Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

285. fundur 17. október 2013 kl. 08:00 - 08:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson varaformaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Göngustígur v/Suðurnesklett - verðkönnun

1310035

Verðkönnun vegna gerðar göngustígs við Suðurnesklett
Lögð fram niðurstaða úr verðkönnun vegna gerðar göngustígs við Suðurnesklett.
Samþykkt var að láta kanna hvort ástæða sé til að breyta legu stígsins.
Samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að semja um verkið við JBH-vélar ehf. sem voru með lægsta verðið.

2.Aðstoð við byggingu leikvallar

1310027

Beiðni Sjentilmannaklúbbsins á Bifröst um aðstoð við kaup á leiktækjum á leikvöll á Bifröst
Lagt fram bréf Sjentilmannaklúbbsins á Bifröst um aðstoð við kaup á leiktækjum á leikvöll á Bifröst.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við fulltrúa klúbbsins.

3.Brákarbraut 11a - kaupsamningur

1310034

Samningur um kaup Sigurbjörns J. Grétarssonar og Elínar Davíðsdóttur á húseigninni að Brákarbraut 11a
Lagður fram samningur um kaup Sigurbjörns J. Grétarssonar og Elínar Davíðsdóttur á húseigninni að Brákarbraut 11a.
Byggðarráð samþykkti kaupsamninginn.

4.Tenging Bjargsvegar við Arnarklett

1310019

Bréf Viðars Péturssonar og Rebekku Þiðriksdóttur þar sem mótmælt er tengingu Bjargsvegar við Arnarklett.
Lagt fram bréf Viðars Péturssonar og Rebekku Þiðriksdóttur þar sem mótmælt er tengingu Bjargsvegar við Arnarklett.

5.Veiðifélag Álftár - félagsfundur

1310033

Fundarboð á félagsfund í Veiðifélagi Álftár 18. október n.k.
Lagt fram fundarboð á félagsfund í Veiðifélagi Álftár sem haldinn verður 18. október n.k.
Samþykkt að Einar Ole Pedersen verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.

6.Ósk um framlag til tækjakaupa.

1310020

Beiðni Fjölbrautaskóla Vesturlands um framlag frá sveitarfélögum til tækjakaupa.
Lagt fram bréf Fjölbrautaskóla Vesturlands þar sem farið er fram á framlag frá aðildarsveitarfélögum til tækjakaup við skólann.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2014.

7.The Leader in Me

1305039

Framlagt minnisblað frá Ásthildi Magnúsdóttur fræðslustjóra um verkefnið The leader in me.
Lagt fram minnisblað frá Ásthildi Magnúsdóttur fræðslustjóra um verkefnið The leader in me.
Samþykkt að fela fræðslustjóra að ganga til samninga við Frankley Covey um innleiðingu verkefnisins í Borgarbyggð.
Kostnaður vegna þessa árs verður tekinn af auknum skatttekjum ársins.

8.Niðurfelling Héraðsvega af vegaskrá

1310041

Framlögð afrit af bréfum frá Vegagerðinni vegna niðurfellinga vega af vegaskrá.
Lögð fram afrit af bréfum frá Vegagerðinni vegna fyrirhugaðra niðurfellinga héraðsvega af vegaskrá þar sem ekki sé lengur föst búseta við viðkomandi vegi.
Samþykkt að benda Vegagerðinni á að í einhverjum tilfellum er föst búseta við vegina.

9.Erindi um stuðning

1309084

Framlögð umsögn Borgarfjarðarstofu um erindi Bryndísar Geirsdóttur vegna vinnslu á DVD diskum með sjónvarpsþáttunum "Hið blómlega bú".
Lögð fram umsögn Borgarfjarðarstofu um erindi Bryndísar Geirsdóttur vegna vinnslu á DVD diskum með sjónvarpsþáttunum "Hið blómlega bú".
Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 650.000 og sveitarstjóra falið að ganga til samninga við Bryndísi.

10.Saga Borgarness

1306068

Sveitarstjóri greindi frá fundi sem hann átti með ritnefnd um Sögu Borgarness.
Sveitarstjóri greindi frá fundi sem hann átti með ritnefnd um sögu Borgarness.

11.Grímshúsið

1310001

Á fundinn mæta fulltrúar frá Grímshúsfélaginu til viðræðna um endurgerð hússins.
Á fundinn mættu Sigvaldi Arason, Guðmundur Arason og Sveinn G. Hálfdánarson fulltrúar frá Grímshúsfélaginu til viðræðna um endurgerð Grímshússins.
Samþykkt að leggja 1.5 milljón af framkvæmdaáætlun ársins í húsið á þessu ári og verður fjárhæðin tekin af öðrum framkvæmdaliðum sem áætlaðir voru í Brákarey.
Geirlaug tók ekki þátt í afgreiðslu vegna tengsla við aðila málsins.

12.Fjárhagsstaða 2013 - 8 mánaða yfirlit

1310045

Á fundinn mætir Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi og fer yfir fjárhagsstöðu Borgarbyggðar eftir fyrstu 8 mánuði ársins.
Á fundinn mætti Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi og fór yfir fjárhagsstöðu Borgarbyggðar eftir fyrstu 8 mánuði ársins.

13.Fjárhagsáætlun 2014

1308041

Á fundinn mætir Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi og leggur fram tekjuáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2014
Rætt var um vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2014.
Fjármálafulltrúi sat fundinn meðan þessi liður var ræddur.

14.Stjórn Faxaflóahafna - 113. fundur

1310043

Framlögð fundargerð frá 113 fundi stjórnar Faxaflóahafna.
Lögð fram fundargerð frá 113. fundi stjórnar Faxaflóahafna sem haldinn var 11. október s.l.

15.Vinnuhópur um Staðardagskrá 21

1309077

Lögð fram fundargerð frá 3. fundi vinnuhóps um Staðardagskrá 21 sem haldinn var 8. október 2013.
Lögð fram fundargerð frá 3. fundi vinnuhóps um Staðardagskrá 21 sem haldinn var 8. október 2013.

16.Starfsmannamál

1309076

Minnisblað varðandi starfslok starfsmanna.
Lagt fram minnisblað um starfslok starfsmanna.
Byggðarráð samþykkti þær tillögur sem þar koma fram.

17.Smölun á Skarðshamralandi

1310047

Rætt um smölun á Skarðshamralandi.
Samþykkt að heimila sveitarstjóra að láta smala landið á kostnað fjáreigenda.

18.Skýrsla vinnuhóps um húsnæðismál

1308055

Framlagt bréf frá starfsfólki Safnahúss Borgarfjarðar varðandi húsnæðismál.
Lagt fram bréf frá starfsfólki Safnahúss Borgarfjarðar varðandi húsnæðismál.

Fundi slitið - kl. 08:00.