Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Breyting á lóðamörkum dælustöðvar
1310052
Umsókn Orkuveitunnar um að stofnuð verði lóð undir dælustöð í landi Hraunsnefs.
2.Fjárhagsáætlun 2014
1308041
Rætt um fjárhagsáætlun 2014 og lagðar fram gjaldskrár ársins 2013.
Rætt um vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2014 og kom Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi á fundinn og kynnti þær tillögur sem borist hafa frá forstöðumönnum stofnana og sviðsstjórum.
Einnig var rætt um gjaldskrár ársins 2014.
Samþykkt að óska eftir skýringum frá forstöðumönnum og sviðsstjórum um þær breytingar á starfseminni frá fyrra ári sem áhrif hafa á áætlunina.
Einnig var rætt um gjaldskrár ársins 2014.
Samþykkt að óska eftir skýringum frá forstöðumönnum og sviðsstjórum um þær breytingar á starfseminni frá fyrra ári sem áhrif hafa á áætlunina.
3.Lántaka vegna hjúkrunarálmu
1310051
Minnisblað vegna lántöku vegna byggingar hjúkrunarheimilisins.
Lagt fram minnisblað vegna lántöku vegna byggingar hjúkrunarheimilisins að Brákarhlíð.
Afgreiðslu frestað.
Afgreiðslu frestað.
4.Saga Jarðvangur - verkáætlun
1310054
Erindi varðandi Saga Jarðvang og verkáætlun fyrir verkefnið.
Lagt fram bréf Eddu Arinbjarnar f.h. undirbúningsnefndar Saga Jarðvangs dags. 21.10."13 þar sem kynnt er það starf sem hópurinn hefur unnið að ásamt verkáætlun.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsnefndar.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsnefndar.
5.Húsnæði þjónustumiðstöðvar UMSB
1309109
Framlagt bréf frá UMSB um húsnæðismál sambandsins.
Lagt fram bréf Ungmennasambands Borgarfjarðar dags. 17.09."13 þar sem óskað er eftir húsnæði við íþróttasvæðið í Borgarnesi fyrir þjónustumiðstöð íþrótta- og æskulýðsmála.
Samþykkt að fela sveitarstjóra og formanni byggðarráðs að ræða við bréfritara.
Samþykkt að fela sveitarstjóra og formanni byggðarráðs að ræða við bréfritara.
6.Unglingalandsmót UMFÍ 2016
1309108
Framlagt bréf frá UMSB vegna Unglingalandsmóts 2016.
Lagt fram bréf Ungmennasambands Borgarfjarðar dags. 17.09."13 varðandi umsókn UMSB að halda Unglingalandsmót UMFÍ sumarið 2016. Farið er fram á að Borgarbyggð tilnefni fulltrúa í undirbúningsnefnd fyrir mótið.
Samþykkt að fela sveitarstjóra og formanni byggðarráðs að ræða við bréfritara um erindið.
Samþykkt að fela sveitarstjóra og formanni byggðarráðs að ræða við bréfritara um erindið.
7.Starfsþjálfun fatlaðra hjá Borgarbyggð
1310056
Framlagt bréf frá Guðmundi Brynjúlfssyni vegna starfsnáms fyrir fatlaða einstaklinga. Auk þess er framlagt minnisblað frá félagsmálastjóra vegna starfsnáms fatlaðra hjá Borgarbyggð
Lagt fram bréf dags. 20.10."13 vegna afgreiðslu á beiðni um starfsþjálfun fyrir fatlaðan einstakling.
Einnig var lagt fram minnisblað félagsmálastjóra vegna möguleika fólks með fötlun á vinnu/starfsþjálfun hjá Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti að stefna Borgarbyggðar sé að fólki með fötlun sé gefinn kostur á vinnu og/eða starfsþjálfun hjá öllum stofnunum sveitarfélagsins og við ákvörðun í hverju tilviki fyrst og fremst tekið mið af þörfum, áhuga og getu hins fatlaða auk möguleika stofnunar á að skapa viðkomandi verkefni við hæfi.
Einnig var lagt fram minnisblað félagsmálastjóra vegna möguleika fólks með fötlun á vinnu/starfsþjálfun hjá Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti að stefna Borgarbyggðar sé að fólki með fötlun sé gefinn kostur á vinnu og/eða starfsþjálfun hjá öllum stofnunum sveitarfélagsins og við ákvörðun í hverju tilviki fyrst og fremst tekið mið af þörfum, áhuga og getu hins fatlaða auk möguleika stofnunar á að skapa viðkomandi verkefni við hæfi.
8.Málefni lögreglu
1310059
Á fundinn mæta Stefán skarphéðinsson lögreglustjóri og Theodór Þórðarson yfirlögregluþjónn til viðræðna um málefni lögreglunar í Borgarfirði og Dölum. Auk þess verður rætt um almannavarnarmál
Á fundinn mættu Stefán Skarphéðinsson sýslumaður og Theodór Kr. Þórðarson yfirlögregluþjónn til viðræðna um málefni lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum.
Einnig var rætt um almannavarnamál.
Samþykkt að ræða málið á fundi með fjárlaganefnd Alþingis og sveitarstjóra falið að taka saman minnisblað um þróun fjárveitinga til löggæslumála.
Einnig var rætt um almannavarnamál.
Samþykkt að ræða málið á fundi með fjárlaganefnd Alþingis og sveitarstjóra falið að taka saman minnisblað um þróun fjárveitinga til löggæslumála.
9.Þjóðvegur 1 í Borgarbyggð
1310058
Rætt um umferðaröryggi á þjóðvegi 1 við Borgarnes
Rætt um legu og umferðaröryggi á þjóðvegi 1 við Borgarnes.
Samþykkt að óska eftir fundi með vegamálastjóra um málið.
Samþykkt að óska eftir fundi með vegamálastjóra um málið.
10.Skýrsla vinnuhóps um húsnæðismál
1308055
Á fundinn mætir Jökull Helgason til viðræðna um forgangsröðun verkefna í skýrslu vinnuhóps um fasteignir Borgarbyggðar
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs til viðræðna um forgangsröðun verkefna í skýrslu um fasteignir Borgarbyggðar.
Byggðarráð fór yfir minnisblað um forgangsröðun verkefna, gerði á því breytingar og samþykkti með áorðnum breytingum.
Byggðarráð fór yfir minnisblað um forgangsröðun verkefna, gerði á því breytingar og samþykkti með áorðnum breytingum.
11.Saga Borgarness
1306068
Rætt um ritun á Sögu Borgarness
Rætt um ritun á Sögu Borgarness.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við Egil Ólafsson um verkefnið.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við Egil Ólafsson um verkefnið.
12.Aðgengismál
1310063
Framlagt bréf frá Þuríði Helgadóttur um aðgengismál í nágrenni Brákarhlíðar
Lagt fram bréf Þuríðar Helgadóttur um aðgengismál í nágrenni Brákarhlíðar.
Byggðarráð þakkar góðar ábendingar bréfritara og felur umhverfis- og skipulagssviði að kostnaðarmeta ábendingarnar.
Byggðarráð þakkar góðar ábendingar bréfritara og felur umhverfis- og skipulagssviði að kostnaðarmeta ábendingarnar.
Fundi slitið - kl. 08:00.
Samþykkt að lóðin verði stofnuð.