Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

258. fundur 24. janúar 2013 kl. 08:00 - 08:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Daníelsdóttir varaformaður
  • Finnbogi Leifsson aðalmaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Dagbjartur Ingvar Arilíusson varamaður
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Ísgöng í Langjökli

1301042

Rætt um umsögn Borgarbyggðar til Skipulagsstofnunar vegna umsagnar um ísgöng í Langjökul
Rætt um umsögn Borgarbyggðar til Skipulagsstofnunar um hvort og á hvaða forsendum framkvæmd við ísgöng í Langjökli skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
Byggðarráð samþykkti með tveimur atkvæðum gegn einu (FL) að með hliðsjón af umsögn Umhverfisstofnunar telji byggðarráð ekki þörf á að setja verkefnið í sérstakt umhverfismat.

2.Fíflholt - umsögn um breytingu á sorpurðunarstað

1212041

Framlögð umsögn vegna opnunar á nýju urðunarsvæði í Fíflholtum.
Rætt um umsögn Borgarbyggðar til Skipulagsstofnunar um hvort og á hvaða forsendum fyrirhugaðar breytingar á sorpurðunarstaðnum í Fíflholtum skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
Byggðarráð samþykkti með tveimur atkvæðum gegn einu (FL) að ekki sé þörf á að fyrirhugaðar framkvæmdir fari í mat á umhverfisáhrifum þar sem möguleg mengun af svæðinu sé ekki áhyggjuefni.

3.NORDJOBB sumarstörf 2013

1301027

Framlagt erindi frá Norræna félagi þar sem óskað er eftir að Borgarbyggð ráði til sín tvo "nordjobbara" sumarið 2013.
Framlagt erindi frá Norræna félaginu dags. 08.01."13 þar sem óskað er eftir að Borgarbyggð ráði til sín tvo "nordjobbara" sumarið 2013.
Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.

4.1. fundur vinnuhóps um málefni aldraðra

1301047

Framlögð fundargerð frá fyrsta fundi í vinnuhópi um málefni aldraðra í Borgarbyggð.
Framlögð fundargerð frá fyrsta fundi í vinnuhópi um málefni aldraðra í Borgarbyggð sem haldinn var 21. janúar 2013.

5.Málefni aldraðra

1211074

Á fundi mætir Hulda Birgisdóttir frá búsetuþjónustunni til viðræðna um neyðarþjónustu að Borgarbraut 65 a.
Á fundinn mætti Hulda Birgisdóttir frá búsetuþjónustu Borgarbyggðar til viðræðna um öryggisþjónustu við íbúa að Borgarbraut 65a og í Ánahlíð.

Finnbogi lagði fram svohljóðandi tillögu:
"Byggðarráð samþykkir að ganga til samninga við Brákarhlíð á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs um öryggisþjónustu í Borgarbraut 65a og Ánahlíð."

Tillagan var samþykkt með 2 atkv. 1 (ID) sat hjá.

6.Bjarnadalur

1301050

Á fundinn mætir Sigurjón Jóhannsson formaður afréttarnefndar Borgarhrepps, Norðurárdals og Ystu-tungu til viðræðna um nýtingu á Bjarnadal sem hluta af afrétt
Á fundinn mætti Sigurjón Jóhannsson formaður afréttarnefndar Borgarhrepps, Norðurárdals og Ystu-tungu til viðræðna um nýtingu á Bjarnadal sem hluta af afrétti.

7.Nýting húsanna í Englendingavík

1301049

Á fundinn mæta Guðrún Kristjánsdóttir og Jóhanna Erla Jónsdóttir og kynna hugmyndir sínar um nýtingu og rekstur fasteigna í Englendingavík
Á fundinn mættu Guðrún Kristjánsdóttir og Jóhanna Erla Jónsdóttir f.h. fyrirtækisins Þyngslalappar ehf og kynntu áætlanir sínar um nýtingu og rekstur fasteigna í Englendingavík.
Á fundinum lögðu þær fram beiðni um styrk frá Borgarbyggð vegna uppsetningar sýningar um Edduveröld og einnig að sveitarfélagið leigi hluta af húsnæðinu til sýningarhalds.
Samþykkt að vísa erindinu til Borgarfjarðarstofu.

8.Starfsmannamál

1301051

Rætt um starfsmannamál. Undir þessum lið verður rætt um tillögu að breytingum á starfi byggingarfulltrúa sem hefur óskað eftir breytingu á starfi sínu sökum aldurs. Auk þess verður rætt um launamál þeirra starfsmanna sem urðu fyrir skerðingu á launum vegna aðhaldsaðgerða.
Rætt um starfsmannamál.
Sveitarstjóri kynnti óskir byggingafulltrúa að hann minnki starfshlutfall sitt.
Samþykkt að verða við beiðninni og að starfsmaðurinn verði ráðinn í sérverkefni í hlutastarfi.
Ákvörðun um hvernig ráðningu í starf byggingarfulltrúa verði háttað, var frestað.
Rætt um laun starfsmanna sem lækkuðu í launum þegar sveitarfélagið fór í aðhaldsaðgerðir í byrjun árs 2009.

9.Byggðarþróunarverkefni á sunnanverðu Snæfellsnesi.

1212065

Frmlögð ársskýrsla, fréttabréf og starfsáætlun fyrir sveitaverkefnið á sunnanverður Snæfellsnesi.
Lögð fram ársskýrsla, fréttabréf og starfsáætlun fyrir sveitaverkefnið á sunnanverðu Snæfellsnesi.

10.Úttekt á sameiningu Grunnskóla Borgarfjarðar

1301053

Rætt um úttekt á sameiningu Grunnskóla Borgarfjarðar og Varmalandsskóla.
Sveitarstjóra falið að leggja fram tillögu á næsta fundi um verklag og úttektaraðila

Fundi slitið - kl. 08:00.