá

1210033

Tillaga að breytingu á skipulagsskrár Snorrastofu.
Sveitarstjórn vísað málinu til umfjöllunar í byggðarráði.
Rætt um tillögu að breytingu á skipulagsskrá Snorrastofu en sveitarstjórn vísaði erindinu til umfjöllunar í byggðarráði.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera tillögu að umsögn Borgarbyggðar um breytingarnar.

11.Styrkur sveitarfélaga til tækjakaupa

1210060

Framlagt bréf Fjölbrautaskóla Vesturlands dags. 10. október 2012 varðandi framlag sveitarfélaga til tækjakaupa skólans á árinu 2013.
Byggðarráð samþykkt erindið.

12.Umsókn um stofnun lóðar

1210062

Umsókn um stofnun lóðar
Framlögð umsókn eigenda Grímsstaða í Reykholtsdal um stofnun lóðar út úr jörðinni.
Lóðin er 3.879 fermetrar að stærð.
Samþykkt að verða við beiðninni.

13.Umsókn um stofnun lóðar

1210079

Framlögð umsókn eigenda Staðarhúsa um stofnun lóðar út úr jörðinni.
Lóðin er 3,1 ha að stærð.
Samþykkt að verða við beiðninni.

14.Umsókn um stofnun lóðar

1210080

Framlögð umsókn eigenda Hvítárvalla um stofnun lóðar út úr jörðinni.
Lóðin er 2.033 fermetrar að stærð.
Samþykkt að verða við beiðninni.

15.Varðar aðkomu að Hamri og fleiri mál

1210069

Bréf Golfklúbbs Borgarness varðandi ýmis verkefni í tengslum við starfsemi klúbbsins
Framlagt bréf Golfklúbbs Borgarness dags. 10.10.´12 varðandi ýmis verkefni í tengslum við starfsemi klúbbsins.
Samþykkt að óska eftir að fulltrúar Golfklúbbsins komi á fund byggðarráðs til viðræðna um erindið.

16.Skráning reiðleiða - kortasjá

1210061

Bréf Landssambands hestamanna varðandi skráningu reiðleiða á öllu landinu.
Framlagt bréf Landssambands hestamanna dags. 03.10."12 þar sem farið er fram á fjárstuðning sveitarfélagsins við skráningu reiðleiða á öllu landinu.
Samþykkt að óska eftir umsögn Borgarfjarðarstofu um erindið.

17.Uppbygging á athafna- iðnaðar og hafnarsvæðum á Grundartanga.

1210058

Bréf Akraneskaupstaðar varðandi stofnun þróunar- og nýsköpunarfélags.
Framlagt bréf Akraneskaupstaðar dags. 08.10."12 varðandi stofnun þróunar- og nýsköpunarfélags sem ætlað er að efla atvinnuuppbyggingu á svæðinu í kringum Grundartanga.
Byggðarráð samþykkti að Borgarbyggð verði með í stofnun félagsins.

18.Sóknaráætlun landshluta

1210056

Bréf Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi varðandi sóknaráætlanir landshluta.
Framlagt bréf Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi dags. 09.10."12 varðandi sóknaráætlanir landshluta.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við þá uppbyggingu sem stefnt er að.

19.Fjárhagsáætlun 2013

1210045

Rætt um vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2013
Rætt um vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2013.
Tillögur forstöðumanna stofnana að rekstraráætlun verða lagðar fyrir byggðarráð í næstu viku.

20.Bréf frá Samstarfshóp um forvarnir í Borgarbyggð

1210064

Bréf samstarfshóps um forvarnir í Borgarbyggð varðandi samþykkt um skemmtanir.
Framlagt bréf samstarfshóps um forvarnir í Borgarbyggð varðandi reglur um aldursmörk á skemmtanir í húsnæði og eigu sveitarfélagsins.
Samþykkt að óska eftir umsögn tómstundanefndar um erindið.

21.Eigendafundur Orkuveitu Reykjavíkur

1210049

Rætt um skýrslu vinnuhóps sem nýverið gerði úttekt á rekstri Orkuveitu Reykjavíkur
Rætt um skýrslu vinnuhóps sem nýverið gerði úttekt á rekstri Orkuveitu Reykjavíkur.

Byggðarráð Borgarbyggðar þakkar úttektarnefnd fyrir greinargóða og ítarlega skýrslu um orsakir fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur. Það er ljóst að eigendastefna fyrirtækisins sem nýverið var samþykkt af öllum eigendum tekur á mörgum þeirra þátta sem úttektarnefndin gangrýnir. Þrátt fyrir það tekur byggðarráð Borgarbyggðar undir ályktun borgarráðs Reykjavíkurborgar um að fela eigendanefnd að meta hvort eigendastefnan með fullnægjandi hætti taki á þeim þáttum sem gagnrýndir eru í skyrslunni, auk þess sem eigendanefnd hugi að því hvort lagaumgjörð OR sé fullnægjandi og ef svo er ekki láti vinna tillögu að skýrari umgjörð. Jafnframt er tekið undir óskir um að stjórn OR leggi mat á hvort þær umbætur sem ráðist hefur verið í nái til allra þeirra þátta sem gagnrýni úttektarinnar beinist að.

Samþykkt að taka tillögu Geirlaugar frá í apríl 2011 um skipan áheyrnarfulltrúa Borgarbyggðar í stjórn OR fyrir á næsta fundi byggðarráðs.

22.Húsnæði vegna gæludýraeftirlits

1210005

Framlagt erindi Bjargar Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa varðandi húsnæði í Brákarey vegna gæludýraeftirlits.
Byggðarráð samþykkti erindið.

23.Stjórnarfundur Faxaflóahafna

1210082

Fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 12. okt 2012
Framlögð fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 12. október 2012.

Fundi slitið.