Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Brákarhlíð
1302080
Rætt um mögulega yfirtöku Brákarhlíðar á rekstri hjúkrunarálmunnar (húsnæðinu) við heimilið.
2.Kostnaður Safnahúss vegna flutnings í geymslur
1303048
Erindi forstöðumanns Safnahúss vegna kostnaðar við flutning á gögnum í geymslur á Sólbakka.
Rætt um erindi forstöðumanns Safnahúss vegna kostnaðar við flutning á gögnum í geymslur á Sólbakka.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að afla frekari gagna vegna málsins.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að afla frekari gagna vegna málsins.
3.Skallagrímsvöllur- greining ráðgjöf
1301063
Kostnaðarmat með skýrslu Haraldar Más Stefánssonar um Skallagrímsvöll
Lagt fram kostnaðarmat með skýrslu Haraldar Más Stefánssonar um Skallagrímsvöll.
Samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að afla frekari upplýsinga og skoða þá samninga sem í gildi eru varðandi viðhald og viðgerðir á vellinum.
Samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að afla frekari upplýsinga og skoða þá samninga sem í gildi eru varðandi viðhald og viðgerðir á vellinum.
4.Vinnuhópur um endurskoðun á samþykktum
1302114
Stöðuskýrsla og fundargerðir þriggja funda vinnuhópsins
Lagðar fram fundargerðir frá 4., 5. og 6. funda vinnuhóps um endurskoðun á samþykktum ásamt stöðuskýrslu um vinnuna.
5.Samningur um gagnkvæma aðstoð
1304006
Framlögð drög að samningi við Brunavarnir Suðurnesja um gagnkvæma aðstoð
Á fundinn mætti Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri og sat fundinn meðan liðir 5, 6 og 7 voru ræddir.
Lögð fram drög að samningi milli Slökkviliðs Borgarbyggðar og Brunavarna Suðurnesja um gagnkvæma aðstoð við slökkvistarf eða viðbrögð við mengunaróhöpp.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
Lögð fram drög að samningi milli Slökkviliðs Borgarbyggðar og Brunavarna Suðurnesja um gagnkvæma aðstoð við slökkvistarf eða viðbrögð við mengunaróhöpp.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
6.Samkomulag um þjálfun slökkviliðsmanna
1304005
Framlagt samkomulag við Brunavarnir Suðurnesja um þjálfun slökkviliðsmanna.
Lagt fram samkomulag um samstarf vegna þjálfunar slökkviliðsmanna milli Slökkviliðs Borgarbyggðar og Brunavarna Suðurnesja.
Byggðarráð samþykkti samkomulagið.
Byggðarráð samþykkti samkomulagið.
7.Sinubrunar
1304017
Rætt um kostnað Slökkviliðs Borgarbyggðar við að slökkva sinuelda og þær viðræður sem farið hafa fram í framhaldi af tíðum sinubrunum að undanförnu.
Byggðarráð fagnar því að umhverfis- og auðlindaráðuneytið sé búið að skipa starfshóp til að fara yfir þessi mál og hvetur ráðuneytið til að endurskoða lög um sinubruna í þeim tilgangi að þrengja heimildir og tryggja að öryggi sé eins mikið og hægt er.
Einnig var samþykkt að fela lögfræðingi að kanna réttarstöðu Borgarbyggðar til að endurkrefja kostnað við slökkvistarf.
Byggðarráð fagnar því að umhverfis- og auðlindaráðuneytið sé búið að skipa starfshóp til að fara yfir þessi mál og hvetur ráðuneytið til að endurskoða lög um sinubruna í þeim tilgangi að þrengja heimildir og tryggja að öryggi sé eins mikið og hægt er.
Einnig var samþykkt að fela lögfræðingi að kanna réttarstöðu Borgarbyggðar til að endurkrefja kostnað við slökkvistarf.
8.Arðgreiðslur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf
1304003
Framlagt yfirlit yfir arðgreiðslur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf árið 2012
Lagt fram yfirlit um arðgreiðslur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf vegna ársins 2012.
9.Launakjör starfsmanna á stjórnsýslusviði
1303031
Á fundinn mæta fulltrúar starfsmanna á fjármála- og stjórnsýslusviði vegna erindis um leiðréttingu á skerðingu launa, en laun starfsmanna voru skert í árslok 2009.
Á fundinn mættu Anna Ólafsdóttir, Ingibjörg Ingimarsdóttir, Guðrún H. Pálmadóttir, Rebekka Þiðriksdóttir, Ingibjörg Hargrave og Arndís Guðmundsdóttir sem eru starfsmenn á fjármála- og stjórnsýslusviði Borgarbyggðar til viðræðna um leiðréttingu á skerðingu launa sem starfsmenn urðu fyrir árið 2009.
Samþykkt að óska eftir frekari gögnum fyrir næsta fund byggðarráðs.
Samþykkt að óska eftir frekari gögnum fyrir næsta fund byggðarráðs.
10.Borgarnesbíó
1304010
Á fundinn mætir Sigurþór Kristjánsson og kynnir hugmyndir um Borgarnesbíó.
Á fundinn mætti Sigurþór Kristjánsson forstöðumaður Óðals og kynnti hugmyndir um Borgarnesbíó.
Byggðarráð samþykkti að veita kr. 600.000 í þetta verkefni og verður kostnaðurinn tekinn inn í viðauka við fjárhagsáætlun.
Byggðarráð samþykkti að veita kr. 600.000 í þetta verkefni og verður kostnaðurinn tekinn inn í viðauka við fjárhagsáætlun.
11.Samningur Borgarbyggðar og UMSB
1304011
Framlagður samningur UMSB og Borgarbyggðar um íþróttastarf eftir breytingar sem gerðar voru á sambandsþingi UMSB.
Lagður fram samningur Borgarbyggðar og Ungmennasambands Borgarfjarðar um íþróttastarf eftir breytingar sem gerðar voru á sambandsþingi UMSB.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
12.Starfsmannamál
1304012
Rætt um starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
13.Brákarbraut 19
1302005
Á fundinn mæta Jón Sævar Þorbergsson og Guðjón Kristjánsson til viðræðna um erindið.
Á fundinn mættu Jón Sævar Þorbergsson og Guðjón Kristjánsson til viðræðna um beiðni Brákarbrautar 19 ehf um kaup á lóð í Brákarey og þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru við sláturhúsið í Brákarey.
14.Styrkumsókn vegna sýningar um Hallstein og Ásmund Sveinssyni
1302123
Í lok fundar mun byggðarráð heimsækja Safnahús Borgarfjarðar og fá kynningu á fyrirhugaðri sýningu um Hallstein og Ásmund Sveinssyni.
Rætt um styrkumsókn Safnahúss vegna fyrirhugaðrar sýningar um Hallstein og Ásmund Sveinssyni.
Að loknum fundi fóru fundarmenn í heimsókn í Safnahúsið.
Að loknum fundi fóru fundarmenn í heimsókn í Safnahúsið.
15.Aðalfundur Límtré Vírnets
1304001
Framlagt fundarboð á aðalfund Límtré Vírnets.
Lagt fram fundarboð á aðalfund Límtré Vírnets sem haldinn verður í Reykjavík 04. apríl 2013.
16.Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands hf.
1303074
Framlagt fundarboð á aðalfund Sorpurðunar Vesturlands sem fram fer 19. apríl n.k. á Hótel Borgarnesi.
Lagt fram fundarboð á aðalfund Sorpurðunar Vesturlands sem fram fer 19. apríl 2013 á Hótel Borgarnes.
Samþykkt að Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
Samþykkt að Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
17.Umsókn um ferðastyrk
1302124
Lögð fram skýrsla starfsmanna Grunnskóla Borgarfjarðar um námsferð til Sauðárkróks
Lögð fram skýrsla starfsmanna Grunnskóla Borgarfjarðar um námsferð til Sauðárkróks
18.Ársskýrsla Safnahúss 2012
1303069
Lögð fram ársskýrsla Safnahúss Borgarfjarðar fyrir árið 2012.
Lögð fram ársskýrsla Safnahúss Borgarfjarðar fyrir árið 2012.
Samþykkt að fresta næsta fundi sveitarstjórnar til 18. apríl til að hægt verði að taka ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2012 til fyrri umræðu.
Fundi slitið - kl. 08:00.
Lagt fram minnisblað um áhrif samningsins á fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2013.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga frá samningnum.
Bjarki vék af fundi meðan að þessi liður var ræddur.