Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

256. fundur 03. janúar 2013 kl. 08:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ingibjörg Daníelsdóttir varaformaður
  • Finnbogi Leifsson aðalmaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Snældubeinsstaðir vegsvæði

1212077

Lögð fram beiðni Snjólaugar Árnadóttur f.h. Vegagerðarinnar dags. 18. desember 2012, um stofnun nýrrar fasteignar úr landi Snældubeinsstaða undir vegsvæði.
Lögð fram beiðni Snjólaugar Árnadóttur f.h. Vegagerðarinnar dags. 18. desember 2012, um stofnun nýrrar lóðar úr landi Snældubeinsstaða undir vegsvæði.
Samþykkt að lóðin verði stofnuð.

2.Tillaga að gjaldskrá gatnagerðargjalda

1212064

Rætt um tillögu að gjaldskrá gatnagerðargjalda
Rætt um tillögu að gjaldskrá gatnagerðargjalda.
Vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

3.Þjónustukönnun Capacent 2012

1212062

Rætt um þjónustukönnun Capasent fyrir árið 2012.
Rætt um þjónustukönnun Capacent sem gerð var á árinu 2012.
Samþykkt að halda kynningarfund með forstöðumönnum stofnana og sveitarstjórnarfólki og vísa könnuninni til umfjöllunar í nefndum sveitarfélagsins.

4.Húsnæðisframlag til Menntaskóla Borgarfjarðar

1212042

Framlagt bréf frá Mennta- og menningarráðuneytinu varðandi húsnæðisframlag til Menntaskóla Borgarfjarðar.
Lagt fram bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu dags. 05.12. 2012 varðandi endurskoðun á húsnæðisframlagi til Menntaskóla Borgarfjarðar. Ráðuneytið hafnar tillögu Borgarbyggðar um breytingar á framlaginu.

Byggðarráð leggst ekki gegn því að Menntaskóli Borgarfjarðar skrifi undir samning við ráðuneytið um skólastarf en lýsir jafnframt yfir óánægju með þá fjárhæð sem ráðuneytið hefur ákveðið að verði í samningnum vegna húsnæðiskostnaðar í mennta- og menningarhúsinu Hjálmakletti.

5.Miðaldaböð

1301001

Á fundinn mætir Kjartan Ragnarsson og kynnir verkefnið um stofnun miðaldabaða í landi Hraunsáss í Borgarbyggðar. Jafnframt er Kjartan að leita eftir stuðningi við verkefnið, en á fundi með sveitarstjóra óskaði hann eftir að Borgarbyggð veiti kr.500.000 til verkefnisins, sem mögulega yrði endurgreitt síðar.
Á fundinn mættu Kjartan Ragnarsson og Sigríður Guðmundsdóttir og kynntu verkefnið um stofnun miðaldabaða í landi Hraunsáss í Borgarbyggð.
Samþykkt að Borgarbyggð veiti kr. 500.000 til verkefnisins.

6.Framlag til Brákarhlíðar á árinu 2012

1301002

Rætt um framlög Borgarbyggðar til Brákarhlíðar á árinu 2012.
Rætt um framlög Borgarbyggðar til Brákarhlíðar á árinu 2012.
Samþykkt að Borgarbyggð greiði kr. 4.684.000 í framlag til Brákarhlíðar vegna ársins 2012.
Bjarki tók ekki þátt í afgreiðslu málsins vegna tengsla við Brákarhlíð.

Geirlaug ítrekaði beiðni sína um að lögð verði fram lokaskýrsla vegna byggingar hjúkrunarheimilisins.

7.Málefni aldraðra

1211074

Framlögð drög að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um málefni aldraðra í Borgarbyggð.
Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um málefni aldraðra í Borgarbyggð.
Gerðar voru breytingar á erindisbréfinu og það þannig samþykkt.

8.Félagsfundur Veiðífélags Gljúfurár

1211055

Fundarboð á framhaldsfélagsfund í Veiðifélagi Gljúfurár sem halda á 5. janúar 2013 í veiðihúsi félagsins.
Lagt fram fundarboð á framhaldsfélagsfund í Veiðifélagi Gljúfurár sem halda á 5. janúar 2013 í veiðihúsi félagsins.
Samþykkt að Sigurjón Jóhannsson verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.

9.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð nr. 802

1212068

Framlögð fundargerð frá 802 fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lögð fram fundargerð frá 802. fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundi slitið.