Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

263. fundur 07. mars 2013 kl. 08:00 - 08:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Daníelsdóttir varaformaður
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir varamaður
  • Dagbjartur Ingvar Arilíusson varamaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Umsókn um ferðastyrk

1302124

Umsókn starfsmanna Grunnskóla Borgarfjarðar um styrk vegna skólaheimsóknar í Skagafjörð
Lögð fram umsókn nokkurra starfsmanna Grunnskóla Borgarfjarðar um styrk vegna skólaheimsóknar í Skagafjörð.
Samþykkt að veita styrk sem nemur kr. 5.000 pr starfsmann.

2.Frestur ráðherra til að lýsa hugsanlegum þjóðlendukröfum

1303011

Framlagt bréf frá Óbyggðanefnd vegna þjóðlendumála
Lagt fram bréf frá Óbyggðanefnd dags. 26.02."13 varðandi frest fjármála- og efnahagsráðherra til að lýsa hugsanlegum þjóðlendukröfum í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við lögfræðing til að taka að sér málið f.h. Borgarbyggðar.

3.Umsókn um styrk vegna Skátaskálans Flugu

1303003

Framlagt erindi frá Skátafélagi Borgarness þar sem óskað er eftir styrk vegna framkvæmda við Skátaskálann Flugu.
Lagt fram erindi frá Skátafélagi Borgarness þar sem óskað er eftir styrk vegna framkvæmda við Skátaskálann Flugu.
Vísað til umsagnar tómstundanefndar.

4.Erindi um stuðning árið 2013

1303016

Framlagt erindi frá Golfklúbbnum Glanna um stuðning árið 2013
Lagt fram erindi frá Golfklúbbnum Glanna dags. 27.02."13 þar sem farið er fram á stuðning við starfsemina á árinu 2013.
Vísað til umsagnar tómstundanefndar.

5.Staður - stofnun lóðar

1303017

Framlagt erindi frá Benedikt Líndal þar sem óskað er eftir heimild til að stofan 3.25 ha spildu út úr landi Staðar.
Lagt fram erindi frá Benedikt Líndal þar sem óskað er eftir heimild til að stofna 3,25 ha lóð út úr landi Staðar.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsnefndar.

6.Brákarhlíð

1302080

Rætt um mögulega yfirtöku Brákarhlíðar á rekstri hjúkrunarálmunnar (húsnæðinu) við heimilið. Einnig koma á fundinn fulltrúar frá Brákarhlíð til viðræðna um byggingaframkvæmdir ofl.
Á fundinn mætti Garðar Jónsson frá R3 ráðgjöf og kynnti athugun sína á framlögum ríkisins til dvalar- og hjúkrunarheimila.
Magnús B. Jónsson, Jón Guðbjörnsson, Bjarki Þorsteinsson og Jökull Helgason sem eru í byggingarnefnd Brákarhlíðar sátu fundinn meðan þessi liður var ræddur.
Einnig var skipst á skoðunum um bókanir sem lagðar hafa verið fram í sveitarstjórn og byggingarnefnd varðandi framvinduskýrslu og eftirlitsaðila með framkvæmdum.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að vinna áfram að samningi um að Brákarhlíð taki að sér rekstur á húsnæðinu sem hýsir hjúkrunarheimilið.

7.Skipulagsmál

1302115

Rætt um skipan fulltrúa í vinnuhóp um skipulagsmál í Borgarnesi
Samþykkt að breyta erindisbréfi vinnuhóps um skipulagsmál í Borgarnesi þannig að í hópnum verði fjórir fulltrúar en með hópnum vinni einn starfsmaður af umhverfis- og framkvæmdasviði.
Samþykkt að Ragnar Frank Kristjánsson, Ari Björnsson, Jóhannes F. Stefánsson og Sigríður G. Bjarnadóttir verði í vinnuhópnum.

8.Borgarnes 150 ára

1209013

Framlögð drög að erindisbréfi fyrir ritnefnd 150 ára verslunarsögu Borgarness.
Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir ritnefnd 150 ára verslunarsögu Borgarness.
Samþykkt að fela Borgarfjarðarstofu að vinna áfram að málinu og útfæra skipun nefndarinnar nánar.

9.Spölur ehf - aðalfundur

1303005

Framlagt erindi frá Speli ehf. þar sem boðað er til aðalfundar 12. mars n.k.
Lagt fram fundarboð aðalfundar Spalar ehf. sem haldinn verður 12. mars n.k. á Akranesi.
Samþykkt að Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.

10.Aðalfundur Menningarráðs Vesturlands

1302122

Framlagt fundarboð á aðalfund Menningarráðs Vesturlands sem fram fer í Hvalfjarðarsveit 29. apríl n.k.
Lagt fram fundarboð á aðalfund Menningarráðs Vesturlands sem fram fram fer í Hvalfjarðarsveit 29. apríl n.k.

Fundi slitið - kl. 08:00.