Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

305. fundur 16. apríl 2014 kl. 09:30 - 12:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson varaformaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir varamaður
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Áætlun um refaveiðar 2014 - 2016

1404097

Lögð fram drög að áætlun, frá Umhverfisstofnun, til þriggja ára um refaveiðar 2014-2016
Lögð fram drög að áætlun frá Umhverfisstofnun um refaveiðar árin 2014 - 2016.
Vísað til umsagnar umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar.

2.Dómur vegna Króks

1310088

Lagður fram dómur Hæstaréttar frá 3. apríl 2014 og bókun frá fundi afréttarnefndar Þverárréttar 10. apríl 2014.
Lagður fram dómur Hæstaréttar frá 3. apríl 2014 og bókun frá fundi afréttarnefndar Þverárréttar 10. apríl 2014.
Í dómsorðum kemur fram að sá hluti jarðarinnar Króks, sem málið snýst um, sé eign eiganda Króks í Norðurárdal.
Samþykkt að fela Inga Tryggvasyni hrl að ræða við lögmann eiganda Króks.

3.Gosbrunnur og stytta

1404090

Lagt fram bréf, dagsett 14. apríl frá Jökli Helgasyni forstöðumanni umhverfis- og skipulagssviðs og Björgu Gunnardóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa.
Lagt fram bréf, dagsett 14. apríl frá Jökli Helgasyni forstöðumanni umhverfis- og skipulagssviðs og Björgu Gunnardóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa varðandi endurgerð á gosbrunni og styttu í Skallagrímsgarði. Fram kemur að kostnaður er meiri en upphaflega var gert ráð fyrir.
Samþykkt að láta bronsa styttuna en óskað eftir kostnaðaráætlun varðandi verkið í heild.

4.Samþykkt um búfjárhald

1210076

Sveitarstjórn vísaði málinu til umfjöllunar í byggðarráði.
Rætt um samþykkt um búfjárhald en sveitarstjórn vísaði málinu til umfjöllunar í byggðarráði.
Samþykkt að óska eftir fundi með Bændasamtökunum um samþykktina.
Einnig var samþykkt að óska eftir fundi með Vegagerðinni vegna málsins.

5.Sláttusvæði 2014

1403119

Sveitarstjórn vísaði málinu til umfjöllunar í byggðarráði.
Rætt um sláttusvæði í Borgarbyggð en sveitarstjórn vísaði málinu til umfjöllunar í byggðarráði.
Samþykkt að heimila að farið verði í uppmælingu á þeim svæðum sem falla undir sláttusvæði á vegum Borgarbyggðar.

6.Samþykktir og sameignarsamningur OR

1311130

Rætt um Orkuveitu Reykjavíkur
Rætt um samþykktir og sameignarsamning Orkuveitu Reykjavíkur.

7.Bílaplan við Reykholtskirkju

1404013

Framlögð tilboð í bílplan við Reykholtskirkju
Lögð voru fram tilboð í lagningu slitlags á bílaplan við Reykholtskirkju. Tilboð bárust bæði í lagninu malbiks og tvöfalda klæðningu.
Samþykkt að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda í lagningu malbiks.

8.Samningur um hjúkrunarálmu

1404109

Sveitarstjóri kynnti drög að samningi við Brákarhlíð um rekstur á hjúkrunarálmu heimilisins.
Sveitarstjóri kynnti drög að samningi við Brákarhlíð um rekstur á hjúkrunarálmu heimilsins til ársins 2052.
Byggðarráð samþykkti samninginn.

Byggðarráð fagnar því að samþykkt hefur verið að fjölga hjúkrunar- og dagdvalarrýmum við Brákarhlíð

Bjarki vék af fundi meðan að þessi liður var ræddur.

9.Loftorka

1404110

Á fundinn mæta forsvarsmenn Loftorku til viðræðna um Borgarbraut 57 og 59 sem og Engjaás 1.
Á fundinn mætti Óli Jón Gunnarsson framkvæmdastjóri Loftorku til viðræðna um Borgarbraut 57 og 59.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga til viðræðna við forsvarsmenn Loftorku um möguleg kaup sveitarfélagsins á eignunum.

10.Brúarás- viljayfirlýsing

1404111

Framlögð drög að yfirlýsing um nýtingu á félagsheimilinu Brúarási í tengslum við uppbyggingu náttúrubaða.
Lögð fram drög að yfirlýsingu um nýtingu á félagsheimilinu Brúarási í tengslum við uppbyggingu náttúrubaða.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.

11.Gerð gangstétta og göngustíga í Borgarnesi 2014

1404094

Lögð fram fundargerð frá opnun tilboða í gerð gangstétta og göngustíga í Borgarnesi
Lagt fram tilboð í gerð gangstétta og göngustíga í Borgarnesi.
Samþykkt að ganga til samninga við JBH-vélar sem áttu tilboðið.

12.Grímshúsið - samningur

1404112

Lögð fram drög að samkomulagi við Grímshúsfélagið um endurgerð hússins.
Lögð fram drög að samkomulagi við Grímshúsfélagið um endurgerð hússins.
Sveitarstjóra var falið að vinna áfram að málinu.

Fundi slitið - kl. 12:00.