Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

312. fundur 03. júlí 2014 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Guðveig Eyglóardóttir formaður
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Magnús Smári Snorrason aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Beiðni um stuðning við starf Hróksins

1406064

Lagt fram bréf Skákfélagsins Hróksins þar sem farið er fram á stuðning við starf félagsins í þágu barna og ungmenna á Grænlandi og Íslandi.
Lagt fram bréf Skákfélagsins Hróksins þar sem farið er fram á stuðning við starf félagsins í þágu barna og ungmenna á Grænlandi og Íslandi.
Ekki er hægt að verða við beiðninni að þessu sinni.

2.Búfjárhald í Borgarbyggð

1406115

Lagt fram erindi Önnu Berg Samúelsdóttur varðandi búfjárhald í þéttbýli Borgarbyggðar.
Lagt fram erindi Önnu Berg Samúelsdóttur varðandi búfjárhald í þéttbýli Borgarbyggðar.
Samþykkt að fela skrifstofustjóra að ræða við bréfritara.

3.Erindi til sveitarfélaga vegna visit-vefir

1406096

Erindi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um áframhaldandi samstarf um visit-vefina
Lagt fram erindi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um uppfærslu og áframhaldandi samstarf um visit-vefina.
Samþykkt að verða við beiðninni.

4.Hitastig vatns í Álfabrekku 4

1406108

Lagt fram erindi Karls Sigurhjartarssonar varðandi lágan hita á heitu vatni að Álfabrekku 4.
Lagt fram erindi Karls Sigurhjartarssonar varðandi lágan hita á heitu vatni að Álfabrekku 4.
Byggðarráð tekur undir það sjónarmið bréfritara að viðmið í reglugerð Orkuveitunnar hvað varðar hita sé of lágt og hvetur til að það verði endurskoðað.

5.Lóð heimavistar Fjölbrautaskóla Vesturlands

1406103

Bréf Fjölbrautaskóla Vesturlands um breytingar á lóð heimavistar skólans og beiðni um þátttöku í kostnaði við framkvæmdirnar.
Lagt fram bréf Fjölbrautaskóla Vesturlands um breytingar á lóð heimavistar skólans og beiðni um þátttöku í kostnaði við framkvæmdirnar. Áætlaður kostnaður eru 20 milljónir og hlutur Borgarbyggðar yrði því 1,2 millj króna.
Kynningarfundur verður 11. ágúst n.k. og var sveitarstjóra falið að mæta á hann.

6.Málefni leikskóla

1406133

Rætt um málefni leikskóla m.a. hvort hægt sé að taka 12 mánaða gömul börn inn í leikskóla Borgarbyggðar.
Rætt um málefni leikskóla m.a. hvort hægt sé að taka 12 mánaða gömul börn inn í leikskóla Borgarbyggðar.
Lagt var fram minnisblað frá Ásthildi Magnúsdóttur fræðslustjóra varðandi málið.
Samþykkt að vísa málinu til fræðslunefndar.

7.Málefni leikskólans Hnoðrabóls

1405114

Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um málefni leikskólans Hnoðrabóls
Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um málefni leikskólans Hnoðrabóls.
Byggðarráð samþykkti erindisbréfið og vísaði því til fræðslunefndar.

8.Samráð við þjónustuþega í fötlunarþjónustu

1403128

Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um málefni fólks með fötlun.
Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um þjónustu við fólk með fötlun.
Byggðarráð samþykkti erindisbréfið og vísaði því til velferðarnefndar.

9.Nestún - umsókn um breytta notkun

1406100

Lögð fram beiðni Hvítársíðu ehf þess efnis að skráningu sumarhússins að Nestúni verði breytt í einbýlishús og þar með að lögheimili viðkomandi íbúa.
Lögð fram beiðni Hvítársíðu ehf þess efnis að skráningu sumarhússins að Nestúni verði breytt í einbýlishús og þar með að lögheimili viðkomandi íbúa.
Samþykkt að verða við beiðninni.

10.Skallagrímsgarður

1406128

Rætt um notkun á Skallagrímsgarði og hvort hægt sé að fara í einhverjar aðgerðir til að hæta sé að nota garðinn meira.
Rætt um notkun á Skallagrímsgarði og hvort hægt sé að fara í einhverjar aðgerðir til að hægt sé að nota garðinn meira.
Samþykkt að ræða málið aftur á næsta fundi.

11.Umferð um bryggjuna í Brákarey

1406141

Rætt um umferð húsbíla um bryggjuna í Brákarey en kvörtun hefur borist um sóðagang þar. Stafar hann af því að húsbílar hafa náttstað á bryggjunni.
Rætt um umferð húsbíla um bryggjuna í Brákarey en kvörtun hefur borist um slæma umgengni. Stafar hann af því að gestir hafa náttstað á bryggjunni.
Samþykkt að athuga með uppsetningu skilta sem beinir gestum á viðeigandi staði.

12.Umsókn um breytta landnotkun - Lundur III b

1406091

Lögð fram beiðni Sigurðar Halldórssonar um breytta landnotkun á Lundi III
Lögð fram beiðni Sigurðar Halldórssonar um að breyta landnotkun á Lundi IIIb úr annað land í íbúðarhúsalóð.
Samþykkt að verða við beiðninni.

13.Fjármálastjórn sveitarfélaga

1406084

Lagt fram bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga varðandi fjármálastjórn sveitarfélaga.
Lagt fram bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 12. júní 2014 varðandi fjármálastjórn sveitarfélaga.

14.Viðaukar við fjárhagsáætlanir

1406107

Bréf Innanríkisráðuneytisins dags. 18.06."14 varðandið viðauka við fjárhagsáætlanir sveitarfélaga.
Lagt fram bréf Innanríkisráðuneytisins dags. 18.06."14 varðandið viðauka við fjárhagsáætlanir sveitarfélaga.

15.Umsókn um stofnun lóðar - Bær 4

1405090

Lögð fram umsókn Sigrúnar Halldórsdóttur um stofnun 770 ferm lóðar út úr Bær 2
Lögð fram umsókn Sigrúnar Halldórsdóttur um stofnun 770 ferm íbúðarhúsalóðar út úr Bær 2 í Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti að lóðin verði stofnuð.

16.Atvinnumál

1407005

Rætt um atvinnumál
Lögð fram drög að samningi milli Borgarbyggðar og Háskólans á Bifröst um vinnu að stofnun vaxtarklasa til eflingar atvinnulífs á svæðinu.
Byggðarráð samþykkti samninginn og verður verkefnisstjórn skipuð á næsta fundi sveitarstjórnar.

17.Heimavist við MB

1404030

Rætt um stofnun heimavistar við Menntaskóla Borgarfjarðar
Rætt um stofnun heimavistar við Menntaskóla Borgarfjarðar.
Lögð fram drög að stofnsamningi fyrir Nemendagarða MB ehf sem verður félag í eigu Borgarbyggðar og Menntaskóla Borgarfjarðar ehf.
Einnig voru lögð fram drög að samþykktum fyrir Nemendagarða MB ehf.
Byggðarráð samþykkti fyrirliggjandi gögn og var skrifstofustjóra falið að mæta á stofnfund, undirrita stofnsamning og samþykktir félagsins f.h. Borgarbyggðar.

18.Aðalfundur Veiðifélags Gljúfurár

1405128

Lögð fram fundargerð aðalfundar Veiðfélags Gljúfurár ásamt skýrslu um fiskirannsóknir í ánni 2013
Lögð fram fundargerð aðalfundar Veiðfélags Gljúfurár sem haldinn var 5. júní s.l. ásamt skýrslu um fiskirannsóknir í ánni 2013

19.Aðalfundur Orkuveitu Reykjavíkur

1406068

Fundargerð aðalfundar Orkuveitu Reykjavíkur frá 23. júní s.l.
Lögð fram fundargerð aðalfundar Orkuveitu Reykjavíkur frá 23. júní s.l.

Fundi slitið - kl. 10:00.