Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

277. fundur 01. ágúst 2013 kl. 08:00 - 08:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Daníelsdóttir varamaður
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Framkvæmdir sumarið 2013

1305093

Rætt um framkvæmdir sumarið 2013. Jökull mætir á fundinn.
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs og sat fundinn meðan 1. - 5. liðir voru ræddir.

Rætt um framkvæmdir á vegum Borgarbyggðar sumarið 2013.

2.Breyting á aðalskipulagi í Stóru-Brákarey

1306062

Svar Skipulagsstofnunar við beiðni um leiðbeiningar um hvort sveitarfélaginu sé heimilt að staðfesta óverulega breytingu á aðalskipulagi.
Lagt fram svar Skipulagsstofnunar við beiðni um leiðbeiningar um hvort sveitarfélaginu sé heimilt að staðfesta óverulega breytingu á aðalskipulagi.
Á fundinn mætti Helgi Helgason framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.

Samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að auglýsa breytingu á aðalskipulagi í Brákarey skv. leiðbeiningum Skipulagsstofnunar.

3.Aðstaða og öryggi nemenda

1307068

Bréf Íbúasamtaka á Hvanneyri og Foreldrafélags GBF á Hvanneyri varðandi aðstöðu og öryggi nemenda við Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri
Lagt fram bréf Íbúasamtaka á Hvanneyri og Foreldrafélags Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri dags. 19.07."13 varðandi aðstöðu og öryggi nemenda við Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri.
Jökull sagði frá að framkvæmdir væru að hefjast og að þeim myndi ljúka fyrir skólabyrjun.

4.Tilboð í tæmingu rotþróa í Borgarbyggð 2013-2017.

1307047

Tekin fyrir tilboð í tæmingu rotþróa í Borgarbyggð 2013 - 2017.
Rætt um tilboð í tæmingu rotþróa í Borgarbyggð 2013 - 2017.
Í tilboðunum eru álitamál og var umhverfis- og skipulagssviði falið að kanna hvernig unnið verður með þau áður en ákvörðun um töku tilboða verður tekin.

5.Kæra vegna veitingu byggingaleyfis

1307058

Afrit af kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála á útgáfu á byggingarleyfi fyrir byggingu sumarhúss
Lagt fram afrit af kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála á útgáfu á byggingarleyfi fyrir byggingu sumarhúss.

6.Saga Borgarness - fundargerð

1306068

Fundargerð frá 4. fundi ritnefndar um sögu Borgarness ásamt minnisblöðum frá meiri- og minnihluta nefndarinnar.
Nefndin hefur óskað eftir að farið sé með þessi gögn sem trúnaðarmál.
Lögð fram fundargerð frá 4. fundi ritnefndar um sögu Borgarness ásamt minnisblöðum.

Byggðarráð óskar eftir því að Borgarfjarðarstofa og ritnefndin fundi um stöðu verkefnisins. Þar verði rætt um verklag, efnistök og áætlun um tímalengd verksins og tillaga að kostnaðaráætlun unnin. Byggðarráð telur að fyrr sé ekki tímabært að ráða höfund að ritun sögunnar.

Sigríður vék af fundi.

7.Afgreiðsla byggðarráðs á styrkjum

1307060

Bréf UMSB vegna afgreiðslu byggðarráðs á styrk til tómstundaskóla
Lagt fram bréf Ungmennasambands Borgarfjarðar dags. 15.07."13 vegna afgreiðslu byggðarráðs á styrk til tómstundaskóla.
Samþykkt að veita aðra styrki í hlutfalli við þátttöku í námskeiðum.

8.Kaup á rafmagnstímatökutækjum o.fl.

1306044

Umsögn UMSB um beiðni um þátttöku Borgarbyggðar í kaupum á rafmagnstímatökutækjum.
Lögð fram umsögn Ungmennasambands Borgarfjarðar dags. 15.07."13 um beiðni um þátttöku Borgarbyggðar í kaupum á rafmagnstímatökutækjum.
UMSB hvetur Borgarbyggð til að taka þátt í kaupunum með skilyrðum um að hægt sé að nota tækin á innanhéraðsmótum.

Samþykkt að fela forstöðumanni íþróttamannvirkja að afla frekari upplýsinga um þátttöku í verkefninu.

9.Ábending slökkviliðsstjóra

1307069

Ábending slökkviliðsstjóra varðandi notkun á húsnæði Borgarbyggðar í Brákarey.
Rætt um ábendingu Bjarna Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra varðandi notkun á húsnæði Borgarbyggðar í Brákarey.
Samþykkt að vísa erindinu til umfjöllunar í nefnd sem er að vinna að nýtingu húsnæðis Borgarbyggðar.

10.Kauptilboð í Hvítárbakka

1307070

Kauptilboð í Hvítárbakka 7 frá Þorbjörgu Guðmundsdóttur og Ragnheiði Guðmundsdóttur f.h. óstofnaðs einkahlutafélags.
Lagt fram kauptilboð Þorbjargar Guðmundsdóttur og Ragnheiðar Guðmundsdóttur f.h. óstofnaðs einkahlutafélags, í Hvítárbakka 7.
Samþykkt að taka tilboðinu.

11.Girðing milli afréttarlands Borgarbyggðar og Gilsbakka.

1307034

Ekki hafa aðrir heimamenn en Baldur í Múlakoti sýnt því áhuga að vinna verkið og er því lagt til að samið verði við hann á grundvelli þess verðs sem hann gaf og kynnt var á síðasta fundi byggðarráðs.
Rætt um framkvæmdir við girðingu á milli afréttarlands Borgarbyggðar og Gilsbakka.
Samþykkt var að gerður verði samningur við Baldur Árna Björnsson um verkið og sveitarstjóra falið að ganga frá samkomulagi við aðila um útfærslu.

12.Umsókn um stofnun lóðar

1307055

Umsókn Hallsteins Sigurðssonar um stofnun lóðar út úr landi Hafnar
Lögð fram umsókn Hallsteins Sigurðssonar um stofnun lóðar út úr landi Hafnar.
Samþykkt að lóðin verði stofnuð.

Fundi slitið - kl. 08:00.