Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

260. fundur 07. febrúar 2013 kl. 08:00 - 08:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Daníelsdóttir varaformaður
  • Finnbogi Leifsson aðalmaður
  • Dagbjartur Ingvar Arilíusson varamaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Gjaldskrá fyrir Slökkvilið Borgarbyggðar árið 2013.

1301055

Frekari upplýsingar vegna gjaldskrár fyrir slökkviliði á árinu 2013
Sveitarstjóri lagði fram upplýsinga varðandi gjaldskrá fyrir slökkviliðið á árinu 2013.
Byggðarráð samþykkti gjaldskrána.

2.Veiðifélag Gljúfurár - fundarboð á félagsfund

1302006

Fundarboð á félagsfund í veiðifélagi Gljúfurár sem haldinn verður 9. febrúar
Lagt fram fundarboð á félagsfund í veiðifélagi Gljúfurár sem haldinn verður 9. febrúar n.k.
Samþykkt að Sigurjón Jóhannsson verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.

3.Þverfell stofnun lóðar

1302021

Lögð fram umsókn um stofnun lóðar fyrir fjarskiptastöð á Þverfelli, dags. 24. janúar 2013 frá Kjartani Gunnsteinssyni f.h. Neyðarlínunnar ohf.
Lögð fram umsókn um stofnun lóðar fyrir fjarskiptastöð á Þverfelli, dags. 24. janúar 2013 frá Kjartani Gunnsteinssyni f.h. Neyðarlínunnar ohf.
Byggðarráð samþykkti að lóðin yrði stofnuð.

4.Sala á fasteignum

1302004

Framlagt erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem óskað er eftir samþykki eigenda vegna sölu á fasteignum.
Lagt fram erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem óskað er eftir samþykki eigenda vegna sölu á höfuðstöðvum Orkuveitunnar við Bæjarháls og Réttarháls í Reykjavík.
Byggðarráð samþykkti fyrir sitt leyti að húsið verði selt.

5.Brákarbraut 19

1302005

Framlagt erindi frá Jóni Sævari Þorbergssyni f.h. eigenda að sláturhúsinu við Brákarbraut 19, en þeir óska eftir að fá lóðina að Brákarbraut 21.
Lagt fram erindi frá Jóni Sævari Þorbergssyni f.h. eigenda félagsins Brákarbraut 19 ehf, þar sem óskað er eftir að fá lóðina að Brákarbraut 21.
Samþykkt að óska eftir frekari upplýsingum frá bréfritara.

6.Samningsdrög vegna vaktþjónustu að Borgarbraut 65a

1301072

Framlögð endurskoðuð drög að samningi við Brákarhlíð um vaktþjónustu í Borgarbraut 65a og Ánahlíð.
Lögð fram endurskoðuð drög að samningi við Brákarhlíð um vaktþjónustu í Borgarbraut 65a og Ánahlíð.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að samningnum og leggja fyrir fund sveitarstjórnar.

7.Húsnæðisframlag vegna hjúkrunarálmu

1301071

Rætt um húsnæðisframlag vegna hjúkrunarálmu við Brákarhlíð
Rætt um húsnæðisframlag vegna hjúkrunarálmu við Brákarhlíð.

8.Skýrsla um byggingu hjúkrunarálmu

1302033

Framlögð skýrsla um framkvæmdir við hjúkrunarálmu við Brákarhlíð
Á fundinn mættu Bjarki Þorsteinsson forstöðumaður Brákarhlíðar, Jökull Helgason úr byggingarnefnd og Pálmi Sævarsson frá Verkís og kynntu framvinduskýrslu um framkvæmdir við hjúkrunarálmu við Brákarhlíð í Borgarnesi.

9.Nefnd um nýja fjallskilasamþykkt - 12. fundur

1302018

Lögð fram 12. fundargerð nefndar um nýja fjallskilasamþykkt.
Lögð fram fundargerð 12. fundar nefndar um nýja fjallskilasamþykkt.
Fyrirhugaður er kynningarfundur um fjallskilasamþykktina í Valfelli þriðjudaginn 12. febrúar n.k. kl. 20,30.

10.Fundargerð fjallskilanefndar BSN nr. 23

1302038

Lögð fram fundargerð fjallskilanefndar BSN frá miðvikudeginum 6. febrúar 2013.
Lögð fram fundargerð fjallskilanefndar BSN frá miðvikudeginum 6. febrúar 2013.
Samþykkt að vísa 1. lið, nýting afréttarlands á Bjarnadal, til fjallskilanefndar Borgarbyggðar.
Sveitarstjóra var falið að svara nefndinni varðandi 3. lið.

11.Úttekt á sameiningu Grunnskóla Borgarfjarðar

1301053

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra varðandi úttekt á sameiningu Grunnskóla Borgarfjarðar og Varmalandsskóla.
Samþykkt að kynna málið fyrir fræðslunefnd og skólaráði Grunnskóla Borgarfjarðar.

Fundi slitið - kl. 08:00.