Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

284. fundur 07. október 2013 kl. 16:00 - 16:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson varaformaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Grímshúsið

1310001

Framlagt erindi frá Grímshúsfélaginu þar sem farið er fram á stuðning Borgarbyggðar við endurgerð Grímshússins.
Lagt fram erindi frá Grímshúsfélaginu þar sem farið er fram á stuðning Borgarbyggðar við endurgerð Grímshússins.
Samþykkt að boða forsvarsmenn á næsta fund byggðarráðs.

2.Tillaga að sameiningu sveitarfélaga.

1309133

Framlagt bréf frá Akraneskaupstað þar sem kynnt er samþykkt bæjarstjórnar um að óska viðræðum við Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepp og Borgarbyggð um sameiningu sveitarfélaga.
Lagt fram bréf frá Akraneskaupstað dags. 25.09."13 þar sem óskað er eftir viðræðum við Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepp og Borgarbyggð um sameiningu sveitarfélaga.
Sveitarstjóri greindi frá að hann hafi fengið fundarboð frá bæjarstjóra Akraness þar sem kynnt verður samþykkt bæjarstjórnar Akraness.

3.Fundur sveitarstjórnar með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2013

1309132

Framlagt erindi frá Fjárlaganefnd þar sem sveitarfélögum er boðið að funda með nefndinni. Fundur Borgarbyggðar með fjárlaganefnd verður mánudaginn 28 október n.k.
Lagt fram erindi frá Fjárlaganefnd Alþingis þar sem sveitarfélögum er boðið að funda með nefndinni. Fundur Borgarbyggðar með fjárlaganefnd verður mánudaginn 28. október n.k.
Sveitarstjóra falið að undirbúa erindi frá Borgarbyggð til nefndarinnar.

4.Sauðamessa

1310013

Framlagt erindi frá Hlédísi Sveinsdóttur þar sem óskað er eftir stuðningi við Sauðamessu 2013.
Lagt fram erindi frá Hlédísi Sveinsdóttur þar sem óskað er eftir stuðningi við Sauðamessu 2013.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við bréfritara.

5.Umhverfið mitt

1310014

Rætt um upplýsingamiðlun sveitarfélagsins til íbúa og hvernig íbúar geti haft áhrif á forgangsröðun verkefna hjá sveitarfélaginu.
Rætt um hvernig íbúar geta komið upplýsingum til sveitarfélagsins um hvað betur má fara í nærumhverfinu.
Samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að útfæra hugmyndina og kynna á næsta fundi byggðarráðs.


6.SSV-tillaga að breytingum á skipulagi

1309034

Rætt um vinnu við skipulagsbreytingar á starfssemi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.
Rætt um vinnu við skipulagsbreytingar á starfssemi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.
Samþykkt að halda sérstakan vinnufund sveitarstjórnar um málið.

Sigríður vék af fundi.

7.Skýrsla vinnuhóps um húsnæðismál

1308055

Rætt um skýrslu vinnuhóps um fasteignir Borgarbyggðar.
Rætt um skýrslu vinnuhóps um fasteignir Borgarbyggðar.

8.Orkuveita Reykjavíkur - stjórnarfundur

1309122

Framlögð fundargerð frá 191 fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.
Lögð fram fundargerð frá 191. fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.

9.Samband íslenskra sveitarfélaga - stjórnarfundur

1309115

Framlögð fundargerð frá 808 fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lögð fram fundargerð frá 808. fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 13. sept 2013.

Fundi slitið - kl. 16:00.