Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

269. fundur 07. maí 2013 kl. 17:00 - 17:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ingibjörg Daníelsdóttir varaformaður
  • Finnbogi Leifsson aðalmaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Umsókn um leyfi vegna rallýkeppni

1305004

Uppfærð umsókn Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur um leyfi til aksturs á vegum í Borgarbyggð í rallýkeppni 25. maí n.k.
Á fundinn mætti Aðalsteinn Símonarson og kynnti uppfærða umsókn Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur um leyfi til aksturs á vegum í Borgarbyggð í rallýkeppni 25. maí n.k.
Samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að ræða við bréfritara um mögulegar akstursleiðir fyrir keppnina.

2.Viðauki við fjárhagsáætlun 2013

1305005

Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2013 sem unnin er upp úr þeim samþykktum sem gerðar hafa verið í byggðarráði og sveitarstjórn.
Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2013 sem unnin er upp úr þeim samþykktum sem gerðar hafa verið í byggðarráði og sveitarstjórn.
Byggðarráð samþykkti tillöguna.

3.Miðaldaböð

1304121

Rætt um miðaldaböð
Rætt um miðaldaböð.

4.Starfsmannamál

1304120

Rætt um starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
Sveitarstjóri kynnti umsóknir um starf skipulags- og byggingarfulltrúa og hverjir umsækjenda verða teknir í viðtal.

5.Erindi frá Fornbílafjelaginu

1305012

Framlagt erindi frá Fornbílafjelaginu vegna húsnæðis í Brákarey.
Lagt fram bréf Fornbílafjelags Borgarfjarðar dags. 23.04."13 varðandi stækkun húsnæðis í Brákarey undir samgöngusafn.
Samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að ræða við bréfritara.

6.Styrkumsókn frá Snorrastofu

1304119

Á fundinn mætir Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu og kynnir erindi stofnunarinnar um mótframlag vegna stuðnings Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða við verkefni í Reykholti.
Á fundinn mætti Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu og kynnti erindi stofnunarinnar um mótframlag vegna stuðnings Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða við verkefni í Reykholti.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu í samráði við Berg.

7.Dansskóli

1304106

Á fundinn mætir Eva Karen Þórðardóttir til viðræðna um framhald danskennslu í Borgarbyggð
Á fundinn mætti Eva Karen Þórðardóttir til viðræðna um framhald danskennslu í Borgarbyggð.

8.Ársreikningur 2012

1304035

Rætt um ársreikning fyrir árið 2012
Rætt um ársreikning fyrir árið 2012 sem tekinn verður til seinni umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar og lögð fram frávikagreining frá fjárhagsáætlun.


Finnbogi vék af fundi.

9.Gróðursetning á Kleppjárnsreykjum

1305010

Lagt fram bréf, dagsett 6. maí 2013, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa auk skipulagsuppdráttar af Kleppjárnsreykjum.
Lagt fram bréf Bjargar Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa dags. 06.05."13 varðandi gróðursetningu á Kleppjárnsreykjum auk skipulagsuppdráttar af svæðinu.
Samþykkt að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að vinna áfram að málinu.

10.Íþróttamiðstöðin - þreksalur

1305013

Framlögð kostnaðaráætlun vegna breytinga þreksal í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi
Lögð fram kostnaðaráætlun vegna breytinga á þreksal Íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti áætlunina.

11.Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands

1305008

Framlögð fundargerð frá aðalfundi Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og ársreikningur fyrir árið 2013.
Lögð fram fundargerð frá aðalfundi Heilbrigðiseftirlits Vesturlands sem haldinn var 19. apríl 2013 ásamt ársreikningi fyrir árið 2012.

12.Vinnuhópur um stefnumótun í málefnum aldraðra

1303082

Framlögð fundargerð frá 7 fundi í vinnuhópi um stefnumótun í málefnum aldraðra.
Lögð fram fundargerð frá 7. fundi í vinnuhópi um stefnumótun í málefnum aldraðra.

13.Vinnuhópur um endurskoðun Staðardagskrár 21

1305025

Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um endurskoðun Staðardagskrár 21.
Byggðarráð samþykkti erindisbréfið.

14.Breyting á verktakasamning

1305026

Framlögð beiðni frá HS-verktak ehf. um að verktakasamningur við Borgarbyggð verði framseldur til HSS-verktak ehf.
Byggðarráð samþykkti beiðnina.

Fundi slitið - kl. 17:00.