Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

293. fundur 02. janúar 2014 kl. 09:30 - 12:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson varaformaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir varamaður
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Skil á lóðum

1312065

Petur Oddsson ætlar að skila inn lóðum sem hann fékk úthlutað á Varmalandi
Lagt fram erindi Péturs Oddssonar dags. 17.12."13 þar sem hann skilar inn tveimur parhúsalóðum sem hann fékk úthlutað á Varmalandi.
Samþykkt að fela fjármála- og stjórnsýslusviði að ganga frá málinu.

2.Tillaga um afslátt af fasteignaskatti

1312081

Tillaga um tekjumörk vegna afsláttar elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti á árinu 2014. Lagt er til að tekjumörkin hækki um 4% frá fyrra ári.
Lögð fram tillaga um tekjumörk vegna afsláttar elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti á árinu 2014. Tekjumörkin hækka um 4% frá árinu 2013.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

3.Verðkönnun á snjómokstri

1312082

Upplýsingar um niðurstöðu úr verðkönnun á snjómokstri í Borgarnesi sem opnuð var 27. desember s.l.
Lögð fram niðurstaða úr verðkönnun á snjómokstri í Borgarnesi frá janúar til júní 2014 sem opnuð var 27. desember s.l.
Samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að semja við HSS-verktak ehf sem var með lægstu fjárhæðina í verkið.

4.Veiðihús á Arnarvatnsheiði

1312080

Framlagt erindi frá Snorra Jóhannssyni f.h. Veiðifélags Arnarvatnsheiðar vegna veiðihúsa.
Lagt fram erindi Veiðifélags Arnarvatnsheiðar dags. 17.12."13 vegna eignarhalds á veiðihúsum í Álftakrók og við Úlfsvatn.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að skoða málið.

5.Úttekt á Slökkviliði Borgarbyggðar

1312077

Lögð fram umsögn frá Mannvirkjastofun um stöðu slökkviliðs Borgarbyggðar,en gerð var úttekt á öllum slökkviliðum á Vesturlandi árið 2013.
Lögð fram umsögn frá Mannvirkjastofun um stöðu slökkviliðs Borgarbyggðar, en gerð var úttekt á öllum slökkviliðum á Vesturlandi árið 2013.
Samþykkt að óska eftir minnisblaði frá slökkviliðsstjóra um þær ábendingar sem fram koma í skýrslunni.

6.Kröfur ríkisins um þjóðlendur

1312072

Á fundinn mætir Óðinn Sigþórsson til viðræðna við byggðarráð um viðbrögð Borgarbyggðar við kröfum ríkisins um þjóðlendur í Borgarbyggð.
Á fundinn mætti Óðinn Sigþórsson til viðræðna við byggðarráð um viðbrögð Borgarbyggðar við kröfum ríkisins um þjóðlendur í Borgarbyggð.
Samþykkt að boða fund þeirra aðila í Borgarbyggð sem hagsmuna hafa að gæta varðandi málið.

7.Beiðni um styrk til Gleðigjafa kórs FEBBN

1312066

Lagt fram bréf frá Gleðigjöfum kór eldri borgara, en óskað er eftir stuðningi við starfsemi kórsins árið 2014.
Lagt fram bréf frá Gleðigjöfum kór eldri borgara dags. 15.12."13 þar sem óskað er eftir stuðningi við starfsemi kórsins árið 2014.
Samþykkt að vísa erindinu til Menningarsjóðs Borgarbyggðar.

8.Samstarf við nágrannasveitarfélög

1312083

Rætt um sameiginlegan fund sveitarstjórna Borgarbyggðar og Skorradalshrepps sem fram fer á Hvanneyri föstudaginn 3 janúar n.k.
Rætt um sameiginlegan fund sveitarstjórna Borgarbyggðar og Skorradalshrepps sem fram fer á Hvanneyri föstudaginn 3. janúar n.k.

9.Malarfylling við Bílasöluna Geisla

1312016

Sveitarstjóri greindi frá fundi sem hann átti með fulltrúa frá Bílasölunni Geisla um innlausn Borgarbygðar á malarfyllingu við Engjaás sem hefur verið starfssvæði sölunnar.
Sveitarstjóri greindi frá fundi sem hann átti með fulltrúa frá Bílasölunni Geisla um innlausn Borgarbyggðar á malarfyllingu við Engjaás sem hefur verið starfssvæði bílasölunnar.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.

10.Upplýsinga- og kynningarmiðstöðin

1312089

Sveitarstjóri kynnti tillögu að fjármögnun á rekstri Upplýsinga- og kynningarmiðstöðvar í Borgarnesi árið 2014. Tillaga felur í sér að Borgarbyggð hækki framlag sitt úr 1900 þúsund í 2700 þúsund.
Sveitarstjóri kynnti tillögu að fjármögnun á rekstri Upplýsinga- og kynningarmiðstöðvar í Borgarnesi árið 2014. Tillagan felur í sér að Borgarbyggð hækki framlag sitt úr 1.900 þúsund í 2.700 þúsund.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera drög að samkomulagi við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi um málið.

11.Brákarhlíð

1312088

Framlagt erindi frá stjórn Brákarhlíðar þar sem gerð er grein fyrir rekstri heimilisins á árinu 2013, auk þess sem farið er fram á endurskoðun á fjárveitingu til þess.
Lagt fram erindi frá stjórn Brákarhlíðar þar sem gerð er grein fyrir rekstri heimilisins á árinu 2013, auk þess sem farið er fram á endurskoðun á fjárveitingu til þess.
Samþykkt að óska eftir fundi með stjórn Brákarhlíðar og meðeigendum um málið.

Björn Bjarki vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

12.Tæki í þreksal

1312087

Framlagt tilboð í tækjakaup í þreksal Íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi
Lagt fram tilboð í tækjakaup í þreksal Íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti tilboðið.

13.Þjóðvegur 1 við Borgarnes

1312086

Á fundinn mætir Magnús V. Jóhannsson svæðisstjóri Vegagerðarinnar til viðræðna um þjóðveg 1 við Borgarnes.
Á fundinn mætti Magnús V. Jóhannsson svæðisstjóri Vegagerðarinnar til viðræðna um þjóðveg 1 við Borgarnes.
Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs sat fundinn meðan þessi liður var ræddur.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera drög að erindi til Vegagerðarinnar varðandi málið.

14.Þjónusta Íslandspósts

1311109

Framlagt erindi frá Georgi Magnússyni Norðtungu vegna færslu Íslandspósts á póstkössum
Lagt fram erindi frá Georgi Magnússyni Norðtungu vegna færslu Íslandspósts á póstkössum.
Lagt var fram svarbréf Íslandspósts dags. 05.12."13 við bókun byggðarráðs frá því í nóvember þar sem færslu póstkassa var mótmælt.

Byggðarráð ítrekar fyrri bókun að færsla á póstkössum skerði verulega þjónustu Íslandspóst við íbúa í dreifbýli.

15.Atvinnu- markaðs- og menningarmál

1312090

Rætt um verkefni Borgarbyggðar árið 2014 í atvinnu-markaðs- og menningarmálum.
Rætt um verkefni Borgarbyggðar árið 2014 í atvinnu-, markaðs- og menningarmálum.

16.Stjórnskipulag SSV

1312017

Sveitarstjóri kynnti drög að umsögn Borgarbyggðar um tillögu að stjórnskipulagi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.

17.Háskólar í Borgarbyggð

1312085

Rætt um háskólana í Borgarbyggð
Rætt um málefni háskólanna í Borgarbyggð.

Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkir að setja á stofn vinnuhóp um framtíð háskólanna í Borgarbyggð.

Óskað verður eftir aðild fulltrúa frá Háskólanum á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands, Bændasamtökum Íslands og atvinnulífinu, auk þess sem fulltrúar frá sveitarfélaginu verða í hópnum.

Verkefni hópsins er að leita allra leiða til að styrkja starfsemi Háskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Íslands með það að markmiði að þeir verði áfram sjálfstæðar og öflugar stofnanir sem hér eftir sem hingað til bjóði nemendum sínum upp á góða menntun sem er undirstaða framfara í þjóðfélaginu. Auk þess verði skoðað sérstaklega hvort skólarnir geti styrkt stöðu sína með auknu samstarfi og fetað nýjar brautir í rekstri og skipulagi.

Skólarnir hafa verið helsti vaxtarbroddurinn í Borgarbyggð undanfarin ár og starfsemi þeirra er gríðarlega mikilvæg fyrir nærumhverfi sitt. Sterk tenging þeirra við atvinnulífið gerir að verkum að atvinnulífið á þátttakendur í vinnuhópnum.

Samþykkt að fela sveitarstjóra að boða til fundar sem fyrst í vinnuhópnum.

Fundi slitið - kl. 12:00.