Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

253. fundur 29. nóvember 2012 kl. 08:00 - 08:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ingibjörg Daníelsdóttir varaformaður
  • Finnbogi Leifsson aðalmaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2013 - 2016 (seinni umræða)

1211134

Rætt um fjárhagsáætlun 2013 - 2016.
Rætt um gjaldskrár fyrir árið 2013.

2.Gjaldskrá íþróttahúsa 2013 - tillaga

1211089

Framlögð tillaga tómstundanefndar um gjaldskrá í íþróttamiðstöðvar Borgarbyggðar árið 2013.
Lögð fram tillaga tómstundanefndar um gjaldskrá íþróttamiðstöðva Borgarbyggðar á árinu 2013.

3.Sameiginlegur fundur afréttarnefnda Þverárréttaruppreksturs og Borgarhrepps, Stafholtstungna og Norðurárdals (BSN).

1211127

Lögð fram fundargerð, frá 13. nóvember 2012, sameiginlegs fundar afréttanefnda Þveráruppreksturs og BSN varðandi nýtingu afréttar í Bjarnadal.
Lögð fram fundargerð, frá 13. nóvember 2012, sameiginlegs fundar afréttanefnda Þverárréttaruppreksturs og BSN varðandi nýtingu afréttar á Bjarnadal.

4.Samningsdrög

1211195

Framlögð drög að samningi á milli Borgarbyggðar og UMSB um íþróttastarf til kynningar.
Á fundinn mætti Kristmar J. Ólafsson verkefnisstjóri og kynnti drög að samningi milli Borgarbyggðar og Ungmennasambands Borgarfjarðar um íþróttastarf.

5.Háskólinn á Bifröst

1211196

Á fundinn mættu Bryndís Hlöðversdóttir rektor Háskólans á Bifröst og Guðsteinn Einarsson stjórnarformaður til viðræðna um stöðu skólans.

6.Málefni aldraðra

1211074

Á fundinn mæta Friðrik Aspelund formaður Velferðarnefndar og Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri til viðræðna um þjónustu í íbúðum í Borgarbraut 65 a.
Á fundinn mættu Friðrik Aspelund formaður Velferðarnefndar og Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri til viðræðna um þjónustu fyrir aldraða í íbúðunum að Borgarbraut 65a.
Samþykkt að óska eftir því við velferðarnefnd að leggja fram tillögu um fyrirkomulag öryggisþjónustu fyrir aldraða og bera saman þá valkosti sem mögulegir eru annars vegar að búsetuþjónusta sveitarfélagsins eða Brákarhlíð hins vegar, sinni þjónustunni.

Bjarki tók ekki þátt í afgreiðslu málsins vegna starfa sinna fyrir Brákarhlíð.

7.Sauðfjárveikivarnarlína í landi Gilsbakka.

1211085

Framlagt bréf frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu vegna erindis Borgarbyggðar um girðingu á merkju Gilsbakkalands og Þverárréttar afréttar, en erindið var sent í júní s.l.
Lagt fram bréf frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu dags. 19.11."12 vegna erindis Borgarbyggðar um girðingu á merkjum Gilsbakkalands og Þverárréttar afréttar, en erindið var sent í júní s.l.
Í bréfinu kemur fram að ráðuneytið hefur ekkert fé á fjárlögum til að fjarlægja úreltar girðingar.

Byggðarráð krefst þess að Matvælastofnun sinni því verkefni sem þeim ber að fjarlægja ónýtar girðingar á svæðinu.

8.Beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnisins Bændur græða landið

1211094

Framlagt erindi frá Landgræðslu ríkisins þar sem óskað er eftir styrk frá Borgarbyggð til verkefnisins bændur græða landið.
Lagt fram erindi Landgræðslu ríkisins dags. 19.11."12 þar sem óskað er eftir styrk vegna samstarfsverkefnisins Bændur græða landið.

Byggðarráð sér sér ekki fært að styrkja verkefnið að þessu sinni.

9.Styrkur til varðveislu örnefna.

1211129

Framlagt erindi frá Félagi aldraðra Borgarfjarðardölum þar sem óskað er eftir styrk vegna verkefnis um varðveislu örnefna.
Lagt fram erindi Félags aldraðra í Borgarfjarðardölum dags. 23.11."12 þar sem farið er fram á styrk vegna verkefnis um varðveislu örnefna.

Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 300.000.

10.Úrskurður um álagningu sorphirðugjalda í Borgarbyggð.

1211045

Framlagðar umsagnir vegna úrskurðar Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um sorpgjald í Borgarbyggð.
Rætt um úrskurð Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um sorpgjald í Borgarbyggð 2012.
Beðið er eftir umsögnum lögfræðinga um úrskurðinn.

11.Erindi frá Borgarfjarðarstofu

1211135

Rætt um tillögur Borgarfjarðarstofu um fjárveitingar til ritunar Sögu Borgarness. Jafnframt rætt um tillögu SGB og JS um ráðningu starfsmanns til að sinna markáðssetningu á Hjálmakletti, félagsheimilum og íþróttamannvirkjum í Borgarbyggð.
Rætt um tillögu Borgarfjarðarstofu um fjárveitingar til ritunar Sögu Borgarness.
Byggðarráð óskar eftir tillögu að verklagi áður en ákvörðun verður tekin.

Einnig var rætt um tillögu Sigríðar G. Bjarnadóttur og Jóhannesar Stefánssonar um ráðningu starfsmanns til að sinna markaðssetningu á Hjálmakletti, félagsheimilum og íþróttamannvirkjum í Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti ekki ráðningu starfsmanns en vísar því til Borgarfjarðarstofu að leggja fram tillögur um fyrirkomulag á markaðssetningu þessara mannvirkja.

12.Leiktæki á skólalóð GB á Hvanneyri

1211136

Framlagt erindi frá Helgu Dís Árnadóttur nemanda við LBHÍ vegna leiktækja á lóð GB á Hvanneyri.
Framlagt erindi Helgu Dísar Árnadóttur f.h. nemenda við Landbúnaðarháskóla Íslands dags. 26.11."12 varðandi smíði og uppsetningu á leiktæki við grunnskólann á Hvanneyri.
Byggðarráð fagnar þessu verkefni og samþykkir að taka við leiktækinu og taka þátt í kostnaði við það. Gæta þarf þess að leiktækið uppfylli allar öryggiskröfur.

Fundi slitið - kl. 08:00.