Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Áfengisauglýsingar á íþróttasvæðum
1211017
Bréf foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum varðandi áfengisauglýsingar á íþróttasvæðum
2.Veiðifélag Norðurár - félagsfundur
1211015
Fundarboð á félagsfund Veiðifélags Norðurár 10. nóvember 2012.
Lagt fram fundarboð á félagsfund Veiðifélags Norðurár 10. nóvember 2012.
Samþykkt að Kristján F. Axelsson verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
Samþykkt að Kristján F. Axelsson verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
3.Fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2013
1211026
Framlagt erindi frá Stígamótum þar sem óskað er eftir stuðningi vegna reksturs á árinu 2013.
Lagt fram erindi frá Stígamótum þar sem óskað er eftir stuðningi vegna reksturs á árinu 2013.
Vísað til velferðarnefndar.
Vísað til velferðarnefndar.
4.IPA verkefni með áherslur á innflytjendur
1210124
Framlagt bréf frá Velferðarráðuneytinu um IPA-verkefni með áherslur á innflytjendur.
Lagt fram bréf Velferðarráðuneytisins dags. 29.10.´12 varðandi IPA-verkefni með áherslur á innflytjendur.
Borgarbyggð er nú þegar í samstarfi við Akraneskaupstað, Rauðakrossdeildir og stofnanir um svipað verkefni.
Borgarbyggð er nú þegar í samstarfi við Akraneskaupstað, Rauðakrossdeildir og stofnanir um svipað verkefni.
5.Fjárhagsáætlun 2013
1210045
Rætt um vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2013
Á fundinn mætti Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi.
Lögð voru fram drög að útkomuspá fyrir árið 2012.
Rætt um vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2013.
Byggðarráð mun funda n.k. mánudag til að ræða fjárhagsáætlun.
Lögð voru fram drög að útkomuspá fyrir árið 2012.
Rætt um vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2013.
Byggðarráð mun funda n.k. mánudag til að ræða fjárhagsáætlun.
6.Aðkoma að Hamri og fleiri mál
1210069
Á fundinn mæta fulltrúar frá Golfklúbbi Borgarness og Hótel Hamri til viðræðna um erindi sem aðilar sendu byggðarráði nýverið.
Á fundinn mættu Ingvi Árnason og Jóhannes Ármannsson frá Golfklúbbi Borgarness og Sigurður Ólafsson frá Hótel Hamri til viðræðna um erindi sem þessir aðilar sendu byggðarráði nýverið varðandi lagfæringar á aðkomu að Hamri og fleiri mál.
7.Aðgengi að ráðhúsinu
1211030
Rætt um aðgengi fyrir fatlaða einstaklinga að ráðhúsinu við Borgarbraut. Undanfarið hafa borist ábendingar um að fatlaðir einstaklingar hafa átt í miklum erfiðleikum með aðaldyr hússins sem eru þungar og ekki hannaðar með hagsmuni fatlaðra í huga. Því er óskað eftir fjárveitingu til að setja nýjar dyr á aðalinnganginn að ráðhúsinu.
Rætt um aðgengi að Ráðhúsi Borgarbyggðar í Borgarnesi en fatlaðir einstaklingar eiga í erfiðleikum með að komast um aðaldyr hússins en hurðin er þung og ekki hönnuð með aðgengi fatlaðra í huga.
Byggðarráð samþykkti að láta skipta um hurð og einnig að tengja hitalagnir í aðliggjandi hjólastólabraut.
Byggðarráð samþykkti að láta skipta um hurð og einnig að tengja hitalagnir í aðliggjandi hjólastólabraut.
8.Húsin í Englendingavík
1210013
Rætt um framtíð húsanna í Englendingavík
Rætt um framtíð húsanna í Englendingavík.
Samþykkt að stofna vinnuhóp um nýtingu fasteigna Borgarbyggðar. Sveitarstjóra var falið að gera drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.
Samþykkt að stofna vinnuhóp um nýtingu fasteigna Borgarbyggðar. Sveitarstjóra var falið að gera drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.
9.Bréf frá Foreldrafélagi Andabæjar
1211028
Framlagt bréf frá foreldrafélagi Leikskólans Andabæjar þar sem óskað er eftir því að Borgarbyggð lagfæri lóð skólans í því augnamiði að auka gróður og skapa skjól.
Lagt fram bréf frá foreldrafélagi leikskólans Andabæjar þar sem óskað er eftir að Borgarbyggð lagfæri lóð skólans í því augnamiði að auka gróður og skapa skjól.
Vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
Vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
10.Umsókn um styrk.
1211027
Framlagt erindi frá samtökunum Landsbyggðin lifir þar sem óskað er eftir styrk til rekstrar samtakanna.
Lagt fram erindi frá samtökunum Landsbyggðin lifir þar sem óskað er eftir styrk til reksturs samtakanna.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninnni.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninnni.
11.Stofnun vinnuhóps um endurskoðun á samþykktum Borgarbyggðar
1210125
Framlögð drög að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um endurskoðun á samþykktum Borgarbyggðar.
Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um endurskoðun á samþykktum Borgarbyggðar.
Byggðarráð samþykkti erindisbréfið.
Byggðarráð samþykkti erindisbréfið.
12.Starfsmannamál
1211031
Rætt um starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
Samþykkt að óska eftir minnisblaði um launamál starfsmanna.
Samþykkt að óska eftir minnisblaði um launamál starfsmanna.
13.Umsókn um ferðastyrk
1211033
Framlögð umsókn frá skólastjóra Grunnskólans í Borgarnesi um ferðstyrk til starfsmanna vegna náms- og kynnisferðar.
Lögð fram umsókn frá skólastjóra Grunnskólans í Borgarnesi um ferðastyrk til starfsmanna vegna náms- og kynnisferðar.
Byggðarráð samþykkti að styrkja hvern starfsmann, sem fer í ferðina, um kr. 10.000 með vísan í reglur um ferðastyrki starfsmanna.
Byggðarráð samþykkti að styrkja hvern starfsmann, sem fer í ferðina, um kr. 10.000 með vísan í reglur um ferðastyrki starfsmanna.
14.Borgarbraut 65 - þjónustuíbúðir
1211038
Rætt um þjónustu og brunviðvörunarkerfi í þjónustuíbúðum í Borgarbraut 65 a.
Rætt um þjónustu- og brunaviðvörunarkerfi í þjónustuíbúðunum að Borgarbraut 65a í Borgarnesi.
Byggðarráð leggur áherslu á að breytingar á skipulagi þjónustunnar verði kláraðar sem fyrst svo virkt eftirlit verði með þjónustu- og brunaviðvörunarkerfum.
Byggðarráð leggur áherslu á að breytingar á skipulagi þjónustunnar verði kláraðar sem fyrst svo virkt eftirlit verði með þjónustu- og brunaviðvörunarkerfum.
15.Búfjáreftirlitsnefnd á svæði 5
1211037
Framlagt erindi frá Guðmundi Sigurðssyni þar sem hann óskar eftir leyfi frá störfum í Búfjáreftirlitsnefnd á svæði 5.
Lagt fram erindi Guðmundar Sigurðssonar þar sem hann óskar eftir tímabundnu leyfi frá störfum í búfjáreftirlitsnefnd á svæði 5.
Byggðarráð felst á að beiðnina og var samþykkt að varamaður Guðmundar taki sæti hans á meðan hann er í leyfi.
Byggðarráð felst á að beiðnina og var samþykkt að varamaður Guðmundar taki sæti hans á meðan hann er í leyfi.
16.Almenningssamgöngur og tómstundaakstur
1211036
Rætt um almenningssamgöngur og tómstundaakstur í Borgarbyggð og þær breytingar sem gerðar hafa verið á akstrinum.
Rætt um almenningssamgöngur og tómstundaakstur í Borgarbyggð og þær breytingar sem gerðar hafa verið á akstrinum.
Byggðarráð samþykkti að þær áherslur sem nú eru í akstrinum haldi sér út þennan vetur en skipulag akstursins verður tekið til endurskoðunar í vor að fenginni reynslu.
Byggðarráð samþykkti að þær áherslur sem nú eru í akstrinum haldi sér út þennan vetur en skipulag akstursins verður tekið til endurskoðunar í vor að fenginni reynslu.
17.Fundargerðir byggingarnefndar Brákarhlíðar
1210134
Lagðar fram fundargerðir bygginganefndar Brákarhlíðar frá 10., 17. og 24. október 2012.
Lagðar fram fundargerðir bygginganefndar Brákarhlíðar frá 10., 17. og 24. október 2012.
Fundi slitið - kl. 08:00.
Vísað til tómstundanefndar.