Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

257. fundur 21. janúar 2013 kl. 16:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ingibjörg Daníelsdóttir varaformaður
  • Finnbogi Leifsson aðalmaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Deiliskipulag af jörðinni Múlakot

1212082

Framlagt bréf frá Magnúsi Ögmundssyni vegna deiliskipulags á jörðinni Múlakoti í Stafholtstungum.
Lagt fram bréf frá Magnúsi Ögmundssyni vegna deiliskipulags á jörðinni Múlakoti í Stafholtstungum.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við að deiliskipulagi jarðarinnar verði breytt.

2.Endurgreiðsla vegna refaveiða

1301014

Lagt fram bréf, dagsett 9. janúar 2013, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa um fyrirhugaða endurgreiðslu vegna refaveiða.
Lagt fram bréf, dagsett 9. janúar 2013, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa um fyrirhugaða endurgreiðslu vegna refaveiða.
Vísað til landbúnaðarnefndar.

3.Fundargerðir Menningarráðs Vesturlands

1212046

Framlagðar fundargerðir frá Menningarráði Vesturlands
Lagðar fram fundargerðir frá 68., 69., 70 og 71. fundi Menningarráðs Vesturlands.

4.Hægindi, stofnun lóðar

1301025

Lögð fram umsókn dags. 14. janúar 2013 frá Sigvalda Jónssyni um stofnun 1000 m² íbúðarhúsalóðar út úr jörðinni Hægindi.
Lögð fram umsókn dags. 14. janúar 2013 frá Sigvalda Jónssyni um stofnun 1000 m² íbúðarhúsalóðar út úr jörðinni Hægindi.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við að lóðin verði stofnuð.

5.Skýrsla slökkviliðsstj. v/2012

1301008

Skýrsla Bjarna Kr. Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra um starfsemina á árinu 2012
Lögð fram skýrsla Bjarna Kr. Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra um starfsemi slökkviliðsins á árinu 2012.
Byggðarráð þakkar slökkviliðsstjóra fyrir skýrsluna.

6.Tillaga að gjaldskrá gatnagerðargjalda

1212064

Framlögð tillaga að nýrri gjaldskrá gatnagerðargjalda
Lögð fram tillaga að nýrri gjaldskrá gatnagerðargjalda en hún var tekin til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar í janúar.

7.Ályktun frá Hestamannafélaginu Skugga

1301011

Framlögð ályktun frá Hestamannafélaginu Skugga þar sem skorað er á Borgarbyggð að skipuleggja svæði fyrir fjárhúsabyggð við Borgarnes.
Lögð fram ályktun frá Hestamannafélaginu Skugga þar sem skorað er á Borgarbyggð að skipuleggja svæði fyrir fjárhúsabyggð við Borgarnes.
Vísað til landbúnaðarnefndar og umhverfis- og skipulagsnefndar.

8.Þjóðahátíð Vesturlands

1211054

Erindið var tekið fyrir í Borgarfjarðarstofu sem mælir með því að hátíðin fái Hjálmaklett og verði studd fjárhagslega
Lagt fram erindi Félags nýrra íslendinga um að fá Hjálmaklett fyrir þjóðahátíð á árinu 2013.
Erindið var tekið fyrir í Borgarfjarðarstofu sem mælti með því að hátíðin fái Hjálmaklett og verði studd fjárhagslega.
Byggðarráð samþykkti að styrkja hátíðina með því að leyfa að hún verði haldin í Hjálmakletti og fá auk þess krónur kr. 100.000 í styrk.

9.Gjaldskrá félagsheimila

1301005

Á fundi sveitarstjórnar 10. janúar var umfjöllun um gjaldskrár félagsheimila vísað til byggðarráðs en hún hafði áður verið til umfjöllunar í Borgarfjarðarstofu.
Á fundi sveitarstjórnar 10. janúar var umfjöllun um gjaldskrár félagsheimila vísað til byggðarráðs en hún hafði áður verið til umfjöllunar í Borgarfjarðarstofu.
Vísað til áframhaldandi vinnu í Borgarfjarðarstofu.

10.Yfirfærsla á búnaði til Menntaskóla Borgarfjarðar

1301032

Rætt um yfirfærslu á búnaði og húsgögnum til Menntaskóla Borgarfjarðar
Rætt um yfirfærslu á búnaði og húsgögnum til Menntaskóla Borgarfjarðar.
Á fundinn mætti Konráð Konráðsson frá KPMG Endurskoðun til viðræðna um málið.
Samþykkt að fela Konráð að gera tillögu að hvernig með málið skuli fara í samstarfi við starfsmenn Borgarbyggðar.

11.Innheimta á fjallskilagjöldum

1211243

Framlagt bréf frá H.J.Sveinssyni ehf. þar sem mótmælt er álagningu fjallskilagjalda á jörðina Sólheimatungu í Borgarbyggð.
Lagt fram bréf frá H.J.Sveinssyni ehf. þar sem mótmælt er álagningu fjallskilagjalda á jörðina Sólheimatungu í Borgarbyggð.
Samþykkt að óska eftir áliti frá Inga Tryggvasyni hdl. um erindið.

12.Málefni aldraðra

1211074

Rætt um neyðarþjónustu í íbúðum að Borgarbraut 65 a. í Borgarnesi.
Rætt um neyðarþjónustu í íbúðum að Borgarbraut 65a í Borgarnesi og lagt fram minnisblað sveitarstjóra um málið.
Lögð var fram fundargerð frá fundi vinnuhóps um málefni aldraðra sem haldinn var 21. janúar 2013.
Samþykkt að óska eftir að forstöðumaður búsetuþjónustunnar komi á næsta fund byggðarráðs.

13.Votlendissetur - beiðni um styrk

1211059

Lögð fram umsögn, dagsett 9. janúar 2013, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa um endurheimt votlendis á Hvanneyri.
Lögð fram umsögn, dagsett 9. janúar 2013, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa um endurheimt votlendis á Hvanneyri.
Samþykkt að veita kr. 400.000 vegna þessa verkefnis og verður það tekið af umhverfislið á fjárhagsáætlun 2013

14.Ísgöng í Langjökli

1301042

Á fundinn mætir Jökull Helgason og ræðir umsögn um ísgöng í Langjökul.
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs.
Lagt var fram minnisblað Jökuls um beiðni Skipulagsstofnunar um hvort framkvæmd við ísgöng í Langjökli skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar byggðarráðs.

15.Fíflholt - umsögn um breytingu á sorpurðunarstað

1212041

Framlögð umsögn vegna breytinga á sorpurðunarstaðnum í Fíflholtum.
Lögð var fram umsögn Borgarbyggðar um hvort og á hvaða forsendum fyrirhugaðar breytingar á sorpurðunarstaðnum í Fíflholtum skuli háðar mati á umhverfisáhrifum.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar byggðarráðs.

16.Faxaflóahafnir - stjórnarfundur nr 105

1301026

Framlögð fundargerð frá 105 fundi stjórnar Faxaflóahafna.
Lögð fram fundargerð frá 105. fundi stjórnar Faxaflóahafna sem haldinn var 11. janúar 2013.

Fundi slitið.