Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

296. fundur 30. janúar 2014 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson varaformaður
  • Jóhannes Freyr Stefánsson aðalmaður
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Fjallskilanefnd Oddstaðaréttar - 30. fundur

1401095

Sveitarstjórn vísaði fundargerð 30. fundar afréttarnefndar Oddstaðaréttar til byggðarráðs.
Sveitarstjórn vísaði fundargerð 30. fundar afréttarnefndar Oddstaðaréttar til byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkti að óska eftir minnisblaði frá umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa varðandi athugasemdir nefndarinnar við fjárhagsáætlun og rekstrarniðurstöður.
Samþykkt að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að gera drög að lóðaleigusamningi vegna Oddstaðaréttar.

2.Fundargerð starfsmannafundar safnahúss

1401027

Lögð fram fundargerð starfsmannafundar Safnahússins frá 22. janúar 2014.
Lögð fram fundargerð starfsmannafundar Safnahússins frá 22. janúar 2014.

3.Höggmyndagarður í Borgarbyggð

1401077

Erindi Hallsteins Sigurðssonar varðandi höggmyndagarð
Lagt fram erindi Hallsteins Sigurðssonar dags. 21.01.´14 varðandi höggmyndagarð sem hann hyggst reisa í landi Nýhafnar II.
Samþykkt að bjóða Hallsteini að koma á fund byggðarráðs.

4.Landspildur í landi Hamars og Kárastaða

1312042

Lagt fram minnisblað, dagsett 27. janúar 2014, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa.
Lögð fram drög að bréfi frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa vegna afnota af landspildum.
Samþykkt að bréfin verði send.

5.Samþykkt um búfjárhald

1210076

Lagðar fram til kynningar athugasemdir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við samþykkt um búfjárhald.
Lagðar fram til kynningar athugasemdir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við samþykkt um búfjárhald.
Samþykkt að samþykktin verði birt með athugasemdum ráðuneytisins.

6.Tilkynning til hluthafa vegna hækkunar á hlutafé Vélabæjar ehf.

1401066

Framlögð tilkynning frá Vélabæ ehf. um hækkun á hlutafé fyrirtækisins.
Lögð fram tilkynning frá Vélabæ ehf. um hækkun á hlutafé fyrirtækisins.
Byggðarráð samþykkti að Borgarbyggð auki ekki hlutafé sitt í fyrirtækinu.

7.Verðkönnun vegna viðhalds fasteigna

1401078

Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs og kynnti niðurstöður úr verðkönnun vegna viðhalds fasteigna Borgarbyggðar.
Byggðarráð samþykkti tillögu Jökuls við hvaða aðila skuli samið.

8.Brákarey

1401098

Rætt um nýtingu húsnæðis í Brákarey og fyrirspurn Fornbilafjelgs Borgarfjarðar um afnot af auknu rými.
Rætt um nýtingu húsnæðis í Brákarey og fyrirspurn Fornbilafjelags Borgarfjarðar um afnot af auknu rými.
Byggðarráð tók jákvætt í erindi Fornbílafjelagsins og var sveitarstjóra falið að ræða við hlutaðeigandi aðila.

9.Þjónustukönnun Capasent 2013

1401097

Lögð fram til kynningar skýrsla Capasent um niðurstöður þjónustukönnunar haustið 2013.
Lögð fram til kynningar skýrsla Capasent um niðurstöður þjónustukönnunar haustið 2013.
Samþykkt að senda niðurstöðurnar til umfjöllunar í nefndum sveitarfélagsins.
Samþykkt að halda fund sveitarstjórnar og forstöðumanna stofnana þar sem niðurstöðurnar verða kynntar.

10.Veiðifélag Hvítár - Fundarboð

1401080

Framlagt fundarboð frá Veiðifélagi Hvítár.
Lagt fram fundarboð á félagsfund í Veiðifélaginu Hvítá sem haldinn verður 02. febrúar n.k. í Valfelli.
Samþykkt að Ingibjörg Daníelsdóttir verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.

11.Beiðni um fjárstuðning við forvarnarstarf SAMAN-hópsins á árinu 2014

1401092

Framlagt erindi frá Saman-hópnum þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við starfsemi hópsins árið 2014. Auk þess er framlögð umsögn forvarnarfulltrúa vegna þessa erindis.
Lagt fram erindi frá Saman-hópnum þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við starfsemi hópsins árið 2014. Auk þess er lögð fram umsögn forvarnarfulltrúa vegna þessa erindis.
Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 50.000

12.Samþykktir og sameignarsamningur OR

1311130

Á fundinn mæta fulltrúar frá Orkuveitu Reykjavíkur og kynna sameiningarsamning eigenda fyrirtækisins.
Á fundinn mættu Elín Smáradóttir lögfræðingur Orkuveitu Reykjavíkur og Ebba Schram lögfræðingur Reykjavíkurborgar og kynntu sameignarsamning og eigendastefnu Orkuveitu Reykjavíkur sem nú eru í endurskoðun.

Byggðarráð þakkar kynninguna og tekur undir þær breytingar sem tillögur eru gerðar um frá fyrri samþykktum.
Byggðarráð leggur áherslu á fyrri kröfur um að sömu gjaldskrár gildi hjá öllum eigendum Orkuveitunnar.

13.Ályktun frá formannafundi UMSB

1401103

Lögð fram ályktun frá formannafundi UMSB vegna framkvæmda við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi.
Lögð fram ályktun frá formannafundi Ungmennasambands Borgarfjarðar vegna framkvæmda við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi.
Á fundinn mætti Kristján Finnur Kristjánsson af framkvæmdasviði Borgarbyggðar til viðræðna um framkvæmdirnar.

Fundi slitið - kl. 10:00.