Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Beiðni um þátttöku Borgarbyggðar í rekstri salernisaðstöðu við Eldborg.
1308046
Lagt fram bréf, dagsett 18. nóvember 2013, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa.
2.Fundur eldriborgararáðs og sveitarstjórnar
1311066
Fundargerð sameiginlegs fundar eldriborgararáðs og sveitarstjórnar sem haldinn var 05. nóvember 2013
Lögð fram fundargerð sameiginlegs fundar eldriborgararáðs og sveitarstjórnar sem haldinn var 05. nóvember 2013
3.Minnisblað um fjárhagsaðstoð
1310011
Sveitarstjórn óskaði eftir að minnisblaðinu yrði vísað til umfjöllunar í byggðarráði
Lagt fram minnisblað um fjárhagsaðstoð sem tekið var fyrir á fundi velferðarnefndar.
Samþykkt að óska eftir fundi með fulltrúum Vinnumálastofnunar.
Samþykkt að óska eftir fundi með fulltrúum Vinnumálastofnunar.
4.Samningur um símamál
1309101
Lagðir fram samningar við Símann endurnýjun símakerfa og símaþjónustu.
Lagðir fram samningar við Símann um endurnýjun símakerfa og símaþjónustu.
Byggðarráð samþykkti samningana.
Byggðarráð samþykkti samningana.
5.Tillaga um viðbyggingu við Grunnskólann í Borgarnesi
1311080
Á fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi tillögu vísað til byggðarráðs:
"Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir að hefja undirbúning að viðbyggingu við grunnskólann í Borgarnesi sem myndi innihalda fjölnota sal, vinnurými kennara, tómstundaskóla og endurbætta verkgreinaaðstöðu.
Núverandi skólahúsnæði inniheldur hvorki matsal né fjölnotasal og hefur því þurft að leita út fyrir skólann með skólamötuneyti og til að halda ýmsa viðburði eins og skólasetningu, skólaslit, árshátíð skólans o.fl. Með fjölnota sal mætti fjölga þeim stundum þar sem nemendur skólans koma saman og tryggja viðunandi aðstöðu fyrir nemendur til að matast í hádeginu. Vinnuaðstöðu kennara þarf að bæta til muna og sama á við um verkgreinaaðstöðu.
Húsnæði tómstundaskólans er orðið of lítið til að sinna öllum þeim fjölda nemenda sem nýta sér þá þjónustu sem þar er í boði og er nauðsynlegt að bregðast við þeirri stöðu sem allra fyrst."
"Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir að hefja undirbúning að viðbyggingu við grunnskólann í Borgarnesi sem myndi innihalda fjölnota sal, vinnurými kennara, tómstundaskóla og endurbætta verkgreinaaðstöðu.
Núverandi skólahúsnæði inniheldur hvorki matsal né fjölnotasal og hefur því þurft að leita út fyrir skólann með skólamötuneyti og til að halda ýmsa viðburði eins og skólasetningu, skólaslit, árshátíð skólans o.fl. Með fjölnota sal mætti fjölga þeim stundum þar sem nemendur skólans koma saman og tryggja viðunandi aðstöðu fyrir nemendur til að matast í hádeginu. Vinnuaðstöðu kennara þarf að bæta til muna og sama á við um verkgreinaaðstöðu.
Húsnæði tómstundaskólans er orðið of lítið til að sinna öllum þeim fjölda nemenda sem nýta sér þá þjónustu sem þar er í boði og er nauðsynlegt að bregðast við þeirri stöðu sem allra fyrst."
Lögð fram tillaga um undirbúning og viðbyggingu við Grunnskólann í Borgarnesi sem vísað var til byggðarráðs frá síðasta fundi sveitarstjórnar.
Samþykkt að fela fjármála- og stjórnsýslusviði að meta áhrif framkvæmdarinnar á fjárhag Borgarbyggðar.
Samþykkt að fela fjármála- og stjórnsýslusviði að meta áhrif framkvæmdarinnar á fjárhag Borgarbyggðar.
6.Umhverfið mitt
1310014
Lagt fram bréf, dagsett 18. nóvember 2013, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa.
Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi kynnti hugmyndir um framkvæmd verkefnisins Umhverfið mitt og lagði fram bréf varðandi erindið.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera tillögu að hverfafundum í sveitarfélaginu.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera tillögu að hverfafundum í sveitarfélaginu.
7.Vinnuhópur um Staðardagskrá 21
1309077
Lögð fram fundargerð frá 5. fundi vinnuhóps um Staðardagskrá 21 sem haldinn var 12. nóvember 2013.
Lögð fram fundargerð frá 5. fundi vinnuhóps um Staðardagskrá 21 sem haldinn var 12. nóvember 2013.
8.Þjóðvegur 1 í Borgarbyggð
1310058
Á 103. fundi sveitarstjórnar var málinu vísað til umfjöllunar byggðarráðs.
Á 103. fundi sveitarstjórnar var umræðum um legu þjóðvegar 1 um Borgarnes vísað til umfjöllunar í byggðarráði.
Samþykkt að óska eftir fundi með svæðisstjóra Vegagerðarinnar á Vesturlandi og vegamálastjóra um málið.
Samþykkt að óska eftir fundi með svæðisstjóra Vegagerðarinnar á Vesturlandi og vegamálastjóra um málið.
9.Orkuveita Reykjavíkur - stjórnarfundir
1311089
Framlagðar fundargerðir frá 193 og 194 fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.
Lagðar fram fundargerðir frá 193. og 194. fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.
10.Tillaga að sameiningu sveitarfélaga.
1311084
Framlagt bréf frá Skorradalshreppi er varðar erindi Akraneskaupstaðar um könnun á hagkvæmi sameiningar sveitarfélaga á sunnanverðu Vesturlandi.
Lagt fram bréf frá Skorradalshreppi er varðar erindi Akraneskaupstaðar um könnun á hagkvæmni sameiningar sveitarfélaga á sunnanverðu Vesturlandi.
11.Snorraverkefnið sumarið 2014
1311042
Framlagt erindi frá Snorraverkefninu þar sem óskað er eftir stuðningi við verkefnið sumarið 2014.
Framlagt erindi frá Snorraverkefninu þar sem óskað er eftir stuðningi sumarið 2014.
Samþykkt að taka ekki þátt í verkefninu að þessu sinni.
Samþykkt að taka ekki þátt í verkefninu að þessu sinni.
12.Framhaldsaðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi
1311092
Lagt fram fundarboð á framhaldsaðalfund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem fram fer í Borgarnesi 22 nóvember n.k.
Lagt fram fundarboð á framhaldsaðalfund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem fram fer í Borgarnesi 22. nóvember n.k.
Þar verður rætt um tillögu að breytingu á lögum Samtakanna.
Þar verður rætt um tillögu að breytingu á lögum Samtakanna.
13.48. sambandsþing UMFÍ
1311093
Framlögð ályktun frá 48 sambandsþingi UMFÍ sem fram fór dagana 12 og 13 október s.l.
Framlögð ályktun frá 48. sambandsþingi UMFÍ sem fram fór í Stykkishólmi dagana 12. og 13. október s.l.
14.Fjárhagsáætlun 2014
1308041
Rætt um fjárhagsáætlun fyrir árið 2014
Á fundinn mætti Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi.
Rætt um rekstraráætlun og framkvæmdaáætlun 2014 - 2017.
Samþykkt að fela starfsmönnum að gera tillögur að lækkun kostnaðarliða á rekstraráætlun og leggja fram á næsta fundi byggðarráðs.
Rætt um rekstraráætlun og framkvæmdaáætlun 2014 - 2017.
Samþykkt að fela starfsmönnum að gera tillögur að lækkun kostnaðarliða á rekstraráætlun og leggja fram á næsta fundi byggðarráðs.
15.Nettengingar í dreifbýli
1311038
Framlagt erindi frá verkefninu Sveitaveginum á sunnanverðu Snæfellsnesi (SSV) þar sem óskað er eftir heimild til þess að óska tilboða í lagningu ljósleiðara á bæi á svæðinu frá Hítárá að Hellnum.
Framlagt erindi frá verkefninu Sveitaveginum á sunnanverðu Snæfellsnesi (SSV) þar sem óskað er eftir heimild til þess að óska tilboða í lagningu ljósleiðara á bæi á svæðinu frá Hítárá að Hellnum.
Samþykkt að heimila að leitað verði tilboða með þeim fyrirvörum sem fram koma í erindinu.
Byggðarráð fer fram á að sett verði upp ljósnet í þéttbýliskjörnum í Borgarbyggð. Einnig verði kannað hvað hægt er að gera til að bæta nettengingar á öðrum svæðum í sveitarfélaginu.
Samþykkt að heimila að leitað verði tilboða með þeim fyrirvörum sem fram koma í erindinu.
Byggðarráð fer fram á að sett verði upp ljósnet í þéttbýliskjörnum í Borgarbyggð. Einnig verði kannað hvað hægt er að gera til að bæta nettengingar á öðrum svæðum í sveitarfélaginu.
16.Eigendafundur Orkuveitu Reykjavíkur
1311102
Framlagt fundarboð á eigendafund Orkuveitu Reykjavíkur
Framlagt fundarboð á eigendafund Orkuveitu Reykjavíkur sem haldinn verður 29. nóvember n.k. í Reykjavík.
17.Starfsmannafræðsla
1311103
Framlagðar niðurstöður úr starfsmannakönnun og tillaga Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands um endurmenntun starfsmanna Borgarbyggðar sem eru í Kili og Stéttarfélagi Vesturlands.
Framlagðar niðurstöður úr starfsmannakönnun og tillaga Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands um endurmenntun starfsmanna Borgarbyggðar sem eru í Kili og Stéttarfélagi Vesturlands.
Byggðarráð þakkar fyrir könnunina og var sveitarstjóra falið að kynna niðurstöður fyrir starfsmönnum.
Byggðarráð þakkar fyrir könnunina og var sveitarstjóra falið að kynna niðurstöður fyrir starfsmönnum.
18.Beiðni um stækkun lóðar
1311106
Beiðni Guðrúnar Fjeldsted um að lóðin Trönubakki 1 verði stækkuð.
Lögð fram beiðni Guðrúnar Fjeldsted þess efnis að lóðin Trönubakki 1 verði stækkuð í 11.780 fermetra.
Byggðarráð samþykkti að lóðin verði stækkuð.
Byggðarráð samþykkti að lóðin verði stækkuð.
19.Þjónusta Íslandspósts
1311109
Rætt um þjónustu Íslandspóst
Rætt um þjónustu Íslandspósts í dreifbýli.
Byggðarráð mótmælir þeirri fyrirhuguðu breytingu á þjónustu Íslandspósts við íbúa í dreifbýli sem fyrirtækið hefur kynnt og fer byggðarráð fram á að þessi breyting verði endurskoðuð.
Byggðarráð mótmælir þeirri fyrirhuguðu breytingu á þjónustu Íslandspósts við íbúa í dreifbýli sem fyrirtækið hefur kynnt og fer byggðarráð fram á að þessi breyting verði endurskoðuð.
20.Markaðs- og kynningarmál
1311108
Rætt um markaðsmál
Rætt um markaðs- og kynningarmál.
Sveitarstjóri kynnti samstarf verslunarmanna í Borgarnesi og fagnar byggðarráð því samstarfi.
Sveitarstjóri kynnti samstarf verslunarmanna í Borgarnesi og fagnar byggðarráð því samstarfi.
21.Geitfjársetur
1311107
Beiðni Jóhönnu B. Þorvadsdóttur um hvort Borgarbyggð geti stutt við rekstur eða uppbyggingu Geitfjárseturs
Lögð fram beiðni Jóhönnu B. Þorvaldsdóttur dags. 19.11."13 þar sem farið er fram á að Borgarbyggð komi á einhvern hátt að rekstri og/eða uppbyggingu Geitfjárseturs.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við Atvinnuráðgjöf Vesturlands og landbúnaðarráðuneytið um málið.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við Atvinnuráðgjöf Vesturlands og landbúnaðarráðuneytið um málið.
Samþykkt að framvegis hefjist byggðarráðsfundir kl. 8,15.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Lagt fram bréf, dagsett 18. nóvember 2013, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa og mætti Björg á fundinn.
Samþykkt að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að kynna stöðu málsins fyrir Umhverfisstofnun.
Einnig var umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd falið að marka stefnu í aðkomu sveitarfélagsins vegna kostnaðar við fjölfarna ferðamannastaði í sveitarfélaginu.