Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

310. fundur 05. júní 2014 kl. 08:15 - 11:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson varaformaður
  • Jóhannes Freyr Stefánsson aðalmaður
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Umsókn til byggðaráðs um stofnun sumarbústaðarlóðar í landi Lundar

1405097

Umsókn Jóns Gíslasonar um að lóð fyrir sumarbústað verði stofnuð og tekin úr landbúnaðarnotkun.
Umsókn Jóns Gíslasonar um að lóð fyrir sumarbústað verði stofnuð og tekin úr landbúnaðarnotkun.
Samþykkt að heimila að lóðin verði stofnuð og tekin úr landbúnaðarnotkun.

2.Aðalfundur Veiðifélags Gljúfurár

1405128

Fundarboð á aðalfund Veiðifélags Gljúfurár sem haldinn verður 5. júní að Edduveröld í Borgarnesi
Lagt fram fundarboð á aðalfund Veiðifélags Gljúfurár sem haldinn verður 5. júní að Edduveröld í Borgarnesi.
Samþykkt að Sigurjón Jóhannsson verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.

3.Veiðifélag Norðurár - aðalfundur

1405106

Fundarboð á aðalfund Veiðifélags Norðurár sem haldinn verður 2. júní n.k.
Lagt fram fundarboð á aðalfund Veiðifélags Norðurár sem haldinn var 2. júní s.l.

4.Brunavarnaráætlun

1406007

Lögð fram brunvarnaráætlun fyrir Borgarbyggð, Skorradal og Eyja- og Miklaholtshrepp eftir endurskoðun.
Lögð fram brunavarnaráætlun fyrir Borgarbyggð, Skorradal og Eyja- og Miklaholtshrepp eftir endurskoðun.
Byggðarráð samþykkti brunavarnaráætlunina.

5.Slökkvilið - klippur

1401034

Rædd um kaupa á björgunarklippum fyrir slökkvilið Borgarbyggðar.
Rætt um kaup á björgunarklippum fyrir slökkvilið Borgarbyggðar.
Samþykkt að kaupa klippurnar.

6.Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2013

1405140

lagður fram ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2013
Lagður fram ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2013.

7.Samkomulag við FÍ um gerð göngubrúar yfir Langá

1405122

Lagt fram samkomulag við Ferðafélag Íslands um byggingu Göngubrúar á stíflu við Langá.
Lagt fram samkomulag við Ferðafélag Íslands um byggingu göngubrúar á stíflu við Langá.
Byggðarráð samþykkti samkomulagið.

8.Kjarasamningur Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands

1405115

Lagðir fram nýjir kjarasamningar Sambands ísl. sveitarfélaga og Kennarsambands Íslands.
Lagðir fram nýir kjarasamningar Sambands ísl. sveitarfélaga og Kennarsambands Íslands grunnskólakennara.

9.Bráðabirgðaleyfi vegna skotprófa

1406013

Lagt fram erindi frá Skotfélagi Vesturlands þar sem óskað er eftir bráðbirgðaleyfi til að halda skotpróf í malarnámu við Ölduhrygg í Borgarbyggð.
Lagt fram erindi frá Skotfélagi Vesturlands þar sem óskað er eftir bráðbirgðaleyfi til að halda skotpróf í malarnámu við Ölduhrygg í Borgarbyggð.
Samþykkt að verða við erindinu.

10.Málefni leikskólans Hnoðrabóls

1405114

Lagt fram erindi frá Foreldrafélagi við leikskólann Hnoðraból. Auk þess er lögð fram kostnaðaráætlun um breytingar á húsnæði skólans.
Lagt fram erindi frá fundi foreldra og starfsmanna leikskólann Hnoðrabóls.
Auk þess var lögð fram kostnaðaráætlun um breytingar á húsnæði skólans.
Byggðarráð tekur vel í hugmyndir fundarins að stofnaður verði vinnuhópur um málefni leikskólans og vísar því til sveitarstjórnar.

11.Húsaleigusamningar

1406015

Lögð fram drög að húsaleigusamningi við Fornbílafjelag Borgarfjarðar um hluta af fjárrétt og Gúanóhúsi í Brákarey.
Lögð fram drög að húsaleigusamningi við Fornbílafjelag Borgarfjarðar um hluta af fjárrétt og Gúanóhúsi í Brákarey.
Byggðarráð samþykkti samninginn með áorðnum breytingum.

12.Úrslit sveitarstjórnarkosninganna

1406014

Lagt fram afrit af skýrslu til Hagstofu Íslands um úrslit sveitarstjórnakosninganna í Borgarbyggð 31. maí s.l.
Lagt fram afrit af skýrslu til Hagstofu Íslands um úrslit sveitarstjórnakosninganna í Borgarbyggð 31. maí s.l.
Rætt um fjölda kjördeilda og hvort ástæða sé til að gera breytingar í þeim efnum.

13.Landnámssetur

1403056

Rætt um leigusamning við Landnámssetur.
Rætt um leigusamning um Brákarbraut 15 við Landnám Íslands ehf.
Byggðarráð samþykkti samninginn.

14.Viðauki við fjárhagsáætlun 2014

1406028

Sveitarstjóri kynnti tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 2014 og fjármögnun nýrra verkefna í framkvæmdaáætlun. Lagt er til að málinu verði vísað til nýrrar sveitarstjórnar.
Á fundinn mætti Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi.
Sveitarstjóri kynnti tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 2014 og fjármögnun nýrra verkefna í framkvæmdaáætlun.
Samþykkt að vísa málinu til nýrrar sveitarstjórnar.

15.Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi

1406029

Rætt um starfsmannamál
Á fundinn mætti Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri.
Rætt um stöðugildi og afleysingar í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi.

16.Áhaldahús 2014

1405061

Á fundinn mætir Jökull Helgason til viðræðna um stofnun áhaldahúss í Borgarbyggð
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs til viðræðna um stofnun áhaldahúss.
Samþykkt að auglýsa eftir starfsmönnum og munu þeir hefja störf 01. september n.k.

17.Útboð á rotþróarhreinsun

1304126

Rætt um tilboð sem bárust eftir útboð í rotþróarhreinsun s.l. sumar.
Samþykkt að óska eftir lögfræðiáliti á málinu.
Formaður þakkaði byggðarráðsmönnum og starfsmönnum þess fyrir gott samstarf á því kjörtímabili sem nú er að ljúka.

Fundi slitið - kl. 11:00.