Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

276. fundur 18. júlí 2013 kl. 08:00 - 08:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ingibjörg Daníelsdóttir varamaður
  • Jóhannes Freyr Stefánsson varamaður
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá
Gestir fundarins voru Hjörtur Ingi Hjartarson og Kristín Þórdís Þorgilsdóttir nemar í Háskólanum á Bifröst sem eru í starfsnámi á skrifstofu Borgarbyggðar.

Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs sat fundinn meðan liðir nr. 1, 4, 9, 11, 14, 15 og 16 voru ræddir.

1.Breyting á aðalskipulagi í Stóru-Brákarey

1306062

Bréf Skipulagsstofnunar þar sem tilkynnt er að ekki verði fallist á að breyting á aðalskipulagi í Brákarey teljist óveruleg.
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 05.07."13 þar sem tilkynnt er að ekki verði fallist á að breyting á aðalskipulagi í Brákarey teljist óveruleg.
Byggðarráð lýsti yfir vonbrigðum með niðurstöðu Skipulagsstofnunar í málinu og unir ekki niðurstöðunni.
Skipulagsfulltrúa var falið að vinna áfram að málinu.

2.Ábending slökkviliðsstjóra

1307030

Bréf Bjarna Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra varðandi starfsemi Gámafélagsins í húsnæði Borgarbyggðar í Brákarey.
Rætt um ábendingar Bjarna Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra varðandi umgengni Íslenska Gámafélagsins í húsnæði Borgarbyggðar í Brákarey.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn Íslenska gámafélagsins um málið.

3.Frávik frá fjárhagsáætlun

1307020

Rætt um viðbrögð við frávikum frá fjárhagsáætlun.
(ákveðið á 275. fundi byggðarráðs)
Rætt um viðbrögð við frávikum frá fjárhagsáætlun.
Sveitarstjóri greindi frá að Borgarbyggð, ásamt fleiri sveitarfélögum, er að vinna með Sambandi ísl sveitarfélaga að tillögum um vinnubrögð við áætlanagerð sveitarfélaga.

4.Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar 05. júlí

1307031

Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar frá 05. júlí s.l. Lögð fram til afgreiðslu í byggðarráði þar sem að sveitarstjórn er í fríi frá fundahöldum.
Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar frá 05. júlí s.l.
Varðandi 3. lið, Refsstaðir breytt notkun á fjósi, var umhverfis- og skipulagssviði falið að afla frekari gagna.
Byggðarráð samþykkti fundargerðina að öðru leiti.

5.Fjallskilamál á Bjarnadal

1304111

Lögð fram bókun fjallskilanefndar Borgarhrepps, Stafholtstungna (Ystu-Tungu) og Norðurárdals frá fundi nefndarinnar þann 1. júlí 2013.
Lögð fram bókun fjallskilanefndar Borgarhrepps, Stafholtstungna (Ystu-Tungu) og Norðurárdals frá fundi nefndarinnar þann 1. júlí 2013 varðandi nýtingu á afréttarlandi á Bjarnadal.
Samþykkt að fela nefndinni að ræða við fjallskilanefnd Hörðudals og Miðdala um málið.

6.Húsnæðismál Rafta

1307036

Beiðni Rafta, bifhjólafélags Borgarfjarðar um húsnæði fyrir félagið.
Lagt fram bréf Rafta, bifhjólafélags Borgarfjarðar þar sem óskað er eftir aðstöðu fyrir starfsemi félagsins í gamla sláturhúsinu í Brákarey.
Samþykkt að vísa erindinu til vinnuhóps um húsnæðismál sem mun skila niðurstöðu í ágúst.

7.Refaveiðar

1307029

Óskað er eftir að Borgarbyggð samþykki aukafjárveitingu til að vinna greni hjá Þverfelli.
Lögð fram beiðni Rúnars og Ingu á Þverfelli í Lundarreykjadal dags. 08.07."13 þar sem farið er fram á að Borgarbyggð auki fjárveitingu til grenjavinnslu.
Framlag sveitarfélagsins til grenjavinnslu á þessu ári hefur verið notað og er óvissa um mótframlag ríkisins. Ekki er því hægt að verða við erindinu.

8.Samþykkt um búfjárhald

1210076

Lagt fram bréf, dagsett 15. júlí 2013, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa auk yfirfarinnar samþykktar um búfjárhald.
Lagt fram bréf, dagsett 15. júlí 2013, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa auk yfirfarinnar samþykktar um búfjárhald.
Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

9.Skotæfingasvæði við Ölduhrygg

1307028

Lagt fram minnisblað , dagsett 15. júlí 2013, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa um fyrirhugaðan samning við Skotfélag Vesturlands um skotæfingasvæðið við Ölduhrygg.
Lagt fram minnisblað , dagsett 15. júlí 2013, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa um fyrirhugaðan samning við Skotfélag Vesturlands um skotæfingasvæðið við Ölduhrygg.
Byggðarráð samþykkti að fela umhverfis- og skipulagssviði að vinna áfram að málinu.

10.Viðhald girðinga

1306094

Lögð fram bókun Fjallskilanefndar BSN frá fundi þann 1. júlí 2013 þar sem óskað er m.a. eftir framlagi til viðhalds á réttunum við Svignaskarð og Brekku.
Lögð fram bókun Fjallskilanefndar Borgarhrepps, Norðurárdals og Stafholtstungna vestan Norðurár frá fundi þann 1. júlí 2013 þar sem óskað er m.a. eftir framlagi til viðhalds á réttunum við Svignaskarð og Brekku.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við formann nefndarinnar.

11.Kæra vegna málsmeðferðar við grenndarkynningu

1307027

Framlögð kæra frá Ikan ehf. vegna málsmeðferðar við grendarkynningu.
Lagt fram afrit af kæru frá Ikan ehf. til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna málsmeðferðar við grenndarkynningu og útgáfu framkvæmdaleyfis.
Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra og forstöðumanni umhverfis- og skipulagssviðs að vinna áfram að málinu og afhenda nefndinni umbeðin gögn.

12.Önnur mál fjallskilanefndar BSN.

1301076

Lögð fram bókun Fjallskilanefndar BSN, undir önnur mál, frá fundi þann 1. júlí 2013 þar sem óskað er eftir heimild til að senda aðliggjandi afréttarnefndum þ.e. Álftaneshrepps og Hraunhrepps ósk um að einungis verði vika á milli allra leita á svæðinu.
Lögð fram bókun Fjallskilanefndar Borgarhrepps, Norðurárdals og Stafholtstungna, vestan Norðurár, frá fundi þann 1. júlí 2013 þar sem óskað er eftir heimild til að senda aðliggjandi afréttarnefndum þ.e. Álftaneshrepps og Hraunhrepps, ósk um að einungis verði vika á milli allra leita á svæðinu.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við að fjallskilanefndir hafi samráð sín á milli um tímasetningu á smalamennsku. Byggðarráð bendir á að rétt sé að ræða málið í fjallskilanefnd Borgarbyggðar.

13.Erindi frá Andra Arnþórssyni

1307025

Framlagt erindi frá Andra Arnþórssyni vegna verkefnis á Bifröst.
Lagt fram erindi Andra Arnþórssonar um verkefni á Bifröst með aðkomu Borgarbyggðar.
Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu.

14.Tilboð í tæmingu rotþróa í Borgarbyggð 2013-2017.

1307047

Á fundinn mætir Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs og gerir grein fyrir tilboðum sem bárust í rotþróahreinsun í Borgarbyggð
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs og gerði grein fyrir tilboðum sem bárust í rotþróahreinsun í Borgarbyggð og opnuð voru 10. júlí s.l.
Sex tilboð bárust í verkið frá fjórum fyrirtækjum.
Ekki er lokið yfirferð tilboðanna og var afgreiðslu frestað.

15.Hraunborg - viðhald

1307051

Á fundinn mætir Jökull Helgason og fer yfir viðhaldsþörf á Hraunborg. Í kjölfar fjölgunar barna er ljóst að nýta þarf gamla rekstorsbústaðinn undir leikskóladeild og því hefur Hjallstefnan farið fram að salerni í húsinu verði endurbætt. Áætlaður kostnaður er 600.000
Jökull Helgason fór yfir viðhaldsþörf á Hraunborg. Í kjölfar fjölgunar barna er ljóst að nýta þarf gamla rektorsbústaðinn undir leikskóladeild og því hefur Hjallastefnan farið fram að salerni í húsinu verði endurbætt. Áætlaður kostnaður er kr. 1.000.000
Samþykkt að láta vinna verkið og verður kostnaður færður á viðhaldsliði í eignasjóði.

16.Grunnskólinn í Borgarnesi viðhald

1307050

Á fundinn mætir Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs og gerir grein fyrir viðhaldi á húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi. Í kjölfar rakamælinga í húsinu þarf að ráðast í lagfæringar á gluggum o.fl. Jökull mun leggja fram tillögu að úrbótum og kostnaðaráætlun.
Jökull Helgason gerði grein fyrir viðhaldi á húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi. Ráðast þarf í lagfæringar og lagði Jökull fram tillögu að úrbótum og er kostnaðaráætlun við viðhald og búnaðarkaup um 12 millj kr. til viðbótar því sem áður hafði verið gert ráð fyrir.
Samþykkt að láta vinna verkið og verður kostnaður færður á viðhaldsliði í eignasjóði.

17.Girðing milli afréttarlands Borgarbyggðar og Gilsbakka.

1307034

Lagt fram bréf, dagsett 15. júlí, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa.
Lagt fram bréf Bjargar Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa dags. 15.07."13 varðandi girðingu milli afréttarlands Borgarbyggðar og Gilsbakka.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að afla frekari gagna.

18.Hestagerði

1307038

Lagt fram bréf, dagsett 15. júlí, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa.
Lagt fram bréf Bjargar Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa dags. 15. júlí 2013 varðandi viðgerð á hestagerði á merkjum Hraunsmúla og Skóga.
Samþykkt að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að afla frekari gagna um skyldur sveitarfélagsins í þessum efnum.

19.Veiðifélag Gljúfurár - aðalfundur

1305083

Fundargerð aðalfundar Veiðifélags Gljúfurár sem haldinn var 3. júní
Lögð fram fundargerð aðalfundar Veiðifélags Gljúfurár sem haldinn var 3. júní s.l.

20.807. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga

1307023

Fundargerð 807. fundar stjórnar Sambands ísl sveitarfélaga
Lögð fram fundargerð 807. fundar stjórnar Sambands ísl sveitarfélaga sem haldinn var 28. júní s.l.

Fundi slitið - kl. 08:00.