Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

266. fundur 11. apríl 2013 kl. 08:00 - 08:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ingibjörg Daníelsdóttir varaformaður
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir varamaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Aðalfundur Veiðifélagsins Hvítár

1304020

Framlagt fundarboð á aðalfund Veiðifélagsins Hvítár.
Lagt fram fundarboð á aðalfund Veiðifélagsins Hvítár sem haldinn var 10. apríl s.l. í Valfelli.
Ingibjörg Daníelsdóttir var fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.

2.Starfsmannamál

1304012

Rætt um starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.

3.Samþykkt um búfjárhald

1210076

Á fundinn mætir Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi og til viðræðna um samþykkt um búfjárhald.
Á fundinn mætti Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi til viðræðna um tillögur að samþykkt um búfjárhald í Borgarbyggð.
Samþykkt að óska eftir umsögn Búnaðarsamtaka Vesturlands, lögfræðings og Landgræðslunnar um tillögurnar.

4.Vegagerðin - tengivegir

1304034

Rætt um tengivegi og framkvæmdir við þá. Tillagan er að byggðarráði óski eftir samráði við Vegagerðina um forgangsröðun á uppbyggingu tengivega í Borgarbyggð. Auk þess sem byggðarráði ítreki fyrri áskorun um að lagt verði bundið slitlag í sumar á Reykjadalsveg inn að Logalandi.
Rætt um tengivegi og framkvæmdir við þá.
Samþykkt var að óska eftir samráði við Vegagerðina um forgangsröðun á uppbyggingu tengivega í Borgarbyggð. Einnig ítrekar byggðarráð fyrri áskorun um að lagt verði bundið slitlag í sumar á Reykholtsdalsveg inn að Logalandi.

5.Hugsanlegar þjóðlendukröfur ríkisins

1303011

Rætt um stöðu þjóðlendumála.
Rætt um stöðu þjóðlendumála.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að boða hagsmunaaðila til fundar með sveitarstjórn.
Samþykkt að senda frekari upplýsingar til Óbyggðanefndar.

6.Launakjör starfsmanna á stjórnsýslusviði

1303031

Á fundinum munu sveitarstjóri og skrifstofustjóri leggja fram tillögur að leiðréttingu á launakjörum þeirra starfsmanna sem urðu fyrir skerðingu árið 2009.
Rætt um leiðréttingu á launakjörum þeirra starfsmanna sem fengu skerðingu á sínum launakjörum.

Eiríkur vék af fundi meðan að þessi liður var ræddur.

7.Ársreikningur 2012

1304035

Á fundinn mæta fulltrúar frá KPMG og kynna ársreikning Borgarbyggðar fyrir árið 2012. Í kjölfarið verður lagt til að ársreikningi sé vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Á fundinn mætti Oddur G. Jónsson frá KPMG ehf og kynnti drög að ársreikningi Borgarbyggðar fyrir árið 2012.
Byggðarráð samþykkti að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

8.Kjörskrá - meðferð og samþykkt athugasemda

1304042

Tölvupóstur frá lögfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi verklag við staðfestingu kjörskrár og breytingar sem gera þarf á kjörskránni.
Lagður var fram tölvupóstur frá Guðjóni Bragasyni sviðsstjóra lögfræðisviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi verklag við staðfestingu kjörskrár við komandi Alþingiskosningar.
Svohljóðandi tillaga var samþykkt:
"Byggðarráð leggur til að sveitarstjórn samþykki að fela sveitarstjóra að semja kjörskrá. Jafnframt verði sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingiskosninga 27. apríl n.k. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis."

9.Úrsögn úr sveitarstjórn

1304036

Dagbjartur I Arilíusson óskar eftir að láta af störfum í sveitarstjórn Borgarbyggðar vegna anna í vinnu.
Lagður fram tölvupóstur frá Dagbjarti I. Arilíussyni þar sem hann óskar eftir að láta af störfum í sveitarstjórn Borgarbyggðar vegna anna í vinnu.

10.Leiksvæði á Bifröst

1304037

Umsókn Sjéntilmannaklúbbs Bifrastar um styrk vegna uppsetningar leiktækja á Bifröst.
Lögð fram umsókn Sjéntilmannaklúbbs Bifrastar dags. 24.03."13 um styrk vegna uppsetningar leiktækja á Bifröst.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við bréfritara.

11.Ungt fólk og lýðræði

1304018

Framlögð ályktun frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði
Framlögð ályktun frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem haldin var á Egilsstöðum 20. - 22. mars s.l. þar sem skorað er á stjórnvöld að leita meira til ungmenna og taka tillit til þeirra skoðana á málefnum samfélagsins.

12.183. stjórnarfundur Orkuveitu Reykjavíkur

1304007

Framlögð fundargerð frá 183 fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.
Framlögð fundargerð frá 183. fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur sem haldinn var 15. mars 2013.

13.184. stjórnarfundur Orkuveitu Reykjavíkur

1304033

Framlögð fundargerð frá 184 fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur
Framlögð fundargerð frá 184. fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur sem haldinn var 22. mars 2013.

14.Íbúafundur

1304044

Rætt um fyrirhugaðan íbúafund sem haldinn verður í Hjálmakletti mánudaginn 15. apríl n.k.

Fundi slitið - kl. 08:00.