Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

292. fundur 19. desember 2013 kl. 10:00 - 12:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson varaformaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Afskriftir útistandandi krafna

1312021

Rætt um útistandandi kröfur sem ekki er hægt að innheimta. Hluti þeirra hefur verið til innheimtu hjá lögfræðingi
Rætt um útistandandi kröfur sem ekki er hægt að innheimta. Hluti þeirra hefur verið til innheimtu hjá lögfræðingi.
Samþykkt að afskrifa kröfurnar sem samtals eru að upphæð 4,8 millj kr.
Einnig kom fram að bakfæra þarf áður tekjufærð en ógreidd gatnagerðargjöld þar sem hætt hefur verið við byggingar á viðkomandi lóðum.

2.Fundargerð starfsmannafundar safnahúss

1312022

Fundargerðir starfsmannafundar Safnahússins 3. og 17. des s.l.
Lagðar fram fundargerðir starfsmannafunda Safnahússins 3. og 17. desember s.l.
Tillaga um gjaldskrá var samþykkt samhljóða.

3.Liðsstyrksverkefni 2013

1312031

Lagt fram bréf, dagsett 12. desember, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa auk uppgjörsútreikninga vegna liðsstyrksverkefna.
Lagt fram bréf, dagsett 12. desember, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa auk uppgjörsútreikninga vegna liðsstyrksverkefna.

4.Vinnuhópur um Staðardagskrá 21

1309077

Lögð fram fundargerð frá 6. fundi vinnuhóps um Staðardagskrá 21 sem haldinn var 12. nóvember 2013.
Lögð fram fundargerð frá 6. fundi vinnuhóps um Staðardagskrá 21 sem haldinn var 12. nóvember 2013.

5.Bréf til sveitarfélaga um ályktanir sveitarstjórnarvettvangs EFTA

1312034

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynntar eru ályktanir frá sveitarstjórnarvettvangi EFTA á 8. fundi 18. - 19. nóvember s.l.
Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynntar eru ályktanir frá sveitarstjórnarvettvangi EFTA á 8. fundi 18. - 19. nóvember s.l.

6.Atvinnumál

1312059

Sveitarstjóri greindi frá fundum sem hann hefur átt með aðilum sem hafa hug á því að hefja atvinnustarfsemi í húsnæðinu að Vallarási 7-9 í Borgarnesi
Rætt um atvinnumál.

7.Verðkönnun vegna viðhaldsverkefna

1312058

Á fundinn mætir Jökull Helgason og kynnir fyrirhugað útboð á viðhaldsvinnu við fasteignir Borgarbyggðar.
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs og kynnti fyrirhugaða verðkönnun á viðhaldsvinnu við fasteignir Borgarbyggðar.
Byggðarráð samþykkti fyrirkomulag á verðkönnuninni.

8.Verðkönnun vegna rifa á útihúsum

1312064

Lögð fram niðurstaða eftir opnun verðkönnunargagna um rif á útihúsum að Gunnlaugsgötu 21B
Jökull gerði grein fyrir niðurstöðum eftir opnun verðkönnunargagna um rif á útihúsunum að Gunnlaugsgötu 21b.
Samþykkt að semja við HSS-verktak sem átti lægsta verðið í verkið.

9.Leikskólinn Hnoðraból

1312061

Lagt fram bréf frá leikskólastjóra á Hnoðrabóli um fjölgun barna á leikskólanum og stöðu húsnæðis.
Lagt fram bréf frá leikskólastjóra á Hnoðrabóli um fjölgun barna á leikskólanum og stöðu húsnæðis.
Samþykkt að vísa erindinu til umfjöllunar í fræðslunefnd.

10.Ráðningasamningur

1312062

Lagður fram samningur við Egil Ólafsson um ritun Sögu Borgarness
Lagður fram samningur við Egil Ólafsson um ritun Sögu Borgarness.
Byggðarráð samþykkti samninginn.

11.Faxaflóahafnir - stjórnarfundur nr 115

1312060

Lögð fram fundargerð 115. fundar stjórnar Faxaflóahafna
Lögð fram fundargerð 115. fundar stjórnar Faxaflóahafna sem haldinn var 13. desember 2013.

12.Lántaka vegna hjúkrunarálmu

1310051

Rætt um lántöku vegna hjúkrunarálmu og kynnti sveitarstjóri samning við Arion-banka um lántökuna.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.

13.Skallagrímsvöllur - upphitun hlaupabrautar

1312069

Rætt um upphitun hlaupabrautar á Skallagrímsvelli.
Samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að gera kostnaðaráætlun varðandi viðgerð sem þarf að fara fram til að hægt sé að hita brautina.

Fundi slitið - kl. 12:00.