Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

291. fundur 05. desember 2013 kl. 08:15 - 11:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson varaformaður
  • Jóhannes Freyr Stefánsson varamaður
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Beiðni um styrk Bændur græða landið

1311142

Framlagt erindi frá Landgræðslu ríkisins þar sem óskað er eftir styrk vegna samstarfsverkefnisins "Bændur græða landið".
Lagt fram erindi frá Landgræðslu ríkisins dags. 20.11."13 þar sem óskað er eftir styrk vegna samstarfsverkefnisins "Bændur græða landið".
Samþykkt að óska eftir umsögn frá umhverfis- skipulags- og landbúnaðarnefnd um erindið.

2.Bréf Eftirlitsnefndar til endurskoðenda v/ársreikninga

1311138

Framlagt bréf frá eftirlitsnefnd sveitarfélag vegna endurskoðuna ársreikninga.
Lagt fram bréf frá eftirlitsnefnd sveitarfélag dags. 25.11."13 vegna endurskoðun á ársreikningum.

3.Minkaveiði

1309049

Lögð fram umsögn umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar vegna erindisins auk tillögu að samningi við veiðifélögin um minkaveiði.
Á fundinn mætti Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi.
Lögð fram umsögn umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar um minkaveiði auk tillögu að samningi við veiðifélög í sveitarfélaginu um minkaveiði.
Byggðarráð samþykkti tillögu nefndarinnar um að gert verði samkomulag við veiðifélag Borgarfjarðar um fyrirkomulag minkaveiðanna.

4.Ósk um styrk til varðveislu örnefna.

1312004

Framlagt erindi frá Félagi aldraðra í Borgarfjarðardölum þar sem óskað er eftir styrk vegna vinnu við varðveislu örnefna.
Lagt fram erindi frá Félagi aldraðra í Borgarfjarðardölum dags. 28.11."13 þar sem óskað er eftir styrk vegna vinnu við varðveislu örnefna.
Samþykkt að styrkja verkefnið um 100.000 kr á árinu 2014

5.Ósk um styrk til útgáfustarfs

1312005

Framlagt erindi frá Sögufélagi Borgfirðinga þar sem óskað er eftir styrk til útgáfustarfs félagsins.
Framlagt erindi frá Sögufélagi Borgfirðinga dags. 22.11."13 þar sem óskað er eftir styrk til útgáfustarfs félagsins.
Samþykkt að styrkja verkefnið um 100.000 kr á árinu 2014.

6.Áframhaldandi samstarf um menningarmál.

1312006

Lagt fram erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi um samstarf varðandi menningarmál og framtíð menningarsamnings.
Lagt fram erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi dags. 29.11."13 um samstarf varðandi menningarmál og framtíð menningarsamnings.
Byggðarráð lýsir yfir vilja Borgarbyggðar til að halda áfram samstarfi um menningarmál á Vesturlandi með svipuðum hætti og verið hefur.

7.Saga Jarðvangur - verkáætlun

1310054

Lögð fram umsögn umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar um erindið.
Lögð fram umsögn umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar um verkefnið Saga jarðvangur. Nefndin telur jákvætt að jarðvangurinn verði stofnaður.

8.Malarfylling við Bílasöluna Geisla

1312016

Lagt fram mat frá Verkís á verðmæti malarfyllingar við Bílasöluna Geisla í Borgarnesi.
Lagt fram mat frá Verkís á verðmæti malarfyllingar við Bílasöluna Geisla í Borgarnesi.

9.Rekstraryfirlit 10 mánuðir 2013

1312015

Á fundinn mætir Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi og kynnir yfirlit yfir rekstur Borgarbyggðar fyrstu 10 mánuði ársins sem og fráviksgreiningu.
Á fundinn mætti Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi og kynnti yfirlit yfir rekstur Borgarbyggðar fyrstu 10 mánuði ársins sem og frávikagreiningu.

10.Viðauki við fjárhagsáætlun 2013

1312014

Á fundinn mætir Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi og leggur fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætun ársins 2013.
Fjármálafulltrúi lagði fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2013.
Byggðarráð samþykkti tillöguna.

11.Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar og undirfyrirtækja 2014 (fyrri umræða)

1311069

Rætt um fjárhagsáætlun 2014-2017
Rætt um fjárhagsáætlun 2014 - 2017.
Í samræmi við áskorun Stéttarfélags Vesturlands var ákveðið að hækka ekki gjaldskrár þjónustugjalda varðandi félagsþjónustu, fræðslumál og íþrótta- og æskulýðsmál.
Samþykkt að fela starfsmönnum að ljúka vinnu við útfærslu áætlunarinnar.
Samþykkt að vísa áætluninni til síðari umræðu í sveitarstjórn.

12.Stjórnskipulag SSV

1312017

Framlagt erindi frá SSV um stjórskipulag samtakanna og óskað umsagnar Borgarbyggðar um framkomna tillögu um breytingar á stjórnskipulagi
Lagt fram erindi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um stjórskipulag samtakanna og óskað umsagnar Borgarbyggðar um framkomna tillögu um breytingar á stjórnskipulaginu.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera drög að umsögn og leggja fyrir byggðarráð.

13.Breyting á aðalskipulagi í Brákarey

1310048

Sveitarstjóri kynnti umsögn Inga Tryggvasonar hrl. varðandi mögulegar bótakröfur eiganda Brákarbrautar 19 Borgarnesi
Sveitarstjóri kynnti umsögn Inga Tryggvasonar hrl. varðandi mögulegar bótakröfur eiganda Brákarbrautar 19 Borgarnesi.

14.Tillaga um viðbyggingu við Grunnskólann í Borgarnesi

1311080

Framlagt endurskoðað minnisblað frá fjármálafulltrúa um fjárhagsleg áhrif viðbyggingar við Grunnskólann í Borgarnesi á sveitarstjóð
Lagt fram endurskoðað minnisblað frá fjármálafulltrúa um fjárhagsleg áhrif viðbyggingar við Grunnskólann í Borgarnesi á sveitarsjóð.

15.Lántaka vegna hjúkrunarálmu

1310051

Framlagt minnisblað frá fjármála- og stjórnsýslusviði vegna lántöku við hjúrkunarálmu við Brákarhlíð, en framkvæmdu við álmuna er lokið og þarf að fjármagna framkvæmdina til lengri tíma.
Lagt fram minnisblað frá fjármála- og stjórnsýslusviði um lántöku vegna byggingar hjúkrunarálmu við Brákarhlíð, en framkvæmdum við álmuna er lokið og þarf að fjármagna framkvæmdina til lengri tíma.
Samþykkt að heimila sveitarstjóra að ganga til samninga við Arion-banka um fjármögnunina.

16.Fjöliðjan -breytt skipulag frá 01.01.2014

1311074

Framlagt bréf frá Akraneskaupstað vegna breytinga á rekstri Fjöliðjunnar.
Lagt fram bréf Akraneskaupstaðar dags. 01.11."13 þar sem lagt er til að rekstur Fjöliðjunnar í Borgarnesi verði yfirtekin af Borgarbyggð.
Samþykkt að Borgarbyggð taki við rekstrinum um næstu áramót.

17.Arnarvatnsheiði

1309033

Sveitarstjóri greindi frá viðræðum við Húnaþing vestra um skipan vinnuhóps sveitarstjórna um Arnarvatnsheiði. Þeir hafa þegar skipað sinn hóp og í honum eru; forseti sveitarstjórnar, fulltrúi minnihluta og sveitarstjóri.
Sveitarstjóri greindi frá viðræðum við Húnaþing vestra um skipan vinnuhóps sveitarstjórnanna um Arnarvatnsheiði.
Samþykkt að fela sveitarstjórn að skipa í vinnuhópinn á næsta fundi.

18.810. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

1312002

Framlögð fundargerð frá 810 fundi stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.
Lögð fram fundargerð 810. fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundi slitið - kl. 11:00.