Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

309. fundur 22. maí 2014 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson varaformaður
  • Jóhannes Freyr Stefánsson aðalmaður
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Deiliskipulög

1404148

Á fundinn mætir Jökull Helgason og kynnir kostnaðarmat á framkvæmdum við breytingar á götum og opnum svæðum vegna deiliskipulags fyrir gamla miðbæinn í Borgarnesi.
Rætt um vinnufund sveitarstjórnar um tillögu að deiliskipulagi fyrir gamla miðbæinn í Borgarnesi. Tillagan verður lögð fyrir umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd.

2.Stofnefnahagsreikningar dótturfélaga OR

1405077

Lagðir fram til staðfestingar stofnefnahagsreikningar dótturfélaga Orkuveitu Reykjavíkur.
Lagðir fram stofnefnahagsreikningar dótturfélaga Orkuveitu Reykjavíkur.
Byggðarráð staðfesti efnahagsreikningana.

3.Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga

1405080

Lögð fram kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninganna sem fram eiga að fara 31. maí n.k.
Á kjörskrá eru 2.598
Lögð fram kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninganna sem fram eiga að fara 31. maí n.k.
Á kjörskrá eru 2.598.
Byggðarráð samþykkti kjörskrána.

4.Drög að samningi við Íslenska gámafélagið vegna breytinga á sorphirðu

1405081

Lögð fram drög að bráðabirðasamningi milli Borgarbyggðar og Íslenska gámafélagsins til tveggja mánaða meðan verið er að innleiða breytingar á sorphirðu í dreifbýli.
Lögð fram drög að bráðabirðasamningi milli Borgarbyggðar og Íslenska gámafélagsins til tveggja mánaða meðan verið er að innleiða breytingar á sorphirðu í dreifbýli.
Samþykkt að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að ganga frá samkomulaginu.
Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat fundinn meðan þessi liður og liður nr. 6 voru ræddir.

5.Beiðni vegna heimasíðunnar

1405066

Lögð fram beiðni Ingimundar Grétarssonar dags. 19.05."14 þar sem farið er fram á að settur verði tengill inn á heimasíðu Borgarbyggðar sem vísar á vefsíðu hans.
Lögð fram beiðni Ingimundar Grétarssonar dags. 19.05."14 þar sem farið er fram á að settur verði tengill inn á heimasíðu Borgarbyggðar sem vísar á vefsíðu hans.
Samþykkt með 2 atkv að hafna erindinu. 1 (JFS) sat hjá.
Samþykkt var að fela skrifstofustjóra að gera tillögu að reglum um heimasíðu Borgarbyggðar.

6.Bjarnhólar

1405112

Rætt um athugasemdir Umhverfisstofnunar og kröfu um úrbætur á Bjarnhólum við Borgarnes.
Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi útskýrði stöðu málsins.

7.201. fundur stjórnar OR 25.4.2014

1405088

Lögð fram fundargerð frá 201 fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.
Lögð fram fundargerð 201. fundar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur sem haldinn var 25.04. 2014.

8.Samstarfssamingur um uppsetningu og rekstur matarsmiðju

1405087

Lagður fram samningur um Matarsmiðju að Vallarási í Borgarnesi.
Lagður fram samstarfssamningur um uppsetningu og rekstur Matarsmiðju að Vallarási í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti samninginn.

9.Umsókn vegna túns í landi Kárastaða

1405085

Lagt fram bréf frá UMSB, Skátafélagi Borgarness og Skógræktarfélagi Borgarfjarðar um aðstöðu í landi Kárastaða.
Lagt fram bréf Ungmennasambands Borgarfjarðar, Skátafélags Borgarness og Skógræktarfélags Borgarfjarðar dags. 06. maí 2014 um aðstöðu í landi Kárastaða.
Samþykkt að taka erindið upp við gerð rammaskipulags

10.Fundargerð aðalfundar Grímshúsfélagsins, 23. apríl 2014

1405091

Lögð fram fundargerð frá aðalfundi Grímshúsfélagsins sem fram fór 23 apríl s.l.
Lögð fram fundargerð aðalfundar Grímshúsfélagsins sem fram fór 23. apríl s.l.
Í fundargerðinni kemur fram tillaga að breytingu á samkomulagi milli Borgarbyggðar og Grímshúsfélagsins um Grímshús og samþykkti byggðarráð breytinguna. Sveitarstjóra var falið að ljúka gerð samkomulagsins.

11.Borgarbraut 57 - niðurrif

1405029

Rætt um niðurrif á húsinu að Borgarbraut 57 í Borgarnesi.
Rætt um niðurrif á húsinu að Borgarbraut 57 í Borgarnesi og lagt fram tilboð Borgarverks í niðurrif á kjallara hússins.
Byggðarráð samþykkti tilboðið.
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs.

12.Styrkur úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða - Hraunfossar

1404123

Rætt um rekstur salerna, umhirðu og uppbyggingu á aðstöðu við Hraunfossa.
Rætt um rekstur salerna, umhirða og uppbyggingu á aðstöðu við Hraunfossa.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera formlegan samning við umsjónaraðila aðstöðunnar um reksturinn.

13.Skilti og merkingar við ferðamannastaði

1405100

Rætt um skilti og merkingar við ferðamannastaði í Borgarbyggð
Rætt um skilti og merkingar við ferðamannastaði í Borgarbyggð.
Samþykkt að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að taka saman minnisblað um málið.

14.Nettengingar í dreifbýli

1402077

Lagt fram minnisblað um nettengingar í dreifbýli.
Rætt um nettengingar í dreifbýli Borgarbyggðar.
Sveitarstjóri hefur sent erindi til Mílu og óskað eftir fundi um málið.
Einnig var óskað eftir upplýsingum um ljósleiðaralagnir í sveitarfélaginu.

15.Útboð á skólaakstri

1405101

Lögð fram útboðsgögn vegna skólaakstur að grunnskólum Borgarbyggðar. Um er að ræða skólaakstur í Borgarnesi, ein leið að Grunnskólanum í Borgarnesi, tvær leiðir að Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi og ein tómstundaakstur frá Varmalandi í Borgarnes.
Lögð fram útboðsgögn vegna skólaaksturs að grunnskólum Borgarbyggðar. Um er að ræða skólaakstur í Borgarnesi, ein leið að Grunnskólanum í Borgarnesi, tvær leiðir að Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi og tómstundaakstur frá Varmalandi í Borgarnes.
Byggðarráð samþykkti útboðsgögnin.

16.Beiðni um styrk

1405092

Lagt fram erindi frá Framfarafélagi Borgarfjarðar þar sem óskað er eftir styrk vegna kynningarmála.
Lagt fram erindi Framfarafélags Borgarfjarðar þar sem óskað er eftir styrk vegna kynningar á sveitamarkaði í uppsveitum Borgarfjarðar sem fyrirhugað er að halda í júní.
Byggðarráð samþykkti að styrkja verkefnið um kr. 150.000

17.Styrkir vegna rotþróa

1405111

Lagt fram erindi frá Elíasi Jóhannessyni Ferjubakka þar sem spurst er fyrir um stuðning vegna endurnýjunar rotþróa.
Lagt fram erindi frá Elíasi Jóhannessyni á Ferjubakka þar sem spurst er fyrir um stuðning vegna endurnýjunar rotþróar.
Samþykkt að veita styrk í samræmi við reglur um niðursetningu rotþróa í dreifbýli.

Fundi slitið - kl. 10:00.