Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

282. fundur 19. september 2013 kl. 08:00 - 08:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson varaformaður
  • Jóhannes Freyr Stefánsson varamaður
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Framtíðarskipulag Skallagrímsgarðs

1304030

Á fundi sveitarstjórnar 11. september var samþykkt að vísa erindinu til umfjöllunar í byggðarráði
Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat fundinn meðan liðir nr. 1, 2 og 9 voru ræddir.

Rætt var um framtíðarskipulag Skallagrímsgarðs.
Byggðarráð tekur undir afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar og samþykkir skipulag og verkáætlun sem fyrir liggur en samþykkir jafnframt að ekki verði ráðist í endurnýjun asparganganna að sinni og að gosbrunnurinn verði áfram á þeim stað sem hann er nú en unnið verði að endurbótum á honum.

Sveitarstjóri lagði fram minnisblað frá Sædísi Guðlaugsdóttur varðandi Skallagrímsgarð.

2.Minkaveiði

1309049

Erindi frá Veiðifélagi Norðurár varðandi minkaveiði
Á fundinn mættu Birna G. Konráðsdóttir, Sigurjón Valdimarsson og Ólafur Jóhannesson fulltrúar frá veiðifélögum í Borgarbyggð til viðræðna um minkaveiði í Borgarbyggð.
Lagt var fram minnisblað frá Veiðifélagi Borgarfjarðar um minkaveiði í Borgarbyggð.

Samþykkt að fela landbúnaðarnefnd að gefa umsögn um fyrirkomulag minkaveiði.

3.Skógrækt á Króki

1308044

Erindið var fyrst lagt fram á fundi byggðarráðs 22. ágúst og hefur fengið umfjöllun í landbúnaðarnefnd og umhverfis- og skipulagsnefnd ásamt sveitarstjórn.
Rætt um erindi sem borist hefur frá ábúendum á Króki í Norðurárdal. Erindið hefur verið rætt í landbúnaðarnefnd.
Samþykkt að óska eftir fundi með fulltrúum Vesturlandsskóga um málið.

4.Smölun á landi Syðri-Hraundals

1309051

Á fundi afréttarnefndar Álftaneshrepps var svohljóðandi bókað:
"Afréttarnefnd beinir því til sveitarstjórnar að sjá um að leigutakar á Syðri-Hraundalslandi sjái um að smala neðan fjallgirðingar og þar með talið Álftárhraun."
Sveitarstjórn vísaði bókuninni til byggðarráðs.
Á fundi afréttarnefndar Álftaneshrepps var farið fram á að sveitarstjórn sjái um að leigutakar á Syðri-Hraundalslandi sjái um að smala neðan fjallgirðingar og þar með talið Álftárhraun.
Sveitarstjórn vísaði bókuninni til byggðarráðs.

Byggðarráð samþykkti að fela afréttarnefnd Álftaneshrepps að sjá til þess að land Borgarbyggðar í Syðri-Hraundal neðan fjallgirðingar verði smalað. Sveitarstjóra var falið að ræða við formann nefndarinnar um málið.

5.Verndum þau námskeið.

1309043

Framlagt erindi frá Æskulýðsvettvanginum þar kynnt er námskeiðið "Verndum þau" og Borgarbyggð boðið að kaupa slíkt námskeið.
Framlagt erindi frá Æskulýðsvettvangnum þar kynnt er námskeiðið "Verndum þau" og Borgarbyggð boðið að kaupa slíkt námskeið.
Samþykkt að vísa erindinu til umfjöllunar í fræðslunefnd og velferðarnefnd.

6.Ágóðahlutur til aðildarsveitarfélaga EBÍ v/ársins 2013

1309046

Framlagt bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands þar sem tilkynnt er um arðgreiðslu félagsins til Borgarbyggðar árið 2013.
Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands þar sem tilkynnt er um greiðslu á ágóðahlut til Borgarbyggðar árið 2013.

7.Starfsmannamál

1309076

Rætt um starfsmannamál og starfsmannastefnu Borgarbyggðar.
Rætt um starfsmannamál.
Einnig var rætt um reglur um starfslok starfsmanna og var óskað eftir minnisblaði frá sveitarstjóra varðandi það.

8.Grunnskólinn í Borgarnesi

1309078

Rætt um Grunnskólann í Borgarnesi. Auk þess sem óskað er eftir heimild til að auglýsa eftir nýjum skólastjóra í stað Kristjáns Gíslasonar.
Sveitarstjóri ræddi um málefni Grunnskólans í Borgarnesi.
Gerður hefur verið starfslokasamningur við skólastjóra og var samþykkt að heimila fræðslustjóra og sveitarstjóra að fá ráðningarstofu til að auglýsa starf skólastjóra við Grunnskólann í Borgarnesi.

9.Framtíðarskipulag sorphirðu

1303058

Á fundinn mætir Björgu Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi og fer yfir stöðu mála varðandi breytingar á skipulagi sorphirðu.
Umhverfis og landbúnaðarfulltrúi fór yfir stöðu mála varðandi breytingar á skipulagi sorphirðu í Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti að fela starfsmönnum að hefja undirbúning að breytingu á skipulagi sorphirðu í samræmi við skýrslu vinnuhóps.

10.Erindi um stuðning

1309084

Framlagt erindi frá Bryndísi Geirsdóttur þar sem óskað er eftir stuðningi við útgáfu á DVD-diskum um "Hið blómlega bú".
Lagt fram erindi frá Bryndísi Geirsdóttur þar sem óskað er eftir stuðningi við útgáfu á þáttunum um "Hið blómlega bú" á DVD-diskum.

Samþykkt að vísa erindinu til umfjöllunar í Borgarfjarðarstofu.

11.Málefni fatlaðra

1309081

Framlagt minnisblað frá félagsmálastjóra varðandi málefni fatlaðra á Vesturlandi, tillaga vinnuhóps um fjárveitingar til þjónustusvæða og ársskýrsla um málefni fatlaðra.
Lagt fram minnisblað frá félagsmálastjóra varðandi málefni fatlaðra á Vesturlandi, tillaga vinnuhóps um fjárveitingar til þjónustusvæða og ársskýrsla um málefni fatlaðra fyrir árið 2012.
Byggðarráð þakkar þjónusturáðinu fyrir skýrsluna.
Byggðarráð ítrekar samþykkt sveitarstjórnar frá síðasta fundi og fer fram á að stjórn SSV fundi með þjónusturáði og vinnuhópi um málefni fatlaðra áður en endanleg ákvörðun um úthlutun fjármagns er tekin. Jafnframt hvetur byggðarráð Borgarbyggðar stjórn SSV til að beita sér af alefli til að ná frekari fjármunum til málaflokksins á Vesturland.

12.Háskólar í Borgarfirði

1309086

Rætt um málefni háskólanna í Borgarbyggð
Rætt um málefni háskólanna í Borgarbyggð.
Byggðarráð áréttar fyrri ályktun frá árinu 2010 þar sem skorað er á stjórnvöld að standa vörð um starfsemi háskóla á landsbyggðinni og ráðast ekki í aðgerðir sem dregið geta úr starfsemi þeirra. Mikilvægi skólanna fyrir byggðaþróun er óumdeilt og hlutverk skólanna hefur aldrei verið mikilvægara en nú, þegar vinna þarf íslenska þjóð út úr þeim efnahagsþrengingum sem glímt er við.

Menntamálaráðherra hefur þegið boð um að koma í heimsókn til Borgarbyggðar og mikilvægt er að sú heimsókn eigi sér stað sem fyrst.

13.Fundargerð vinnuhóps um Staðardagskrá 21

1309077

Lögð fram fundargerð frá 1. fundi vinnuhóps um Staðardagskrá 21 sem haldinn var 10. september 2013.
Lögð fram fundargerð frá 1. fundi vinnuhóps um Staðardagskrá 21 sem haldinn var 10. september 2013.

14.SSV-fundargerðir

1309083

Framlagðar fundargerðir frá stjórnarfundum SSV.
Lagðar fram fundargerðir frá stjórnarfundum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 19. ágúst og 12. september s.l.

Fundi slitið - kl. 08:00.