Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

287. fundur 31. október 2013 kl. 08:00 - 08:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson varaformaður
  • Jóhannes Freyr Stefánsson varamaður
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2014

1308041

Rætt um fjárhagsáætlun 2014 og lagðar fram gjaldskrár ársins 2013.
Á fundinn mætti Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi og fór yfir tillögur sem borist hafa frá forstöðumönnum og sviðsstjórum.
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs til að viðræðna um framkvæmdaáætlun ársins 2014.

Samþykkt var að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2014 til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar 14. nóvember n.k.

2.Rjúpnaveiði á jörðum og afréttarlöndum Borgarbyggðar.

1310060

Rætt um heimild til rjúpnaveiði á jörðum og afrétttarlöndum Borgarbyggðar.
Rætt um heimild til rjúpnaveiði á jörðum og afréttarlöndum Borgarbyggðar.
Byggðarráð áréttar fyrri samþykkt að rjúpnaveiði er óheimil á jörðum í umsjón og eigu Borgarbyggðar.

3.Fjármál sveitarfélaga

1310068

Framlagt bréf frá Innríkisráðuneyti um fjármál sveitarfélaga.
Lagt fram bréf Innanríkisráðuneytisins dags. 23.10."13 varðandi fjármál sveitarfélaga.

4.Dagur gegn einelti

1310067

Framlagt bréf frá Alþingi þar sem sveitarfélög eru hvött til að helga 8 nóv baráttuni gegn einelti.
Lagt fram bréf frá Alþingi þar sem sveitarfélög eru hvött til að helga 8. nóv 2013 baráttuni gegn einelti.
Samþykkt að vísa eirindinu til umfjöllunar fjölskyldusviðs.

5.Íþróttavellir

1310077

Framlögð erindi frá UMSB vegna umhirðu og umsjónar með íþróttavöllum í Borgarbyggð
Lögð fram erindi Ungmennasambands Borgarfjarðar dags. 06. og 28. okt og knattspyrnudeildar umf. Skallagríms og Golfklúbbs Borgarness dags. 23. okt. varðandi umhirðu og umsjón með íþróttavöllum í Borgarbyggð.
Samþykkt að óska eftir fundi með bréfriturum til að fara yfir málið.

6.Félagsmiðstöðin Óðal

1310076

Á fundinn mæta fulltrúar úr húsráði Óðals til viðræðna um starfsemi í félagsmiðstöðinni.
Á fundinn mættu Klara Kristinsdóttir og Hlín Halldórsdóttir úr 10. bekk Grunnskólans í Borgarnesi til viðræðna um starfsemina í félagsmiðstöðinni Óðal í Borgarnesi.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur í fræðslustjóra að vinna áfram að aukinni starfsemi í Óðali.

7.Bréf Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins

1310057

Framlagt bréf frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu vegna starfsleyfis.
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs.
Lagt fram bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 21. okt. 2013 varðandi ósk um undanþágu frá starfsleyfi fyrir atvinnurekstur í Brákarey.
Byggðarráð samþykkti að hafin verði vinna við að breyta aðalskipulagi í Brákarey.

8.Breyting á aðalskipulagi í Brákarey

1310048

Framlagt bréf frá Lögskilum ehf vegna Brákarbrautar 19 í Borgarnesi.
Lagt fram bréf frá Lögskilum ehf f.h. Brákarbraut 19 ehf. dags. 14. okt 2013 varðandi skipulagsmál í Brákarey.
Samþykkt að óska eftir áliti lögfræðings á erindinu.

9.Samningur um "Leiðtoginn í mér"

1310061

Framlagður samningur við Elínu Björnsdóttur um verkefnið "Leiðtoginn í mér".
Lagður fram undirritaður samningur um verkefnið "Leiðtoginn í mér".
Byggðarráð samþykkti samninginn.

10.Bréf Skólastjórafélags Vesturlands

1310049

Framlagt bréf frá Skólastjórafélagi Vesturlands vegna Skólavogarinnar 2013.
Lagt fram bréf frá Skólastjórafélagi Vesturlands vegna Skólavogarinnar dags. 08. okt. 2013.
Samþykkt að fela fræðslustjóra að svara bréfinu og útskýra málið.

11.Vinnuhópur um Staðardagskrá 21

1309077

Lögð fram fundargerð frá 4. fundi vinnuhóps um Staðardagskrá 21 sem haldinn var 22. október 2013.
Lögð fram fundargerð frá 4. fundi vinnuhóps um Staðardagskrá 21 sem haldinn var 22. október 2013.

12.Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur - 192. fundur

1310065

Framlögð fundargerð frá 192 fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur
Lögð fram fundargerð frá 192. fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur sem haldinn var 20. september s.l.

13.Fundargerð starfsmannafundar Safnahúss

1310062

Lögð fram fundargerð 129. starfsmannafundar Safnahúss Borgarfjarðar sem fram fór 22. okt 2013.
Lögð fram fundargerð 129. starfsmannafundar Safnahúss Borgarfjarðar sem fram fór 22. okt 2013.
Samþykkt að boða forstöðumann Safnahússins á næsta fund byggðarráðs.

14.Menningarráð Vesturlands - 78. fundur

1310050

Fundargerð Menningarráðs Vesturlands frá 03. júní 2013
Lögð fram fundargerð 78. fundi Menningarráðs Vesturlands sem haldinn var 03. júní 2013.

15.Lántaka vegna hjúkrunarálmu

1310051

Sveitarstjóri greindi frá skoðun á möguleikum varðandi lántöku vegna hjúkrunarálmu.
Sveitarstjóri greindi frá athugun á möguleikum varðandi lántöku vegna hjúkrunarálmu.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu með ráðgjafa.

16.Krókur í Norðurárdal

1206012

Framlögð niðurstaða úr dómsmáli vegna Króks í Norðurárdal.
Lagður fram dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli Gunnars Jónsson gegn Borgarbyggð varðandi hluta úr landi Króks í Norðurárdal.
Borgarbyggð er sýknað af öllum kröfum í málinu.

17.Háskólar í Borgarfirði

1309086

Rætt um málefni háskóla í Borgarfirði.

Byggðarráð Borgarbyggðar skorar á menntamálaráðherra og ríkisstjórn Íslands að endurmeta afstöðu sína til háskólaumhverfisins í Borgarbyggð sem fram kemur í fjárlagafrumvarpi. Háskólarnir eru í lykilhlutverki hvað varðar atvinnulíf á Vesturlandi og tækifæri landshlutans til frekari sóknar.
Byggðarráð hefur á undanförnum dögum átt fundi með fjárlaganefnd, yfirstjórn Landbúnaðarháskóla Íslands, yfirstjórn Háskólans á Bifröst og mennta- og menningarmálaráðherra, sem kom í heimsókn í Borgarbyggð miðvikudaginn 23. okt.s.l.
Byggðarráð hefur óskað eftir fundi með þingmönnum NV kjördæmis um þessa grafalvarlegu afstöðu sem fram kemur í fjárlagafrumvarpinu varðandi bæði Bifröst og Hvanneyri.
Byggðarráð hvetur yfirstjórn Landbúnaðarháskóla Íslands og stjórn Háskólans á Bifröst til að standa vörð um sjálfstæði skólanna.

Samþykkt var að boða sem fyrst til íbúafundar um málefni háskólanna og var sveitarstjóra falið að undirbúa fundinn.

Fundi slitið - kl. 08:00.