Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

254. fundur 06. desember 2012 kl. 08:00 - 08:00 í stóra fundarsal í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ingibjörg Daníelsdóttir varaformaður
  • Finnbogi Leifsson aðalmaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Samningsdrög

1211195

Rætt um samning UMSB og Borgarbyggðar um íþróttastarf
Lögð voru fram drög að samningi UMSB og Borgarbyggðar um íþróttastarf sem unnið hefur verið að um nokkurn tíma.
Rætt var um beiðni UMSB um aukið framlag frá Borgarbyggð vegna þessa verkefnis á árinu 2012 og var samþykkt að hækka framlagið um kr. 750.000

2.Úrskurður um álagningu sorphirðugjalda í Borgarbyggð.

1211045

Framlagðar umsagnir lögfræðinga vegna úrskruðar Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um sorpgjöld í Borgarbyggð.
Rætt um álit og umsagnir vegna úrskurðar Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um sorpgjöld í Borgarbyggð.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að leggja fram tillögu á næsta sveitarstjórnarfundi um viðbrögð sveitarfélagsins við úrskurðinum.

3.Skammtímalán sem hvílir á Hjálmakletti.

1212005

Framlagt minnisblað frá fjármálafulltrúa vegna skammtímaláns sem hvílir á Hjálmakletti
Lagt fram minnisblað frá fjármálafulltrúa vegna skammtímaláns sem hvílir á Hjálmakletti.
Samþykkt að breyta láninu í 29 ára lán sem tekið verði hjá Íslandsbanka.

4.Málefni aldraðra

1211074

Framlögð umsögn og tillaga frá velferðarnefnd um þjónustu við aldraða, en fundur nefndarinnar fer fram miðvikudaginn 5. desember.
Lögð fram fundargerð frá fundi velferðarnefndar 05.12."12 þar sem m.a. er lagt til að búsetuþjónusta Borgarbyggðar sjái um þjónustu við vöktun öryggishnappa og vöktun brunavarnarkerfis í Borgarbraut 65a. Einnig gerir nefndin tillögu að gjaldskrá fyrir þjónustuna.

Byggðarráð ítrekar samþykkt frá síðasta fundi byggðarráðs að bornir séu saman þeir kostir sem beðið var um áður en tekin er afstaða til fyrirkomulags þjónustu og gjaldskrár.

5.Fjárhagsáætlun 2013 - 2016 (seinni umræða)

1211134

Rætt um fjárhagsáætlun fyrir árið 2013-2016
Rætt um fjárhagsáætlun næsta árs og áranna 2014 - 2016.
Farið yfir tillögur að gjaldskrám árið 2013.
Lögð fram tillaga að framkvæmdaáætlun áranna 2013 - 2016 og rætt um breytingar á henni.
Samþykkt að vísa áætluninni til seinni umræðu í sveitarstjórn.

6.Skilmálabreytingar á lánum

1212007

Framlögð tillaga að skilmálabreytingum á láni Borgarbyggðar til Orkuveitu Reykjavíkur sem og viðauki við samning vegna láns á árinu 2013
Lögð fram tillaga að skilmálabreytingum á láni Borgarbyggðar til Orkuveitu Reykjavíkur sem og viðauki við samning vegna láns á árinu 2013.
Byggðarráð samþykkti tillöguna.

7.Tilboð í hlutafé

1212012

Lagt fram tilboð Péturs Geirssonar í hlutafé Borgarbyggðar í Hótel Borgarnes ehf.
Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.

8.Hvatningarverðlaun ÖBÍ

1212013

Inga Björk Bjarnadóttir fékk nýlega hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands fyrir að vera öðrum fyrirmynd og baráttu fyrir bættu aðgengi og þjónustu fyrir fatlað fólk í Borgarbyggð.
Byggðarráð óskar Ingu Björk innilega til hamingju með þennan heiður.

9.178. stjórnarfundur Orkuveitu Reykjavíkur

1211143

Framlögð fundargerð frá 178 fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.
Lögð fram fundargerð frá 178. fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.

Fundi slitið - kl. 08:00.