Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

313. fundur 24. júlí 2014 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður
  • Magnús Smári Snorrason aðalmaður
  • Finnbogi Leifsson varamaður
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Beiðni um framlag vegna búnaðarkaupa

1407017

Beiðni leikskólans Klettaborgar um aukafjárveitingu vegna tölvukaupa.
Fræðslunefnd vísaði erindinu til umfjöllunar í byggðarráði.
Lögð fram beiðni leikskólans Klettaborgar um aukafjárveitingu til tölvukaupa en fræðslunefnd vísaði erindinu til byggðarráðs.
Samþykkt að verða við beiðninni.

2.Breyting á svæðisskipulagi miðhálendisins

1407063

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 17.07."14 varðandi breytingu á Svæðisskipulagi miðhálendisins í tengslum við gerð ísgangna í Langjökli.
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 17.07."14 varðandi breytingu á Svæðisskipulagi miðhálendisins í tengslum við gerð ísgangna í Langjökli.
Samþykkt að óska eftir fundi með Skipulagsstofnun varðandi málið.

3.Bréf vegna stofnunar vaxtaklasa

1407046

Lagt fram bréf Vigdísar Pálsdóttur vegna stofnunar vaxtaklasa
Lagt fram bréf Vigdísar Pálsdóttur dags. 15.07."14 varðandi samning um stofnun vaxtaklasa sem Borgarbyggð, Háskólinn á Bifröst og Atvinnuráðgjöf Vesturlands standa að.

4.Beiðni um afslátt í sund

1407041

Lögð fram beiðni Nemendafélags Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri um afslátt fyrir nemendur skólans í sundlaugina í Borgarnesi.
Lögð fram beiðni Nemendafélags Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri um afslátt fyrir nemendur skólans í sundlaugina í Borgarnesi.
Samþykkt að verða við beiðninni og breyta gjaldskrá íþróttamiðstöðva Borgarbyggðar á þann hátt að nemar í háskólum Borgarbyggðar fái afslátt á sama hátt og framhaldsskólanemar gegn framvísun nemendaskírteinis.

5.Króksland í Norðurárdal

1407013

Lögð fram gögn frá Inga Tryggvasyni hdl varðandi girðingar o.fl. í landi Króks í Norðurárdal.
Lögð fram gögn frá Inga Tryggvasyni hrl varðandi girðingar o.fl. í landi Króks í Norðurárdal.

6.Málþing um þjónustu við nýja íbúa af erlendum uppruna

1407048

Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga um málþing um þjónustu við nýja íbúa af erlendum uppruna. Óskað er eftir tilnefningu sveitarfélaga á tengilið til að undirbúa málþingið.
Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 16.07."14 um málþing um þjónustu við nýja íbúa af erlendum uppruna.
Samþykkt að vísa erindinu til velferðarnefndar.

7.Spennistöð Rarik við Helgugötu

1407019

Lagt fram erindi Bjarna Johansen f.h. íbúa í nágrenni Bjössaróló þar sem hvatt er til að spennistöð á horni Helgugötu og Skúlagötu verði fjarlægð.
Lagt fram erindi Bjarna Johansen f.h. íbúa í nágrenni Bjössaróló þar sem hvatt er til að spennistöð á horni Helgugötu og Skúlagötu verði fjarlægð.
Samþykkt að vekja athygli Rarik á erindinu og óska eftir að kannað verði hvort hægt sé að færa spennistöðvar frá íbúabyggð í Borgarbyggð.

8.Umsókn um styrk

1407057

Lagt fram bréf Parkinsonsamtakanna á Íslandi þar sem boðið er að halda félagsfund í Borgarbyggð og sótt um styrk til verkefnisins.
Lagt fram bréf Parkinsonsamtakanna á Íslandi þar sem boðið er að halda félagsfund í Borgarbyggð og sótt um styrk til verkefnisins.
Samþykkt að verða ekki við erindinu að þessu sinni.

9.Kosning í yfirstjórn fjallskilaumdæmis

1407056

Lögð fram tillaga um kosningu í yfirstjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Borgarbyggð á tvo fulltrúa í yfirstjórninni.
Samþykkt var að óska eftir tilnefningu frá fjallskilanefnd Borgarbyggðar á fulltrúum í yfirstjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps og Borgarbyggðar.

10.Ráðningarsamningur við sveitarstjóra

1407074

Lagður fram ráðningarsamningur við Kolfinnu Jóhannesdóttur sveitarstjóra.
Lagður var fram ráðningarsamningur við Kolfinnu Jóhannesdóttur sveitarstjóra.

11.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

1407011

Lagt fram fundarboð á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður á Akureyri 24.-26. september n.k.
Lagt fram fundarboð á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður á Akureyri 24.-26. september n.k.

12.Samanburður við fjárhagsáætlun

1407009

Á fundinn mætir Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi og fer yfir stöðu málaflokka í samanburði við fjárhagsáætlun eftir fimm fyrstu mánuði ársins.
Á fundinn mætti Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi og fór yfir stöðu málaflokka í samanburði við fjárhagsáætlun eftir fimm fyrstu mánuði ársins.

13.Laugarhóll 2 - stækkun lóðar

1407030

Lögð fram beiðni Sigurbjargar Áskelsdóttur f.h. landeigenda um sætkkun lóðarinnar Laugarhóll 2 í Bæjarsveit.
Lögð fram beiðni Sigurbjargar Áskelsdóttur f.h. landeigenda um stækkun lóðarinnar Langholt úr 200 m2 í 2.133 m2 og að heiti lóðarinnar breytist í Laugarhóll 2. Stækkun lóðarinnar kemur úr landi Langholts 133895.
Samþykkt að verða við beiðninni.

14.Stofnun lóðar - Haukatunga syðri 3

1407039

Lögð fram beiðni Ásbjörns Pálssonar og Helgu Jóhannsdóttur um stofnun nýrrar lóðar Haukatungu syðri 3.
Lögð fram beiðni Ásbjörns Pálssonar og Helgu Jóhannsdóttur um stofnun nýrrar lóðar Haukatungu syðri 3.
Samþykkt að lóðin verði stofnuð.

15.Íþrótta- og tómstundaskóli

1401087

Rætt um flutning á lausri kennslustofu frá Varmalandi að tómstundaskólanum í Borgarnesi.
Fræðslunefnd vísaði erindinu til byggðarráðs.
Lögð fram kostnaðaráætlun um flutninginn og upplýsingar frá fræðslustjóra varðandi málið.
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs og sat fundinn á meðan að liðir 15 til 22 voru ræddir.

Rætt um flutning á lausri kennslustofu frá Varmalandi að tómstundaskólanum í Borgarnesi.
Fræðslunefnd vísaði erindinu til byggðarráðs.
Lögð fram kostnaðaráætlun um flutninginn og upplýsingar frá fræðslustjóra varðandi málið.

Byggðarráð samþykkti að hætta við þá hugmynd að flytja kennslustofuna.
Samþykkt að óska eftir tillögum frá fræðslusviði Borgarbyggðar um hvernig húsnæðismálum tómstundaskólans skuli háttað.

16.Skipulagsmál

1407062

Rætt um skipulagsmál í Brákarey
Rætt um skipulagsmál í Brákarey.
Byggðarráð leggur áherslu á að vinnu við skipulagsmál í Brákarey verði hraðað sem kostur er.

17.Gunnlaugsgata 17, breyting á lóð

1407024

Lögð fram teikning að breytingu á lóð Gunnlaugsgötu 17 en skv. áætlun á að selja húsið.
Lögð fram teikning að breytingu á lóð Gunnlaugsgötu 17 í Borgarnesi. Eftir breytinguna verður lóðin 387 m2 að stærð.
Byggðarráð samþykkti breytingu á lóðinni en ákvörðun um sölu er frestað þar til fyrir liggja tillögur um húsnæðismál skólans.

18.Íbúðarhús á Varmalandi, breyting á lóð

1407025

Lögð fram teikning að nýrri lóð fyrir einbýlishús á Varmalandi sem fyrirhugað er að selja.
Lögð fram teikning að breytingu á lóð fyrir einbýlishús í eigu Borgarbyggðar á Varmalandi. Eftir breytinguna verður lóðin 923 m2 að stærð.
Byggðarráð samþykkti breytingu á lóðinni og húsið verður sett í sölu eins og fyrirhugað var.

19.Efnistaka - Kárastaðaflugvöllur

1406087

Lagt fram minnisblað, dagsett 22. júlí 2014, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa.
Á fundinn mætti Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi og sat fundinn meðan að liðir 19 til 25 voru ræddir.

Lagt fram minnisblað frá umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa varðandi efnistökusvæði við Kárastaðaflugvöll.
Vísað til umfjöllunar í umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd.

20.Endurbætur á opnu svæði sjávarmegin við Klettavík

1406095

Lagt fram bréf, dagsett 22. júlí 2014, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa.
Lagt fram bréf Bjargar Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa varðandi endurbætur á opnu svæði sjávarmegin við Klettavík í Borgarnesi. Sótt er um aukafjárveitingu að upphæð kr. 600.000 til að ljúka verkinu.
Samþykkt að verkefnið verði unnið á næsta ári og sett á fjárhagsáætlun þess árs.

21.Innleiðing sorphirðu í dreifbýli

1406072

Á fundinn mætir Björg Gunnarsdóttir til að ræða innleiðingu á breytingu sorphirðunnar í dreifbýli Borgarbyggðar.
Rætt um innleiðingu á breytingu á sorphirðu í dreifbýli Borgarbyggðar.

22.Skallagrímsgarður

1406128

Rætt um málefni Skallagrímsgarðs.
Rætt um málefni Skallagrímsgarðs.
Samþykkt að óska eftir áætlun um hvað kostar að setja drenlagnir í garðinum.
Samþykkt að fela umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd að skoða hvort rétt sé að stofna hollvinasamtök Skallagrímsgarðs.

23.Endurgreiðsla til sveitarfélaga vegna refaveiða.

1406016

Lagt fram bréf, dagsett 10. júlí 2014, frá Umhverfisstofnun um endurgreiðslu til sveitarfélaga vegna refaveiða auk samningsdraga um refaveiðar 2014-2016.
Lagt fram bréf, dagsett 10. júlí 2014, frá Umhverfisstofnun um endurgreiðslu til sveitarfélaga vegna refaveiða auk samningsdraga um refaveiðar 2014-2016.
Samþykkt að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að gera athugasemdir við samninginn.

24.Refaveiðar

1407073

Lagt fram bréf, dagsett 22. júlí 2014, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa.
Lagt fram bréf umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa varðandi aukafjárveitingu til refaveiða í Stafholtstungum.
Byggðarráð samþykkti beiðnina.

25.Samningur við Snorrastaði

1405137

Lögð fram drög að samningi við Snorrastaði vegna reksturs salerna.
Lögð fram drög að samningi um styrk vegna salernisaðstöðu við Snorrastaði.
Vísað til umfjöllunar í umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd.

26.Stjórnarfundur Orkuveitu Reykjavíkur nr 202

1407012

Lögð fram fundargerð 202. fundar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur sem haldinn var 16. maí s.l.
Lögð fram fundargerð 202. fundar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur sem haldinn var 16. maí s.l.

27.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð

1407010

Lögð fram fundargerð 817. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 27. júní s.l.
Lögð fram fundargerð 817. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 27. júní s.l.

28.Veiðifélag Norðurár - aðalfundur

1405106

Lögð fram fundargerð aðalfundar Veiðifélags Norðurár sem haldinn var 02. júní s.l.
Lögð fram fundargerð aðalfundar Veiðifélags Norðurár sem haldinn var 02. júní s.l.

Fundi slitið - kl. 10:00.