Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Umsókn um skráningu lóðar - Rauðanes 2b
1403023
Umsókn Guðjóns Viggóssonar um skráning lóðar fyrir íbúðarhús í landi Rauðaness.
2.Fundargerð starfsmannafundar Safnahúss
1404001
Fundargerð 139 starfsmannafundar Safnahússins og ársskýrsla 2013
Lögð fram fundargerð 139. fundar starfsmanna Safnahússins og ársskýrsla safnanna fyrir árið 2013.
3.Heimreið og bílastæði að Hamri
1404010
Framlagt erindi frá Golfklúbbi Borgarness vegna framkvæmda að Hamri.
Lagt fram erindi frá Golfklúbbi Borgarness vegna framkvæmda að Hamri.
Samþykkt að veitt verði framlag til framkvæmdanna á árunum 2014 og 2015 eins og fjárhagsáætlun segir til um.
Samþykkt að veitt verði framlag til framkvæmdanna á árunum 2014 og 2015 eins og fjárhagsáætlun segir til um.
4.Samningur um íþróttavellina
1404009
Framlögð drög að samningi við UMSB um rekstur íþróttavalla í Borgarbyggð.
Lögð fram drög að samningi við Ungmennasamband Borgarfjarðar um rekstur íþróttavalla í Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti samningsdrögin og var samþykkt að fela sveitarstjóra að ljúka gerð samningsins.
Byggðarráð samþykkti samningsdrögin og var samþykkt að fela sveitarstjóra að ljúka gerð samningsins.
5.Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi
1404021
Rætt um opnunarhátíð vegna framkvæmda við Iþróttamiðstöðina í Borgarnesi sem haldin verður laugardaginn 5. apríl.
Samþykkt að framlengja gildistíma árskorta í íþróttamiðstöðvum Borgarbyggðar um 2 mánuði vegna framkvæmdanna.
Einnig var samþykkt að veita 10% afslátt af árskortum sem seld verða helgina 5. - 6. apríl n.k.
Samþykkt að framlengja gildistíma árskorta í íþróttamiðstöðvum Borgarbyggðar um 2 mánuði vegna framkvæmdanna.
Einnig var samþykkt að veita 10% afslátt af árskortum sem seld verða helgina 5. - 6. apríl n.k.
6.Málefni Orkuveitu Reykjavíkur
1404020
Rætt um málefni Orkuveitu Reykjavíkur
Rætt um málefni Orkuveitu Reykjavíkur.
Sigríður vék af fundi.
Sigríður vék af fundi.
7.Bílaplan við Reykholtskirkju
1404013
Rætt um fyrirhugaðar framkvæmdir við bílaplan við Reykholtskirkju.
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs.
Rætt um fyrirhugaðar framkvæmdir við bílaplan við Reykholtskirkju.
Byggðarráð samþykkti að heimila breytingu á auglýstu útboði á verkinu og verður tilboðsfrestur framlengdur til 9. apríl.
Rætt um fyrirhugaðar framkvæmdir við bílaplan við Reykholtskirkju.
Byggðarráð samþykkti að heimila breytingu á auglýstu útboði á verkinu og verður tilboðsfrestur framlengdur til 9. apríl.
8.Rekstur Lyngbrekku
1402081
Á fundinn mætir Guðbrandur Guðbrandsson til viðræðna um rekstur Lyngbrekku
Á fundinn mættu Guðbrandur Guðbrandsson, Guðrún Sigurðardóttir og Unnsteinn Jóhannesson úr húsnefnd Lyngbrekku til viðræðna um rekstur félagsheimilisins.
Samþykkt að ræða við leikdeild umf. Skallagríms um samning um rekstur hússins en deildin hefur sýnt því áhuga.
Samþykkt að ræða við leikdeild umf. Skallagríms um samning um rekstur hússins en deildin hefur sýnt því áhuga.
Fundi slitið - kl. 10:30.
Lóðin er 4.860 ferm að stærð og fær heitið Rauðanes 2b.
Samþykkt að lóðin verði stofnuð.