Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

304. fundur 07. apríl 2014 kl. 16:00 - 18:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson varaformaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir varamaður
  • Finnbogi Leifsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Ársreikningur 2013

1404028

Á fundinn mættir Oddur Jónsson frá KPMG og leggur fram og kynnir ársreikning Borgarbyggðar fyrir árið 2013
Á fundinn mætti Oddur Jónsson frá KPMG og lagði fram og kynnti ársreikning Borgarbyggðar fyrir árið 2013.
Anna Ólafsdóttir aðalbókari sat fundinn meðan þessi liður var ræddur.
Samþykkt að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

2.Stjórnskipan Grunnskólans í Borgarnesi

1403088

Beiðni fræðslunefndar um aukið fjárframlag til Grunnskólans í Borgarnesi vegna breytinga á stjórnskipan skólans.
Lögð fram beiðni fræðslunefndar um aukið fjármagn til Grunnskólans í Borgarnesi vegna breytinga á stjórnskipan skólans.
Kostnaður er um 2,3 milljónir kr á árinu 2014.
Samþykkt að verða við beiðninni.

3.Tilboð "Göngubrú við Suðurneskletta, Borgarnesi - Stál- og timburvirki"

1404022

Framlögð tilboð í göngubrú við Suðurneskletta í Borgarnesi.
Lögð fram tilboð í gerð göngubrúar við Suðurneskletta í Borgarnesi.
Þrjú tilboð bárust.
Samþykkt að fresta afgreiðslu og óska frekari gagna.

4.Málefni Orkuveitu Reykjavíkur

1404020

Rætt um málefni Orkuveitu Reykjavíkur
Rætt um málefni Orkuveitu Reykjavíkur.

5.Malarfylling við Engjaás

1404027

Lögð fram fyrirspurn frá Borgarverki í malarfyllingu við Engjaás í Borgarnesi.
Lagt fram tilboð frá Borgarverki ehf. í malarfyllingu í bílaplani við Engjaás í Borgarnesi.
Samþykkt að hafna tilboðinu og óska umsagnar umhverfis-, skipulags og landbúnaðarnefndar um mögulegt framtíðarskipulag á svæðinu.

6.Heimavist við MB

1404030

Rætt um fyrirspurn frá Menntaskóla Borgarfjarðar varðandi uppbyggingu á heimavist við skólann.
Rætt um fyrirspurn frá Menntaskóla Borgarfjarðar varðandi uppbyggingu á heimavist við skólann.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og var sveitarstjóra falið að ræða við skólameistara MB um framhald málsins.

Fundi slitið - kl. 18:00.