Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

288. fundur 07. nóvember 2013 kl. 08:00 - 08:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Daníelsdóttir varamaður
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá
Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs sat fundinn meðan að liðir 1, 2, 8, 9, og 10 voru ræddir.

1.Fjárhagsáætlun 2014

1308041

Rætt um fjárhagsáætlun fyrir árið 2014.
Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi sat fundinn meðan að þessi liður var ræddur.
Rætt var um tillögu að framkvæmdaáætlun 2014-2017.
Lagt fram bréf framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs Akraneskaupstaðar dags. 01.11."13 þar sem kynnt er tillaga þjónusturáðs um málefni fatlaðra á Vesturlandi þess efnis að Borgarbyggð taki yfir starfsemi Fjöliðjunnar í Borgarnesi.
Rætt um breytingar sem gerðar hafa verið á tillögu að rekstraráætlun ársins 2014.

2.Garðyrkja

1311014

Lagt fram bréf, dagsett 4. nóvember 2013, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa.
Lagt fram bréf, dagsett 4. nóvember 2013, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa varðandi starf garðyrkjumanns hjá Borgarbyggð.
Samþykkt að skoða málið áfram og jafnframt athuga hvort ástæða sé til að koma á fót áhaldahúsi sem sæi um það sem rætt er um í minnisblaðinu ásamt fleiri verkefnum.

3.Afskriftir í fjárhagsáætlun Afréttarefndar Álftaneshrepps

1311011

Lagt fram bréf, dagsett 1. nóvember 2013, frá Guðrúnu Sigurðardóttur formanni Afréttarnefndar Álftaneshrepps um liðinn afskriftir í fjárhagsáætlun afréttarnefndarinnar.
Lagt fram bréf, dagsett 1. nóvember 2013, frá Guðrúnu Sigurðardóttur formanni Afréttarnefndar Álftaneshrepps um afskriftir í fjárhagsáætlun afréttarnefndarinnar.
Sveitarstjóri greindi frá að rætt hafi verið við endurskoðanda frá KPMG um málið og einnig hefur verið rætt við formann fjallskilanefndar Borgarbyggðar um málið.
Von er á minnisblaði frá KPMG um hvernig fara skuli með reikningsskil afréttanefnda.

4.Gróðursetning við innkomuna í Borgarnes

1305090

Lagt fram bréf, dagsett 4. nóvember 2013, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa.
Lagt fram bréf, dagsett 4. nóvember 2013, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa þar sem farið er fram á að kostnaður við gróðursetningu við innkomu í Borgarnes verði færður sem rekstrarkostnaður í stað framkvæmda eins og gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun.
Byggðarráð samþykkti beiðnina.

5.Safnahús Borgarfjarðar

1311013

Á fundinn mætir Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar.
Á fundinn mætti Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar til viðræðna um starfsemi safnanna.
Lögð var fram fundargerð 130. fundar starfsmanna safnanna sem haldinn var 05. nóv 2013.
Lögð var fram tillaga forstöðumanns um fjármagn til að kosta 80% starf til viðbótar til því sem fyrir er í söfnunum en afgreiðslu frestað.

6.Saga Borgarness

1306068

Rætt um ritun Sögu Borgarness.
Sveitarstjóri greindi frá stöðu mála varðandi ritun Sögu Borgarness. Rætt hefur verið við Egil Ólafsson um að taka að sér verkið.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera drög að samningi við Egil um að hann skrifi Sögu Borgarness.

7.Niðurfelling héraðsvega af vegaskrá.

1311012

Bréf Vegagerðarinnar þar sem tilkynnt er um niðurfellingu héraðsvega af vegaskrá
Lagt fram bréf Vegagerðarinnar dags. 30.10."13 þar sem tilkynnt er um héraðsvegi innan þéttbýlismarka Borgarbyggðar sem ákveðið hefur verið að fella af vegaskrá.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera athugasemdir við þessa ákvörðun Vegagerðarinnar.

8.Ánahlíð

1311023

Framlagt erindi frá Erlu Daníelsdóttur varðandi framkvæmdir við Ánahlíð í Borgarnesi
Lagt fram erindi Erlu Daníelsdóttur dags. 04.11."13 f.h. íbúa við Ánahlíð í Borgarnesi varðandi frágang fyrir framan íbúðir í Ánahlíð.
Jökull greindi frá því að verið sé að ganga frá eftir þær framkvæmdir sem verið hafa í Ánahlíðinni.

9.Viðhald á Kleppjárnsreykjum

1311022

Framlagt erindi frá eignasjóði vegna viðhalds við Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum.
Lagt fram erindi eignasjóðs varðandi viðhald við Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum.
Samþykkt að láta framkvæma verkið skv. þeim gögnum fyrir liggja.

10.Erindi frá Fornbílafjelaginu

1311021

Framlagt erindi frá Fornbílafjelaginu þar sem ítrekaður er áhugi á frekar húsnæði í Brákarey undir starfsemi félagsins.
Lagt fram erindi frá Fornbílafjelaginu dags. 29.10."13 þar sem ítrekaður er áhugi á að fá meira húsnæði í Brákarey fyrir starfsemi félagsins.
Samþykkt að fela starfsmönnum eignasjóðs að ræða við félagið um að það fái aukið húsnæði í Brákarey en einnig þarf að ræða við aðra leigjendur sem eru með aðstöðu í húsunum.

11.Nettengingar í dreifbýli

1311038

Framlagt minnisblað vegna verkefnis sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa unnið að um nettenginar í dreifbýli.
Lagt fram minnisblað vegna verkefnis sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa unnið að um nettenginar í dreifbýli.

12.Erindi vegna leikvallar

1311041

Framlagt erindi frá Sólrúnu H. Bjarnadóttur þar sem óskað er eftir samstarfi og stuðningi Borgarbyggðar við gerð leikvallar á Hvanneyri
Lagt fram erindi frá Sólrúnu H. Bjarnadóttur dags. 27.10."13 þar sem óskað er eftir samstarfi og stuðningi Borgarbyggðar við gerð leikvallar á Hvanneyri.
Vísað til umsagnar fræðslunefndar.

13.809. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga

1311004

Fundargerð 809. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.
Lögð fram fundargerð 809. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 25.10."13.

Fundi slitið - kl. 08:00.