Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

267. fundur 24. apríl 2013 kl. 08:00 - 08:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Daníelsdóttir varaformaður
  • Finnbogi Leifsson aðalmaður
  • Jónína Erna Arnardóttir varamaður
  • Jóhannes Freyr Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Fjárgirðingar 2013

1304089

Lagt fram bréf, dagsett 22. apríl 2013, frá Björgu Gunnarsdóttur, umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa.
Lagt fram bréf, dagsett 22. apríl 2013, frá Björgu Gunnarsdóttur, umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa þar sem farið er fram á aukafjárveitingu á fjárhagsáætlun ársins 2013 til ljúka við girðingar sem byrjað var á í fyrra.
Samþykkt að veita kr. 500.000 í þetta verkefni.

2.Hreinsunarátak í dreifbýli 2013

1304028

Rætt um fyrirkomulag timbur- og járnsöfnunar frá lögbýlum. Þessum lið fundargerðar umhverfis- og skipulagsnefndar var vísað til byggðarráðs á 97. fundi sveitarstjórnar þann 18. apríl 2013.
Rætt um fyrirkomulag timbur- og járnsöfnunar frá lögbýlum en sveitarstjórn vísaði málinu til byggðarráðs.
Samþykkt að afla frekari upplýsinga frá Íslenska gámafélaginu og lögfræðingi varðandi heimildir til gjaldtöku vegna flokkunar.

3.Tilboð í sumarhúsalóð

1304057

Lagt fram tilboð Hólmfríðar Helgu Jósefsdóttur í sumarhúsalóðina að Hraunteigi 14 í Syðri-Hraundal.
Lagt fram kauptilboð Hólmfríðar Helgu Jósefsdóttur í sumarhúsalóðina að Hraunteigi 14 í Syðri-Hraundal.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera gagntilboð.

4.Verkefnalisti Staðardagskrár 2013

1302026

Lögð fram drög að verkefnalista fyrir árið 2013 - 2014 frá umhverfis- og skipulagsnefnd. Þessum lið fundargerðar umhverfis- og skipulagsnefndar var vísað til byggðarráðs á 97. fundi sveitarstjórnar þann 18.04.2013. Einnig lagt fram bréf, dagsett 22. apríl 2013, frá Björgu Gunnardóttur, umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa.
Lögð fram drög að verkefnalista Staðardagskrár 2013 fyrir árin 2013-2014 en sveitarstjórn vísað þessu máli til byggðarráðs.
Samþykkt að senda verkefnalistann til nefnda sveitarfélagsins og skipa vinnuhóp til að halda utan um verkefnið.

5.Skólahreysti 2013 - umsókn um styrk.

1304093

Framlögð umsókn frá Icefitness um styrk vegna Skólahreysti 2013.
Lögð fram umsókn frá Icefitness um styrk vegna Skólahreysti 2013.
Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 50.000

6.Áskorun frá Búnaðarfélagi Mýramanna

1304090

Framlögð áskorun frá aðalafundi Búnaðarmannafélags Mýramanna, en þar er sveitarfélagið hvatt til að flýta breytingu á aðalskipulagi í Brákarey.
Lögð fram áskorun frá aðalafundi Búnaðarfélags Mýramanna þar sem sveitarfélagið er hvatt til að flýta breytingu á aðalskipulagi í Brákarey.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur þegar samþykkt breytingu á aðalskipulagi í Brákarey.

7.Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

1304076

Famlögð staðfesting á úthlutun styrks að upphæð kr. 5.000.000 til Borgarbyggðar úr framkvæmdssjóði ferðamannastaða.
Framlögð staðfesting á úthlutun styrks að upphæð kr. 5.000.000 til Borgarbyggðar úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Byggðarráð lýsir ánægju með þau framlög sem komið hafa til góðra verkefna í héraðinu.

8.Aðalfundur Faxaflóahafna

1304063

Framlagt fundarboð á aðalfund Faxaflóahafna sem fram fer 17 maí n.k.
Lagt fram fundarboð á aðalfund Faxaflóahafna sem fram fer 17. maí n.k. í Sjóminjasafninu Grandagarði.
Samþykkt að sveitarstjóri verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.

9.Hlíðartúnshúsin 2013

1304102

Lagt fram bréf, dagsett 22. apríl 2013, frá Björgu Gunnardóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa.
Lagt fram bréf dagsett 22.04.13 frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa varðandi nýtingu fjármagns á biðreikningi til endurbóta Hlíðartúnshúsanna.
Samþykkt að verða við erindinu og skal hluta fjármagnsins varið til að merkja húsin betur.

10.Kennslukvótar grunnskóla 2013-2014

1302110

Umsókn um aukinn kennslukvóta
Rætt um tillögu fræðslunefndar um aukinn kennslukvóta í Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum.
Lagt fram erindi náms- og starfsráðgjafa varðandi erindið.
Kostnaður við aukninguna er um 4 millj króna.
Byggðarráð samþykkti að auka kennslukvótann.

11.Húsnæðismál Grunnskólans í Borgarnesi

1302108

Rætt um endurbætur á húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi
Rætt um endurbætur á húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi.

12.Beiðni Klettaborgar um aukafjárveitingu

1303095

Framlagt erindi frá Klettaborg þar sem óskað er eftir fjárveitingu til búnaðarkaupa. Fræðslunefnd mælir með styrkveitingu.
Lagt fram erindi frá leikskólanum Klettaborg þar sem óskað er eftir fjárveitingu til búnaðarkaupa. Fræðslunefnd mælir með styrkveitingu.
Samþykkt að veita kr. 200.000 til búnaðarkaupa.

13.Styrkir til tómstundamála

1304060

Framlögð tillaga að úthlutunarreglum vegna styrkja til tómstundamála.
Lögð fram tillaga að úthlutunarreglum vegna styrkja til tómstundamála.
Byggðarráð samþykkti reglurnar.

14.Friðunaraðgerðir vegna bleikju

1304104

Framlagt erindi frá Veiðifélaginu Hvítá um friðunaraðgerðir vegna bleikju.
Lagt fram erindi frá Veiðifélaginu Hvítá um friðunaraðgerðir vegna bleikjuveiði á Seleyri.
Samþykkt að óska eftir fundi með fulltrúa Veiðimálastofnunar og Stangveiðifélags Borgarness um málið.

15.Skýrsla vinnuhóps um öldrunarmál

1304103

Framlögð skýrsla frá vinnuhópi um öldrunarþjónustu í Borgarbyggð.
Lögð fram skýrsla frá vinnuhópi um öldrunarþjónustu í Borgarbyggð.
Byggðarráð þakkar vinnuhópnum fyrir vel unnin störf
Samþykkt að vísa skýrslunni til velferðarnefndar og halda sameiginlegan fund sveitarstjórnar, vinnuhópsins og velferðarnefndar um málið.

16.Erindi frá leikdeild Skallagríms

1304101

Framlagt erindi frá Leikdeild Skallagríms varðandi Lyngbrekku.
Lagt fram erindi frá Leikdeild umf. Skallagríms dags. 20.04.2013 varðandi félagsheimilið Lyngbrekku.
Samþykkt að vísa erindinu til Borgarfjarðarstofu og húsnefndar Lyngbrekku.

17.Erindi Orkuveitu Reykjavíkur vegna Gagnaveitu

1304053

Framlagt bréf frá stjórn Orkuveitu Reykjavíkur þar sem óskað er eftir samþykki eigenda fyrir því að Gagnaveita Reykjavíkur sæki um undanþágu frá upplýsingalögum.
Lagt fram bréf frá stjórn Orkuveitu Reykjavíkur þar sem óskað er eftir samþykki eigenda fyrir því að Gagnaveita Reykjavíkur sæki um undanþágu frá upplýsingalögum.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við að sótt verði um undanþáguna.

18.Stöðuskýrsla vegna Plansins

1304058

Lögð fram stöðuskýrsla aðgerðaráætlunar Orkuveitu Reykjavíkur, Plansins.
Lögð fram stöðuskýrsla Plansins, sem er aðgerðaráætlun Orkuveitu Reykjavíkur.

19.Láns- og áhættuvarnarsamningur Orkuveitunnar

1304098

Framlögð beiðni Orkuveitu Reykjavíkur um heimild til lántöku.
Lögð fram beiðni Orkuveitu Reykjavíkur um heimild frá eigendum til að ganga til samninga um að gera nýjan láns- og áhættuvarnarsamning.
Byggðarráð samþykkti erindið fyrir sitt leyti.

20.185. stjórnarfundur Orkuveitu Reykjavíkur

1304096

Framlögð fundargerð frá 185 fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.
Lögð fram fundargerð frá 185. fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur sem haldinn var 05. apríl 2013.

21.Dansskóli

1304106

Rætt um dansskóla Evu Karenar
Rætt um málefni dansskóla Evu Karenar.
Lagður fram undirskriftalisti nemenda og velunnara skólans þar sem lýst er stuðningi við að dansskólinn haldi áfram starfssemi og hvatt er til að Borgarbyggð leggi sitt af mörkum til að skólinn geti starfað áfram.

Frá árinu 2010 hefur Dansskóli Evu Karenar leigt aðstöðu í Hjálmakletti. Húsaleigan að teknu tilliti til vinnuframlags dansskólans við breytingar á húsnæðinu og stuðnings í gegnum Dansfélag Borgarfjarðar hafa verið tæpar kr. 80 þúsund á mánuði. Ofan á þessa upphæð hefur bæst kostnaður vegna rafmagns og hita um kr. 30 þúsund á mánuði.
Byggðarráð leggur áherslu á að leitað verði leiða í samráði við Evu Karenu og Dansfélag Borgarfjarðar til að tryggja áframhaldandi danskennslu í sveitarfélaginu enda hefur starfsemi Dansskólans verið til fyrirmyndar.
Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að vinna að málinu.

22.Ársskýrsla og ársreikningur Sorpurðunar Vesturlands.

1304100

Framlögð ársskýrsla og ársreikningur fyrir Sorpurðun Vesturlands.
Lögð fram fundargerð aðalfundar Sorpurðunar Vesturlands ásamt ársskýrslu og ársreikningi.

23.Ársreikningur Menntaskóla Borgarfjarðar 2012

1304040

Framlagður ársreikningur Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir árið 2012
Lagður fram ársreikningur Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir árið 2012.

24.Framtíðarskipulag sorphirðu

1303058

Lagt fram bréf, dagsett 23. apríl 2013, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa um kostnaðarmat varðandi framlagða skýrslu um framtíðarskipulag sorphirðu.
Lagt fram bréf frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa dags. 23.04."13, um kostnaðarmat varðandi framlagða skýrslu um framtíðarskipulag sorphirðu.
Samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að leggja fram nákvæmari tillögu um framkvæmd og kostnað við sorphirðu í dreifbýli.

25.Akstursíþróttir

1304110

Framlagt erindi frá Aðalsteini Símonarsyni þar sem óskað er heimildar Borgarbyggðar fyrir rallýkeppni 25 maí n.k.
Lagt fram erindi frá Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur dags. 22.04."13 þar sem óskað er heimildar Borgarbyggðar fyrir rallýkeppni innan sveitarfélagsins 25. maí n.k.
Byggðarráð lýsir áhyggjum yfir að rallkeppni sé haldin í sveitarfélaginu á þessum tíma m.a. vegna þess að nýbúið er að sleppa lambfé í haga og getur því ekki fallist á að keppnin sé haldin á vegum í umsjón sveitarfélagsins. Jafnframt bendir byggðarráð á að þennan dag hefst veiði í Hítarvatni og því mikil umferð veiðimanna á landsveginum. Því telur byggðarráð ekki rétt að heimila keppni á veginum.


Jóhannes vék af fundi.

26.Framkvæmdir á Kleppjárnsreykjum

1304099

Á fundinn mætir Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs og kynnir framkvæmdir við Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum.
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs og kynnti framkvæmdir við Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum.
Samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að láta fara fram verðkönnun á grundvelli framlagðra gagna.

27.Framkvæmdir sumarið 2013

1304105

Framkvæmdir í Borgarbyggð sumarið 2013
Jökull fór yfir þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru í Borgarbyggð sumarið 2013.
Samþykkt að heimila að samið verði við verktaka um gerð snúningsplans við grunnskólans á Hvanneyri.
Samþykkt að heimila útboð á breytingum á þreksal íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi og vinna verkið í framhaldi af því.
Samþykkt að heimila verðkönnun á framkvæmdum við bílaplan á horni Brákarbrautar og Bjarnarbrautar og ganga til framkvæmda þegar niðurstaða liggur fyrir.
Samþykkt að heimila að samið verði við Borgarverk ehf um framkvæmdir við Brúartorg á grundvelli tilboðs frá árinu 2012.
Samþykkt að heimila uppsetningu götulýsingar við Vallarás í samræmi við tilboð Rarik í verkið.
Samþykkt að semja við Borgarverk ehf um breikkun Ánahlíðar í tengslum við lóðarframkvæmdir við Borgarbraut 65.
Samþykkt að semja við Borgarverk ehf um malbikun götu og bílaplans á Bifröst á grundvelli tilboðs frá 2012.
Samþykkt að heimila að fara í fyllingu lóðar fyrir gámasvæði á Sólbakka í samræmi við fjárhagsáætlun.
Samþykkt að heimila stígagerð við Bjargsafleggjara í samræmi við fjárhagsáætlun með fyrirvara um samþykki landeigenda.
Samþykkt að heimila stígagerð frá Kjartansgötu að Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi í samræmi við fjárhagsáætlun með fyrirvara um samþykki Umhverfisstofnunar.
Rætt um framkvæmdir við Oddstaðarétt.
Rætt um beiðni Borgarverks um þátttöku í kostnaði við uppsetningu milliveggs í Brákarbraut 25 og var samþykkt að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2014.

Fundi slitið - kl. 08:00.