Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

262. fundur 28. febrúar 2013 kl. 08:00 - 08:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ingibjörg Daníelsdóttir varaformaður
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir varamaður
  • Jóhannes Freyr Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Nýting húsanna í Englendingavík

1301049

Á fundi sveitarstjórnar 14. febrúar var erindinu vísað til byggðarráðs
Rætt um beiðni Þyngslalappar ehf. um styrk til uppbyggingar sýningar í Englendingavík.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn Þyngslalappar um erindið.

2.Veiðifélag Norðurár - félagsfundur

1301058

Fundargerð félagsfundur í veíðifélagi Norðurár sem haldinn var 29. janúar 2013
Lögð fram fundargerð frá félagsfundi í Veiðifélagi Norðurár sem haldinn var 29. janúar 2013.

3.Jafnréttismál

1302078

Framlagt minnisblað frá félagsmálastjóra varðandi launajafnrétti.
Lagt fram minnisblað frá félagsmálastjóra varðandi leiðréttingu launa með tilliti til launajafnréttis á milli kynja.
Samþykkt að fela sveitarstjóra og skrifstofustjóra að afla frekari upplýsinga.

4.Skipulagsmál

1302115

Framlagt erindisbréf fyrir vinnuhóp um skipulagsmál
Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir vinnuhóp vegna endurskoðunar deiliskipulags í gamla miðbænum í Borgarnesi og skipulags fyrir miðsvæði Borgarness.
Samþykkt að skipa í hópinn á næsta fundi byggðarráðs.

5.Starfsmannamál

1302085

Rætt um starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að auglýsa starf skipulags- og byggingafulltrúa Borgarbyggðar.

6.Vinnuhópur um endurskoðun á samþykktum

1302114

Fundargerðir þriggja funda vinnuhóps um endurskoðun á samþykktum Borgarbyggðar.
Lagðar fram fundargerðir þriggja funda vinnuhóps um endurskoðun á samþykktum Borgarbyggðar sem haldnir voru 05.12."12, 17.01."13 og 07.02.´13.

7.Þjónustukönnun Capacent 2012

1212062

Rætt um þjónustukönnun Capasent
Rætt um þjónustukönnun Capacent og þá vinnu sem hefur verið í gangi eftir að hún kom fram.

8.Jarðvangur í Borgarfirði

1302118

Framlagt erindi frá undirbúningshópi um stofnun SAGA-jarðvangs, en óskað er eftir að Borgarbyggð tilnefni tvo fulltrúa í undirbúningshópinn
Lagt fram erindi frá undirbúningshópi um stofnun SAGA-jarðvangs, en óskað er eftir að Borgarbyggð tilnefni tvo fulltrúa í undirbúningshópinn.
Byggðarráð tók jákvætt í erindið og var samþykkt að formaður umhverfis- og skipulagsnefndar og einn starfsmaður af umhverfis- og skipulagssviði verði fulltrúar Borgarbyggðar í undirbúningshópnum.

9.Slökkvilið Borgarbyggðar

1302116

Á fundinn kemur Bjarni þorsteinsson slökkviliðsstjóri til viðræðna um málefni slökkviliðs.
Á fundinn mætti Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri til viðræðna um málefni slökkviliðsins.

Bjarni greindi frá drögum að samningi um gagnkvæma aðstoð milli Slökkviliðs Borgarbyggðar og Brunavarna Suðurnesja og að Slökkvilið Borgarbyggðar kaupi notaðan tankbíl frá Suðurnesjamönnum.
Samþykkt var að heimila slökkviliðsstjóra að halda áfram að vinna að málinu.
Rætt um mögulega æfingaaðstöðu fyrir reykkafara í gömlum vatnstanki í Brákarey.

10.Fjármál Borgarbyggðar 2012

1302117

Á fundinn mætir Einar G. Pálsson og fer yfir rekstur Borgarbyggðar árið 2012
Á fundinn mætti Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi og fór yfir rekstur Borgarbyggðar árið 2012.

11.Félagslegt húsnæði

1302127

Rætt um heimild til að setja íbúð á Kveldúlfsgötu 18 á sölu.
Rætt um að selja félagslega íbúð á Kveldúlfsgötu 18.
Samþykkt að íbúðin verði sett á sölu.

12.Nýting afréttarlands á Bjarnadal

1210109

Lögð fram umsögn fjallskilanefndar Borgarbyggðar frá 20. febrúar 2013.
Rætt var um umfjöllun fjallskilanefndar um beiðni nokkurra bænda að nýta afréttarland á Bjarnadal.
Fyrirhugaður er kynningarfundur um málið.

13.Nefnd um nýja fjallskilasamþykkt - 13. fundur.

1302089

Lög fram 13. fundargerð nefndar um nýja fjallskilasamþykkt frá 20. febrúar 2013.
Lögð fram fundargerð frá 13. fundi nefndar um nýja fjallskilasamþykkt frá 20. febrúar 2013.

Fundi slitið - kl. 08:00.