Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

295. fundur 23. janúar 2014 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson varaformaður
  • Jóhannes Freyr Stefánsson aðalmaður
  • Finnbogi Leifsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Umsögn um frumvarp um lögregluembætti

1401065

Lagt fram til umsagnar lagafrumvarp um lögregluembætti
Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um lögregluembætti sem lagt hefur verið fram á Alþingi.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera drög að umsögn frá Borgarbyggð.

2.Umsögn um lagafrumvarp um stjórnsýslu ríkisins í héraði

1401064

Lagt til umsagnar lagafrumvarp um stjórnsýslu ríkisins í héraði (sýslumannsembætti).
Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins í héraði (sýslumannsembætti) sem lagt hefur verið fram á Alþingi.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera drög að umsögn frá Borgarbyggð.

3.Endurfjármögnun OR

1401063

Lagt fram erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem óskað er eftir samþykki Borgarbyggðar vegna endurfjármögnunar fyrirtækisins.
Lagt fram erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem óskað er eftir samþykki Borgarbyggðar vegna endurfjármögnunar lána.
Byggðarráð samþykkti erindið fyrir sitt leyti.

4.Undanþága frá upplýsingaskyldu

1401062

Lagt fram bréf frá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem óskað er eftir samþykki eigenda vegna erindis um undanþágu frá upplýsingaskyldu.
Lagt fram bréf frá Orkuveitu Reykjavíkur dags. 17.01."14 þar sem óskað er eftir samþykki eigenda vegna erindis um undanþágu frá upplýsingaskyldu.
Byggðarráð samþykkti að verða við erindinu.

5.Samstarfssamningur um umhverfis- og skipulagsmál

1401061

Lögð fram drög að samningi við umhverfis- og skipulagsbraut Landbúnaðarháskóla Íslands. Samningurinn opnar fyrir ýmis konar möguleika á samstarfi um nemendaverkefni o.fl.
Lögð fram drög að samningi við umhverfis- og skipulagsbraut Landbúnaðarháskóla Íslands. Samningurinn opnar fyrir ýmis konar möguleika á samstarfi um nemendaverkefni o.fl.
Byggðarráð samþykkti samninginn.

6.Starfsemi Menningarráðs Vesturlands og menningarfulltrúa Vesturlands

1401056

Lögð fram greinargerð frá menningarfulltrúa Vesturlands og menningarráði um starfsemi ráðsins undanfarin ár.
Lögð fram greinargerð frá menningarfulltrúa Vesturlands og menningarráði um starfsemi ráðsins undanfarin ár.

7.Skil á viðaukum við fjárhagsáætlun sveitarfélaga til Innanríkisráðuneytis

1401055

Lagt fram bréf frá Innanríkisráðuneytinu vegna skila á viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2013.
Lagt fram bréf frá Innanríkisráðuneytinu vegna skila á viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2013.

8.Þekkingar- og frumkvöðlasetur

1401076

Á fundinn mættir Haraldur Reynisson frá KPMG og kynnti hugmyndir um þekkingar- og frumkvöðlasetur á Vesturlandi.
Byggðarráð samþykkti að taka þátt í undirbúningi verkefnisins.

9.Krosslaug í Lundarreykjardal

1401068

Lagt fram samkomulag um umsjón og umhirðu við Krosslaug í Lundarreykjadal. Auk þess er lögð fram skýrsla og ársreikningur vegna verkefnisins.
Lagt fram samkomulag um umsjón og umhirðu við Krosslaug í Lundarreykjadal. Auk þess er lögð fram skýrsla og ársreikningur vegna verkefnisins.
Byggðarráð samþykkti samkomulagið.

10.Atvinnu- markaðs- og menningarmál

1312090

Á fundinn mæta Ólafur Sveinsson og Hrefna B. Jónsdóttir frá SSV til viðræðna um Vesturlandsstofu.
Á fundinn mættu Ólafur Sveinsson og Hrefna B. Jónsdóttir frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi til viðræðna um Vesturlandsstofu.

11.Borgarneshöfn

1401067

Sveitarstjóri kynnti hugmyndir Faxaflóahafna um framkvæmdir við Borgarneshöfn sem fyrirhugaðar eru á árunum 2014 og 2015.
Sveitarstjóri kynnti hugmyndir Faxaflóahafna um framkvæmdir við Borgarneshöfn sem fyrirhugaðar eru á árunum 2014 og 2015.
Vísað til umsagnar umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar og var starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu.

12.Þorsteinsgata 1-3 - byggingarleyfi breytt útlit

1401008

Rætt um framkvæmdir við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi og mögulega stækkun á gluggum sem snúa að Þorsteinsgötu.
Rætt um framkvæmdir við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti að ekki verði farið í útlitsbreytingar að þessu sinni.

13.Beiðni um styrk Bændur græða landið

1311142

Lögð fram umsögn frá umhverfis- skipulags og landbúnaðarnefnd vegna erindis Landgræðslunar um stuðning við verkefnið Bændur græða landið
Lögð fram umsögn frá umhverfis- skipulags og landbúnaðarnefnd vegna erindis Landgræðslunar um stuðning við verkefnið Bændur græða landið.
Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 150.000

Finnbogi vék af fundi.

14.Yfirlit um rekstur fyrstu 11 mánuði ársins 2013.

1401070

Á fundinn mætir Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi og kynnir stöðuna á rekstri Borgarbyggðar fyrstu 11 mánuði árins 2013.
Á fundinn mætti Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi og kynnti stöðuna á rekstri Borgarbyggðar fyrstu 11 mánuði árins 2013.

15.Viðauki við fjárhagsáætlun

1401069

Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2013
Lagður var fram viðauki við fjárhagsáætlun Borgarbyggðar á árinu 2013.
Byggðarráð samþykkti viðaukann.

16.197. fundur stjórnar OR

1401051

Lögð fram fundargerð frá 197 fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.
Lögð fram fundargerð frá 197. fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur sem haldinn var 13. desember 2013.

Fundi slitið - kl. 10:00.