Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

281. fundur 09. september 2013 kl. 08:00 - 08:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson varaformaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Íþróttahúsið í Borgarnesi-stækkun og br. á þreksal-verðkönnun

1309029

Á fundinn mætir Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs og gerir grein fyrir tilboðum í breytingar á þreksal í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi.
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs og sat fundinn meðan liðir 1 -3 voru ræddir.
Jökull gerði grein fyrir niðurstöðum á verðkönnun vegna breytinga á þreksal í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi.
Samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að gera samning við EIJ ehf um verkið á grundvelli verðkönnunarinnar.

2.90 ára afmæli Slökkviliðs Borgarbyggðar

1308074

Bréf slökkviliðsstjóra vegna 90 ára afmælis slökkviliðsins.
Lagt fram bréf frá Bjarna Þorsteinssyni slökkviliðsstjóra í Borgarbyggð vegna 90 ára afmælis slökkviliðsins.
Byggðarráð samþykkti að haldið verði upp á afmælið með viðeigandi hætti.

3.Bílaplan á horni Bjarnarbrautar og Brákarbrautar

1309038

Lögð fram fram fundargerð frá opnun verðkönnunargagna vegna bílaplans á horni Bjarnarbrautar og Brákarbrautar.
Samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að vinna áfram að málinu.

4.Fjallskilaseðlar 2013

1308047

Lagðir fram fjallskilaseðlar 2013 frá öllum sjö afrétta- og fjallskilanefndum Borgarbyggðar
Á fundinn mætti Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi og gerði grein fyrir fjallskilaseðlum frá öllum afrétta- og fjallskilanefndum í Borgarbyggð en þær eru sjö talsins.

5.Framtíðarskipulag sorphirðu

1303058

Rætt um stöðu við vinnu við framtíðarskipulag sorphirðu í Borgarbyggð.

6.Hvanneyrardeild- aðkoma

1309032

Framlagt erindi frá skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar varðandi aðkomu að Hvanneyrardeild skólans.
Lagt fram erindi skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar dags. 02.09."13 varðandi aðkomu að Hvanneyrardeild skólans.
Samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að gera tillögur að lausnum og vinnum áfram að málinu.

7.Arnarvatnsheiði

1309033

Framlögð fundargerð frá sameiginlegum fundi sveitarstjórna Borgarbyggðar og Húnaþings vestra um Arnarvatnsheiði.
Lögð fram fundargerð frá sameiginlegum fundi sveitarstjórna Borgarbyggðar og Húnaþings vestra um Arnarvatnsheiði sem haldinn var 20.08."13 í Álftárkróki á Arnarvatnsheiði.
Byggðarráð tekur undir tillögu fundarins um að skora á Vegagerðina að hefja undirbúning að því að Norðlingafljót verði brúað.
Einnig samþykkti byggðarráð að skipaður verði sameiginlegur vinnuhópur sveitarstjórnanna og var framkvæmdastjórum sveitarfélaganna falið að gera drög að erindisbréfi.

8.Aðalfundur SSV

1309031

Framlögð dagskrá fyrir aðalfund SSV sem fer fram í Reykholti dagana 12 og 13 september n.k.
Lögð fram dagskrá fyrir aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem fer fram í Reykholti dagana 12. og 13. september n.k.
Borgarbyggð á fimm fulltrúa á fundinum.
Þar sem fundurinn er haldinn í Borgarbyggð mun sveitarfélagið sjá um mótttöku fyrir fundarmenn og var sveitarstjóra falið að undirbúa hana.

9.SSV-tillaga að breytingum á skipulagi

1309034

Rætt um frakomnar tillögur að breytingum á skipulagi SSV-þróun og ráðgjöf. Jafnframt lögð fram fundargerð frá fundi stjórnar SSV sem fram fór 19. ágúst s.l.
Lögð var fram fundargerð frá fundi stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem fram fór 19. ágúst s.l.
Á aðalfundi SSV verða ræddar tillögur að breytingum á skipulagi á SSV-þróun og ráðgjöf.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera minnisblað um fyrirhugaðar breytingar.

10.OR-tenging Hellisheiðarvirkjunar

1309036

Framlagt erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur vegna tengingar Hellisheiðarvirkjunar.
Lagt fram erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur dags. 30.08."13 vegna tengingar Hellisheiðarvirkjunar við borholur í Hverahlíð en tilgangurinn er að treysta framleiðslugetu virkjunarinnar.
Byggðarráð samþykkti erindið fyrir sitt leyti.

11.OR-verklag við fjármálagerninga

1309035

Framlagt erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur um verklag við fjármálagerninga OR
Lagt fram erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur um tillögu um verklag við fjármálagerninga OR.
Byggðarráð samþykkti tillöguna fyrir sitt leyti.

12.Sóltún á Hvanneyri

1309037

Framlögð greinargerð og undirskriftarlisti frá íbúum á Hvanneyri vegna skipulags í Sóltúnshverfinu. (Gögnin verða lögð fram á fundinum.)
Lögð fram greinargerð og undirskriftarlisti frá íbúum á Hvanneyri vegna skipulags í Sóltúnshverfinu.
Byggðarráð þakkar erindið og felur umhverfis- og skipulagssviði að taka það til skoðunar.

13.Fjárhagsáætlun 2014

1308041

Fjármálafulltrúi kynnir tillögu að skiptingu tekna á málaflokka fyrir árið 2014.
Á fundinn mætti Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi og kynnti tillögu að skiptingu skatttekna á málaflokka fyrir árið 2014.
Samþykkt að vinna áfram að áætlunargerðinni á grundvelli tillögunnar.

Fundi slitið - kl. 08:00.