Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

298. fundur 20. febrúar 2014 kl. 08:15 - 11:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Jóhannes Freyr Stefánsson aðalmaður
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Daníelsdóttir varamaður
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá
Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs sat fundinn meðan að liðir nr. 4, 5, 15, 16 og 18 voru ræddir.

1.Fjallskilanefnd Oddstaðaréttar - 30. fundur

1401095

Lagt fram minnisblað, dagsett 7. febrúar 2014, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa.
Lagt fram minnisblað, dagsett 7. febrúar 2014, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa.

2.Fundargerð nefndar um nýja fjallskilasamþykkt.

1303059

Lögð fram 15. fundargerð nefndar um nýja fjallskilasamþykkt, dagsett 3. febrúar 2014. Auk þess lögð fram drög að nýrri fjallskilasamþykkt.
Lögð fram 15. fundargerð nefndar um nýja fjallskilasamþykkt, dagsett 3. febrúar 2014.
Einnig voru lögð fram drög að nýrri fjallskilasamþykkt.

3.Fundargerð starfsmannafundar safnahúss

1401027

Fundargerð 136. starfsmannafundar Safnahúss Borgarfjarðar sem haldinn var 11. febrúar s.l.
Lögð fram fundargerð 136. starfsmannafundar Safnahúss Borgarfjarðar sem haldinn var 11. febrúar s.l.

4.Skotæfingasvæði við Ölduhrygg

1307028

Sveitarstjórn vísaði málinu til umfjöllunar í byggðarráði.
Rætt var um tillögu um skotæfingasvæði við Ölduhrygg en sveitarstjórn vísa málinu til umræðu í byggðarráði.
Samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að skoða betur þessa tillögu og aðrar sem eru til umræðu fyrir skotæfingasvæði.

5.Tillaga að gjaldskrá gatnagerðargjalda

1212064

Sveitarstjórn vísaði tillögunni til umfjöllunar í byggðarráði
Tekin var til umræðu tillaga að gjaldskrá gatnagerðargjalda sem sveitarstjórn vísaði til umfjöllunar í byggðarráði.
Samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að afla frekari upplýsinga.

6.Erindi varðandi húsnæðismál

1402031

Framlagt erindi frá félagsmálastjóra vegna húsnæðismála.
Lagt fram erindi Hjördísar Hjartardóttir félagsmálastjóra vegna húsnæðismála.
Byggðarráð samþykkti erindið.

7.Höggmyndagarður í Borgarbyggð

1401077

Á fundinn mætir Hallsteinn Sigurðsson til viðræðna um uppsetningu á höggmyndagarði á Seleyri í Borgarbyggð.
Á fundinn mætti Hallsteinn Sigurðsson til viðræðna um uppsetningu á höggmyndagarði á Seleyri í Borgarbyggð.

8.Uppsögn á samningi um skólaakstur

1402022

Lagt fram bréf frá Sæmundi Sigmundssyni þar sem hann segir upp samningum um skólaakstur við Borgarbyggð.
Lagt fram bréf frá Sæmundi Sigmundssyni dags. 07.02."14 þar sem hann segir upp samningum um skólaakstur við Borgarbyggð.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að leggja fram tillögu á næsta fundi byggðarráðs um framhald málsins.

9.Samþykktir og sameignarsamningur OR

1311130

Lagður fram nýr sameiningarsamningur og eigendastefna fyrir Orkuveitu Reykjavíkur.
Lagður fram nýr sameignarsamningur og eigendastefna fyrir Orkuveitu Reykjavíkur.
Afgreiðslu frestað.

10.Samstarfssamningur um rekstur frumkvöðla -og nýsköpunarseturs

1402050

Lögð fram drög að samstarfssamningi um rekstur frumkvöðla og nýsköpunarsetursins Hugheima í Borgarnesi. jafnframt er lagt til að framlag Borgarbyggðar á árinu 2014 verði kr. 950.000 til verkefnisins
Lögð fram drög að samstarfssamningi um rekstur frumkvöðla- og nýsköpunarsetursins Hugheima í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti samninginn fyrir sitt leyti og að framlag Borgarbyggðar á árinu 2014 verði kr. 950.000 til verkefnisins.
Fjárhæðin verður tekin af lið 13-010 í fjárhagsáætlun.

11.Fjallhús á Arnarvatnsheiði

1312080

Sveitarstjóri kynnti niðurstöður fundar sem hann átti með bréfriturum. Einnig hefur verið farið yfir málið með fleiri aðilum varðandi verkefni Sjálfseignarstofnunar um Arnarvatnsheiði og Geitland. Eftir þá skoðun er mælt með því að veiðhúsin verði færð undir sjálfseignarstofnunina.
Lagt fram bréf stjórnar Sjálfseignarstofnunar Arnarvatnsheiðar og Geitlands dags. 17.12. 2013 varðandi eignarhald á fjallhúsum og hesthúsum í Álftakrók og Úlfsvatn.
Sveitarstjóri kynnti niðurstöður fundar sem hann átti með bréfriturum. Einnig hefur verið farið yfir málið með fleiri aðilum varðandi verkefni Sjálfseignarstofnunar um Arnarvatnsheiði og Geitland.
Byggðarráð samþykkti að fjallhúsin og hesthúsin verði færð undir sjálfseignarstofnunina.

12.Uppbygging íþróttamannvirkja í Borgarbyggð

1402051

Lögð fram greinargerð frá UMSB varðandi áherslur íþróttahreyfingarinnar við uppbyggingu íþróttamannvirkja í Borgarbyggð.
Lögð fram greinargerð frá UMSB varðandi áherslur íþróttahreyfingarinnar við uppbyggingu íþróttamannvirkja í Borgarbyggð.
Vísað til umfjöllunar í fræðslunefnd.

13.Samþykkt um búfjárhald

1210076

Lagt fram bréf, dagsett 17. febrúar 2014, frá Rebekku Hilmarsdóttur hjá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu. Auk þess lagt fram bréf, dagsett 13. febrúar 2014, frá Ólafi R. Dýrmundssyni þar sem fram koma athugasemdir Bændasamtaka Íslands varðandi samþykktina.
Lagt fram bréf, dagsett 17. febrúar 2014, frá Rebekku Hilmarsdóttur hjá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu. Auk þess lagt fram bréf, dagsett 13. febrúar 2014, frá Ólafi R. Dýrmundssyni þar sem fram koma athugasemdir Bændasamtaka Íslands varðandi samþykktina.
Vísað til umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar.

14.Starfsmannamál

1402056

Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri greinir frá fyrirhuguðum breytingum í starfsmannahaldi á fjármála- og stjórnsýslusviði.
Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri greindi frá fyrirhuguðum breytingum í starfsmannahaldi á fjármála- og stjórnsýslusviði.

15.Gamli miðbærinn í Borgarnesi deiliskipulagsbreyting

1302002

Á fundinn mætir Sigursteinn Sigurðsson arkitekt og kynnir tillögu að breytingu á deiliskipulagi gamla miðbæjarins í Borgarnesi.
Á fundinn mætti Sigursteinn Sigurðsson arkitekt og kynnti tillögu að breytingu á deiliskipulagi gamla miðbæjarins í Borgarnesi.

16.Framkvæmdir og umhverfismál á Bifröst

1402038

Lagt fram bréf frá Háskólanum á Bifröst um umhverfismál og framkvæmdir á Bifröst.
Lagt fram bréf frá Háskólanum á Bifröst dags. 12.02."14 varðandi umhverfismál og framkvæmdir á Bifröst.
Samþykkt að fela sveitarstjóra og forstöðumanni umhverfis- og skipulagssviðs að ræða við forsvarsmenn háskólans á Bifröst og íbúa á Bifröst varðandi erindið.

17.Geitfjársetur

1311107

Lagt fram minnisblað frá Atvinnuráðgjöf Vesturlands um Geitfjársetur á Háafelli
Lagt fram minnisblað frá Atvinnuráðgjöf Vesturlands um Geitfjársetur á Háafelli.
Samþykkt að óska eftir við Atvinnuráðgjöfina að vinna áfram að málinu.

18.Nýbygging við Grunnskólann í Borgarnesi

1402060

Rætt um skipan vinnuhóps vegna framkvæmda við Grunnskólann í Borgarnesi
Rætt um skipan vinnuhóps vegna framkvæmda við Grunnskólann í Borgarnesi.

19.Faxaflóahafnir - fundur nr. 117

1402027

Lögð fram fundargerð frá 117 fundi stjórnar Faxaflóahafna.
Lögð fram fundargerð frá 117. fundi stjórnar Faxaflóahafna dags. 7.02."14.
Samþykkt að bjóða Gísla Gíslasyni framkvæmdastjóra Faxaflóahafna á fund byggðarráðs.

Fundi slitið - kl. 11:00.