Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

275. fundur 04. júlí 2013 kl. 08:00 - 08:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson varaformaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Bréf vegna fyrirhugaðrar sölu á Syðri-Hraundal

1306112

Bréf frá Guðbrandi Brynjúlfssyni vegna fyrirhugaðrar sölu á jörðinni Syðri-Hraundalur
Lagt fram bréf frá Guðbrandi Brynjúlfssyni vegna fyrirhugaðrar sölu á jörðinni Syðri-Hraundal.

Byggðarráð þakkar bréfritara ábendingarnar.

2.Endurskoðun á leigugjaldi samkvæmt samningi.

1306106

Lögð fram umsögn landbúnaðarnefndar á endurskoðun á leigugjaldi í samningi við Sauðfjáreigendafélag Borgarness.
Lögð fram umsögn landbúnaðarnefndar á endurskoðun á leigugjaldi í samningi við Sauðfjáreigendafélag Borgarness.

Byggðarráð samþykkti tillögu landbúnaðarnefndar.

3.Refsstaðir, breytt notkun á fjósi

1306089

Á fundinn koma fulltrúar frá Þurrfiski ehf til viðræðna um fiskþurkun að Refsstöðum í Hálsasveit.
Á fundinn mætti Þorsteinn Óli Sigurðsson frá Þurrfiski ehf til viðræðna um fyrirhugaða fiskþurkun að Refsstöðum.
Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs sat fundinn meðan liðir nr. 3 og 4 voru ræddir.

4.Breyting á verktakasamning

1305026

Rætt um beiðni um aðilaskipti á verktakasamningi við HS-verktak.
Rætt um þá stöðu sem komin er upp varðandi samninga um áhaldahúsvinnu og snjómokstur fyrir Borgarbyggð.

Í ljósi forsögu og stöðu þessa máls samþykkti byggðarráð að segja upp samningum um áhaldahúsvinnu og snjómokstur með þriggja mánaða fyrirvara og miðast uppsögnin við næstu mánaðarmót.
Umhverfis- og skipulagssviði er falið að undirbúa verðkönnun á verkunum.
Þar sem ljóst er að mistök voru gerð við samningsgerð felur byggðarráð sveitarstjóra að gera skýrar verklagsreglur varðandi gerð og úrvinnslu útboða og verðkannana á vegum sveitarfélagsins.

5.Framtíðarskipulag Skallagrímsgarðs

1304030

Rætt um tillögur að framtíðarskipulagi Skallagrímsgarðs.
Rætt um tillögur að framtíðarskipulagi Skallagrímsgarðs. Íbúafundur var haldinn um tillögurnar í síðustu viku.

Byggðarráð þakkar þær umræður sem orðið hafa um Skallagrímsgarð. Garðurinn hefur verið bæjarprýði undanfarin ár, ekki síst fyrir tilstilli þeirra starfsmanna sem þarf hafa starfað.
Byggðarráð samþykkir að á þessu ári verði einungis farið í nauðsynlega grisjun í garðinum. Ákvörðun um frekari aðgerðir verður tekin að loknum frekari umræðum og athugunum.

6.Fjárhagsstaða Borgarbyggðar 2013

1305068

Lagðar fram skýringar fræðslustjóra á framúrkeyrslu Grunnskólans í Borgarnesi og tillögur um hvernig hallanum verði mætt.
Einnig mætir fjármálafulltrúi á fundinn með upplýsingar um stöðuna í maí-lok.
Á fundinn mætti Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi og lagði fram yfirlit um stöðu rekstrar Borgarbyggðar í samanburði við fjárhagsáætlun í maí-lok.
Lagt var fram minnisblað fræðslustjóra varðandi framúrkeyrslu í Grunnskólanum í Borgarnesi.

7.The Leader in Me

1305039

Rætt um verkefnið The Leader in Me
Rætt um verkefnið The Leader in Me.
Samþykkt að fresta ákvörðun um þátttöku fram á haust í ljósi þess að ekki hafa allar skólastofnanir fengið kynningu á verkefninu.

8.Erindi vegna umhirðu lóða, aksturshraða o.fl.

1307008

Erindi Álfheiðar Marinósdóttur varðandi þrif á lóðum í eigu fjármálastofna, aksturshraða í Arnarkletti og frágang eftir framkvæmdir við Fálkaklett.
Lagt fram erindi Álfheiðar Marinósdóttur varðandi þrif á lóðum í eigu fjármálastofnana, aksturshraða í Arnarkletti og frágang eftir framkvæmdir við Fálkaklett.

Byggðarráð þakkar ábendingarnar og hvetur fjármálastofnanir sem eiga lóðir í sveitarfélaginu að sjá til þess að þær séu snyrtilegar og valdi ekki óþægindum fyrir nágranna.
Erindinu var að öðru leiti vísað til umfjöllunar umhverfis- og skipulagsnefndar.

9.Erindi varðandi vörðu

1307010

Erindi Kjartans Ragnarssonar þar sem hann fer fram á að varða sem gerð var í tilefni Brákarhátíðar fái að standa áfram (bréf kemur inn á miðvikudag).
Lagt fram erindi Neðri-bæjarsamtakanna þar sem farið er fram á að varða sem gerð var í tilefni Brárkarhátíðar fái að standa áfram.

Samþykkt að verða við erindinu.

10.Forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2014

1307005

Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2014.
Lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2014.

11.Aðalfundur Reiðhallarinnar Vindási ehf

1306069

Fundargerð aðalfundar Reiðhallarinnar Vindási ehf ásamt ársreikningi 2012.
Löðg fram fundargerð aðalfundar Reiðhallarinnar Vindási ehf sem haldinn var 25. júní ásamt ársreikningi 2012.

12.Klettur 2, sumarbústaðalóð

1307012

Lögð fram umsókn dags. 23. júní 2013, frá Hlíf Steingrímsdóttur og Halldóri Zoéga um stofnun 7000 m² sumarbústaðalóðar úr landi Kletts 2.
Lögð fram umsókn dags. 23. júní 2013, frá Hlíf Steingrímsdóttur og Halldóri Zoéga um stofnun 7000 m² sumarbústaðalóðar úr landi Kletts 2.

Samþykkt að lóðin verði stofnuð.
Sigríður vék af fundi áður en fundargerð var upplesin.

Fundi slitið - kl. 08:00.