Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

311. fundur 19. júní 2014 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson aðalmaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir varamaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Beiðni um ljósastaur

1406081

Lögð fram beiðni Ólafs Flosasonar og Elísabetar Halldórsdóttur um uppsetningu ljósastaurs á Breiðabólsstað.
Einnig er meðfylgjandi áætlun framkvæmdasviðs um kostnað.
Lögð fram beiðni Ólafs Flosasonar og Elísabetar Halldórsdóttur um uppsetningu ljósastaurs á Breiðabólsstað.
Einnig er meðfylgjandi áætlun framkvæmdasviðs um kostnað.
Byggðarráð samþykkti að láta setja upp ljósastaura í samræmi við reglur sveitarfélagsins.
Einnig var samþykkt að láta endurskoða reglurnar.

2.Brákarhátíð 2014

1406061

Lagt fram erindi vegna stuðnings Borgarbyggðar við Brákarhátíð 2014
Lagt fram erindi vegna stuðnings Borgarbyggðar við Brákarhátíð 2014.
Samþykkt að styrkja hátíðina um kr. 150.000 ásamt því að veita aðgang að Skallagrímsgarði og tækjum sveitarfélagsins.

3.Málefni leikskólans Hnoðrabóls

1405114

Sveitarstjórn vísaði því til byggðarráðs að skipa vinnuhóp um málefni leikskólans Hnoðrabóls.
Rætt um skipan vinnuhóps um málefni leikskólans Hnoðrabóls.
Samþykkt að fela skrifstofustjóra að gera tillögu að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.

4.Tímabundin breyting á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga

1406023

Lagt fram bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um framlag Borgarbyggðar vegna tímabundinnar breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.
Lagt fram bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um framlag Borgarbyggðar vegna tímabundinnar breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Framlagið er um 2,7 millj kr.

5.Hellulögn við nýjan setbekk í Skallagrímsgarði

1406080

Lögð fram umsókn, dagsett 16. júní 2014, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa um aukafjármagn til hellulagnar við nýjan setbekk í Skallagrímsgarði.
Lögð fram umsókn, dagsett 16. júní 2014, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa um aukafjármagn til hellulagnar við nýjan setbekk í Skallagrímsgarði.
Samþykkt að vísa verkefninu til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

6.Skilti og merkingar við ferðamannastaði

1405100

Lagt fram minnisblað, dagsett 16. júní 2014, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa.
Lagt fram minnisblað, dagsett 16. júní 2014, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa um skilti og merkingar við ferðamannastaði.

7.Sláttur sumarið 2014

1406079

Lögð fram umsókn,dagsett 16. júní 2014,frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa um aukafjárveitingu vegna sláttar.
Lögð fram umsókn,dagsett 16. júní 2014,frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa um aukafjárveitingu vegna sláttar.
Byggðarráð samþykkti að auka fjárveitingu til sláttar um eina milljón kr.

8.Oddstaðarétt

1406077

Sveitarstjórn vísaði eftirfarandi tillögu til afgreiðslu byggðarráðs:
"Sveitarstjórn samþykkir að færa fyrstu Oddstaðarétt í haust fram um eina viku. Réttardagur verður þá 10. september."
Sveitarstjórn vísaði eftirfarandi tillögu til afgreiðslu byggðarráðs:
"Sveitarstjórn samþykkir að færa fyrstu Oddstaðarétt í haust fram um eina viku. Réttardagur verður þá 10. september."
Byggðarráð samþykkti tillöguna.

Lagt fram bréf frá afréttarnefnd Oddstaðaréttar sama efnis.

9.Viðauki við fjárhagsáætlun 2014

1406028

Rætt um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2014.
Á fundinn mætti Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi og lagði fram gögn varðandi viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2014.

10.Útboð á skólaakstri

1405101

Lagt fram yfirlit yfir tilboð sem bárust í skólaakstur sem boðinn var út í maí s.l.
Lagt var fram yfirlit yfir tilboð sem bárust í skólaakstur sem boðinn var út í maí s.l.

11.Ritun sögu Borgarness - fundargerð

1406027

Lögð fram fundargerð 9. fundar ritnefndar um Sögu Borgarness sem haldinn var 28. maí s.l.
Lögð fram fundargerð 9. fundar ritnefndar um Sögu Borgarness sem haldinn var 28. maí s.l.

12.Aðalfundur Orkuveitu Reykjavíkur

1406068

Fundarboð á aðalfund Orkuveitu Reykjavíkur sem haldinn verður 23. júní
Lagt fram fundarboð á aðalfund Orkuveitu Reykjavíkur sem haldinn verður 23. júní n.k.
Samþykkt að skrifstofustjóri fari með umboð Borgarbyggðar á fundinum.

13.Aðalfundur Faxaflóahafna sf.

1406075

Fundarboð á aðalfund Faxaflóahafna sf sem haldinn verður 27. júní n.k.
Lagt fram fundarboð á aðalfund Faxaflóahafna sem haldinn verður 27. júní n.k.
Samþykkt að skrifstofustjóri fari með umboð Borgarbyggðar á fundinum.

14.Englendingavík

1406076

Rekstraraðilar Edduveraldar hafa óskað eftir fundi með byggðarráði til að ræða eignarhald á húsunum í Englendingavík.
Guðrún og Erla koma á fundinn kl. 9,30
Á fundinn mættu Guðrún Kristjánsdóttir og Erla Jónsdóttir til viðræðna um eignarhald á húsunum í Englendingavík í Borgarnesi.

15.Kvörtun v. gistiheimilis Egilsgötu 6

1406036

Lagt fram erindi Ikan ehf. dags. 05.06.´14 þar sem kvartað er yfir ítrekuðuðum brotum á rekstrarleyfi vegna Egilsgötu 6 í Borgarnesi
Lagt fram erindi Ikan ehf. dags. 05.06.´14 þar sem kvartað er yfir ítrekuðum brotum á rekstrarleyfi vegna Egilsgötu 6 í Borgarnesi.
Skrifstofustjóra var falið að svara bréfritara.

16.Samkomulag um Grímshús, Brákarey.

1406037

Samkomulag við Grímshúsfélagið um Grímshúsið í Brákarey.
Lagt fram samkomulag við Grímshúsfélagið um Grímshúsið í Brákarey.

17.Samráð við þjónustuþega í fötlunarþjónustu

1403128

Sveitarstjórn vísaði tillögu velferðarnefndar um skipun vinnuhóps til byggðarráðs.
Rætt um skipan vinnuhóps um stefnumótun um málefni fólks með fötlun.
Skrifstofustjóra var falið að gera drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.

18.Breyting aðalskipulags iðnaðar - og athafnasvæðis á Grundartanga

1406058

Lagt fram erindi Hvalfjarðarsveitar þar sem kynnt er breyting á aðalskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðisins á Grundartanga.
Lagt fram erindi Hvalfjarðarsveitar þar sem kynnt er breyting á aðalskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðisins á Grundartanga.

19.Aðalskipulagsbreyting á stefnumörkun iðnaðarsvæða

1406057

Lagt fram bréf Hvalfjarðarsveitar þar sem kynnt er breyting á aðalskipulagi er varðar stefnumörkun iðnaðarsvæða í sveitarfélaginu.
Lagt fram bréf Hvalfjarðarsveitar þar sem kynnt er breyting á aðalskipulagi er varðar stefnumörkun iðnaðarsvæða í sveitarfélaginu.

20.Umsókn um stofnun nýrra lóða á landi Grjóteyrar og stækkun lóðar Grjóteyrar II.

1405098

Lögð var fram beiðni Guðrúnar Jónsdóttir um stofnun eftirtaldra lóða á Grjóteyri í Borgarbyggð:
Grjóteyri I - 1 ha lóð fyrir útihús.
Grjóteyri III - 2 ha lóð fyrir íbúðarhús.
Grjóteyri II - stækkun á lóð (landnr. 198898) í 1,16 ha.
Grjóteyri II og III - óskipt land 16,84 ha að stærð.

Byggðarráð samþykkti að lóðirnar verði stofnaðar.

21.Útboð á rotþróarhreinsun

1304126

Rætt um útboð á rotþróarhreinsun.
Rætt um útboð á rotþróarhreinsun.
Skrifstofustjóra falið að afla frekari upplýsinga.

22.Vatnsveita Bæjarsveitar

1406033

Rætt um eignarhald á Vatnsveitu Bæjarsveitar, en íbúar hafa sýnt því áhuga að taka yfir rekstur veitunnar.
Rætt um eignarhald á Vatnsveitu Bæjarsveitar, en íbúar hafa sýnt því áhuga að taka yfir rekstur veitunnar.
Byggðarráð samþykkti drög að samningi sem lagður var fram á fundinum.

23.Gagnaöflun í tilefni af þjóðlendumálum á svæði 8 vestur, hjá óbyggðanefnd

1401104

Á fundinn mætir Óðinn Sigþórsson til að fara yfir stöðu mála varðandi gagnaöflun vegna þjóðlendumála.
Óðinn mætir kl. 10,00
Á fundinn mætti Óðinn Sigþórsson til að fara yfir stöðu varðandi þjóðlendumál.
Byggðarráð samþykkti með vísan til 15. gr. þjóðlendulaga að veita Óðni umboð til að kanna sáttagrundvöll í þeim málum sem snerta hagsmuni sveitarfélagsins.

24.Áframhaldandi uppbygging Kárastaðaflugvallar

1406088

Lagt fram erindi flugklúbbsins Kára þar sem farið er fram á aðkomu Borgarbyggðar að frekari uppbyggingu Kárastaðaflugvallar.
Lagt fram erindi flugklúbbsins Kára þar sem farið er fram á aðkomu Borgarbyggðar að frekari uppbyggingu Kárastaðaflugvallar.
Samþykkt að óska eftir fundi með fulltrúum Isavia um erindið.

25.Efnistaka - Kárastaðaflugvöllur

1406087

Lagt fram bréf Fluklúbbsins Kára þar sem farið er fram á heimild sveitarfélagsins til að nýta efni úr grjótnámu sem nýtt hefur verið við gerð Kárastaðaflugvallar.
Lagt fram bréf Fluklúbbsins Kára þar sem farið er fram á heimild sveitarfélagsins til að nýta efni úr grjótnámu sem nýtt hefur verið við gerð Kárastaðaflugvallar.
Vísað til umsagnar umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar.

26.121. stjórnarfundur Faxaflóahafna sf.

1406044

Lögð fram fundargerð 121. stjórnarfundar Faxaflóahafna sem haldinn var 06. júní 2014.
Lögð fram fundargerð 121. stjórnarfundar Faxaflóahafna sem haldinn var 06. júní 2014.

27.140. fundur í Safnahúsi - fundargerð

1405065

Lögð fram fundargerð frá 140 starfsmannafundi í Safnahúsi Borgarfjarðar.
Lögð fram fundargerð frá 140 starfsmannafundi í Safnahúsi Borgarfjarðar sem haldinn var 6. maí s.l.

Fundi slitið - kl. 10:00.