Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Akstur sauðfjár á Oddstaðaafrétt
1306086
Lögð fram beiðni Óskars Halldórssonar um heimild til að aka fé á Oddstaðaafrétt í byrjun júlí.
2.Bréf frá sóknarnefnd v/vatns- og fráveitugjalda
1203047
Lagt fram bréf Sóknarnefndar Reykholtskirkju varðandi fráveitumál kirkjunnar.
Lagt fram bréf Sóknarnefndar Reykholtskirkju dags. 20.06."13 varðandi álagningu fráveitugjalda kirkjunnar.
Samþykkt að óska eftir svörum frá forstjóra Orkuveitunnar um álagningu vatns- og fráveitugjalda á kirkjur á veitusvæði OR og vekja athygli stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur á málinu.
Samþykkt að óska eftir svörum frá forstjóra Orkuveitunnar um álagningu vatns- og fráveitugjalda á kirkjur á veitusvæði OR og vekja athygli stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur á málinu.
3.Launagreiðslur til vinnuhópa
1306087
Tillaga um launagreiðslur fyrir setu í vinnuhópum og nefndum með skilgreind verkefni.
Lögð fram tillaga um launagreiðslur fyrir setu í vinnuhópum og nefndum með skilgreind verkefni.
Tillagan var samþykkt með áorðnum breytingum.
Tillagan var samþykkt með áorðnum breytingum.
4.Refsstaðir, breytt notkun á fjósi
1306089
Lagður fram tölvupóstur dags. 21. júní 2013 frá þorsteini Sigurðssyni f.h. Þurrfisks ehf. þar sem óskað er eftir afstöðu Borgarbyggðar til þess að fjósi á Refsstöðum verði breytt í fiskþurkun.
Lagður fram tölvupóstur dags. 21. júní 2013 frá Þorsteini Sigurðssyni f.h. Þurrfisks ehf. þar sem óskað er eftir afstöðu Borgarbyggðar til þess að fjósi á Refsstöðum verði breytt í fiskþurrkunarhús.
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands dags. 25.06."13 varðandi starfsleyfi fyrir fiskverkunina.
Erindið er til umfjöllunar hjá umhverfis- og skipulagssviði Borgarbyggðar. Samþykkt að bjóða forsvarsmönnum fyrirtækisins á fund byggðarráðs.
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands dags. 25.06."13 varðandi starfsleyfi fyrir fiskverkunina.
Erindið er til umfjöllunar hjá umhverfis- og skipulagssviði Borgarbyggðar. Samþykkt að bjóða forsvarsmönnum fyrirtækisins á fund byggðarráðs.
5.Saga Borgarness - fundargerð
1306068
2. og 3. fundargerð ritnefndnar Sögu Borgarness sem haldnar voru 20. júní og 24. júní.
Lagðar fram 2. og 3. fundargerð ritnefndnar Sögu Borgarness sem haldnar voru 20. júní og 24. júní s.l.
6.Bakkakot, stofnun íbúðarhúsalóðar
1306095
Lögð fram umsókn dags. 20. júní 2013 frá Sigurgeir Sindra Sigurgeirssyni um stofnun nýrrar 870 m² íbúðarhúsalóðar úr jörðinni Bakkakot sem nefnd yrði Bakkakot II.
Lögð fram umsókn dags. 20. júní 2013 frá Sigurgeir Sindra Sigurgeirssyni um stofnun nýrrar 870 m² íbúðarhúsalóðar úr jörðinni Bakkakot sem nefnd yrði Bakkakot II.
Samþykkt að verða við beiðninni.
Samþykkt að verða við beiðninni.
7.Endurmat fasteignamats 2014
1306093
Framlagðar upplýsingar um endurmat fasteigna vegna fasteingarmats 2014
Lagðar fram upplýsingar um endurmat fasteigna vegna fasteignamats 2014.
8.Aðilaskipti á samningi um skólaakstur
1306103
Beiðni Pétur Steins Guðmundssonar hdl f.h. Sturlu Stefánssonar um að samningur um skólaakstur verði fluttur á fyrirtæki sem er í eigu hans og eiginkonu hans.
Lögð fram beiðni Pétur Steins Guðmundssonar hdl f.h. Sturlu Stefánssonar um að samningur um skólaakstur verði fluttur á fyrirtæki sem er í eigu Sturlu og eiginkonu hans.
Samþykkt að verða við beiðninni.
Samþykkt að verða við beiðninni.
9.Endurskoðun á leigugjaldi samkvæmt samningi.
1306106
Lagt fram bréf, dagsett 26. júní 2013, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa auk gildandi samnings við Sauðfjáreigendafélag Borgarness.
Lagt fram bréf, dagsett 26. júní 2013, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa auk gildandi samnings við Sauðfjáreigendafélag Borgarness.
Vísað til umsagnar landbúnaðarnefndar.
Vísað til umsagnar landbúnaðarnefndar.
10.Ósk um samþykki eigenda
1306096
Framlagt bréf frá OR þar sem óskað er eftir samþykki eigenda varðandi tilboð sem OR hefur borist.
Rætt um erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem óskað er eftir samþykki eigenda varðandi tilboð sem borist hefur til OR.
Byggðarráð samþykkti tilboðið fyrir sitt leyti.
Byggðarráð samþykkti tilboðið fyrir sitt leyti.
11.Ósk um samþykki eigenda - lánalína
1306097
Framlagt erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem óskað er eftir samþykki eigenda varðandi framlengingu á lánalínu.
Lagt fram erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem óskað er eftir samþykki eigenda varðandi framlengingu og endurnýjun á rekstrarlánalínu við íslenskar bankastofnanir.
Byggðarráð samþykkti erindið fyrir sitt leyti.
Byggðarráð samþykkti erindið fyrir sitt leyti.
12.Íslandsmót í hestaíþróttum, styrkumsókn
1211039
Framlagt erindi frá Hestamannafélögunum Skugga og Faxa vegna Íslandsmeistarmóts í hestaíþróttum sem fram fer í Borgarnesi í júlí n.k.
Lagt fram erindi frá Hestamannafélögunum Skugga og Faxa vegna Íslandsmeistarmóts í hestaíþróttum sem fram fer í Borgarnesi í júlí n.k.
Samþykkt að veita kr. 850.000 í uppbyggingu á svæði hestamanna vegna Íslandsmeistarmótsins og kr. 150.000 styrk til Faxa vegna 80 ára afmæli félagsins.
Fjárhæðin verður tekin af framlagi frá Jöfnunarsjóði sem er hærra en áætlun gerði ráð fyrir.
Geirlaug sat hjá við afgreiðslu.
Samþykkt að veita kr. 850.000 í uppbyggingu á svæði hestamanna vegna Íslandsmeistarmótsins og kr. 150.000 styrk til Faxa vegna 80 ára afmæli félagsins.
Fjárhæðin verður tekin af framlagi frá Jöfnunarsjóði sem er hærra en áætlun gerði ráð fyrir.
Geirlaug sat hjá við afgreiðslu.
13.Breyting á verktakasamning
1305026
Framlögð umsögn frá Juris lögmönnum varðandi beiðni aðilaskipti á samningi um áhaldahússvinnu
Lögð fram umsögn frá Juris lögmönnum varðandi beiðni um aðilaskipti á samningi um áhaldahúsvinnu.
Afgeiðslu frestað og samþykkt að bíða niðurstöðu fundar lögfræðings og skiptastjóra.
Afgeiðslu frestað og samþykkt að bíða niðurstöðu fundar lögfræðings og skiptastjóra.
14.Bréf Hagsmunasamtaka heimilanna
1306088
Lagt fram bréf Hagsmunasamtaka heimilanna varðandi stöðvun á nauðungarsölum án dómsúrskurðar
Lagt fram bréf Hagsmunasamtaka heimilanna dags. 18.06."13 varðandi stöðvun á nauðungarsölum án dómsúrskurðar.
15.Fundargerðir Orkuveitu Reykjavíkur
1306092
Framlagðar fundargerðir frá 187 og 188 fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur sem og fundargerð frá aðalafundi OR
Lagðar fram fundargerðir frá 187. og 188. fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur sem og fundargerð frá aðalfundi OR sem haldinn var 21. júní s.l.
16.Cranet rannsókn
1306080
Framlagðar niðurstöður um starfsángæju starfsmanna Borgarbyggðar úr Cranet 2012
Lagðar fram niðurstöður úr Cranet rannsókn um starfsánægju sem hluti starfsmanna Borgarbyggðar tók þátt í árið 2012.
Byggðarráð lýsir ánægju með að starfsánægja er vaxandi meðal starfsmanna Borgarbyggðar skv. því sem fram kemur í rannsókninni.
Byggðarráð lýsir ánægju með að starfsánægja er vaxandi meðal starfsmanna Borgarbyggðar skv. því sem fram kemur í rannsókninni.
Fundi slitið - kl. 08:00.
Þar sem forsendur hafa ekki breyst á milli ára hafnar byggðarráð beiðninni eins og undanfarin ár.